Íslenski Atlantshafslaxinn nærri útrýmingarhættu Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. desember 2023 16:32 Tíðindin koma fram á nýjum válista Alþjóðlegu Náttúruverndarsamtakanna sem gefinn var út í vikunni. Vísir/Vilhelm Íslenski Atlantshafslaxinn er nálægt því að vera í útrýmingarhættu, í fyrsta sinn, meðal annars vegna sjókvíaeldis. Þetta kemur fram á nýjum válista Alþjóðlegu Náttúruverndarsamtakanna sem gefinn var út í vikunni. Á þessum nýja válista kemur fram að af 160.000 dýrategundum sem þekktar séu um í heiminum, eru 44.000 dýrategundir nálægt útrýmingarhættu. Breska blaðið The Guardian beinir sjónum sínum sérstaklega að ferskvatnsfiski á þessu nýja lista og segir að fimmtungi allra tegunda sem lifi í fersku vatni sé ógnað vegna loftslagsbreytinga, eða rúmlega 3.000 tegundum af tæplega 15.000 tegundum sem til séu. Stofninum fækkað um 23 prósent Í skýrslunni kemur fram að menn hafi lengst af haft litlar sem engar áhyggjur af fiskum í fersku vatni, en að það hafi breyst snarlega á síðustu árum þar á með á meðal ástandinu á íslenska Atlantshafshafslaxinum, sem eins og landanum er kunnugt um, er lífæð íslenskra laxveiðiáa. Stofninum hafi fækkað um 23% og að hann hafi til að mynda horfið algerlega úr mörgum ám í Bretlandi. Þá fækkun megi fyrst og fremst rekja til loftslagsbreytinga, takmörkuðu laxins að uppeldisstöðvum síns vegna stíflna og ekki síst vegna aukins sjókvíaldeldis á borð við það sem Íslendingar þekkja í og við strendur landsins. Þrengi að Atlantshafslaxinum Þá kemur einnig fram að Kyrrahafslaxinn, sé orðinn frekur til fjörsins í Atlantshafi og þrengi að Atlantshafslaxinum. Í skýrslunni segir að tegundir ferskvatnsfiska séu um það bil jafnmargar og þær sem synda í sjónum. Það sé í raun stórmerkilegt miðað við að vistkerfi ferskvatns sé einungis um 1% af öllu vistkerfi vatns í heiminum. Þessar fiskitegundir séu því afskaplega mikilvægar vistkerfinu og milljónir manna eigi lífsafkomu sína undir veiðum á ferskvatnsfiski. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að Atlantshafslaxinn væri í stórfelldri útrýmingarhættu. Hið rétta er að hann er nálægt því að vera í útrýmingarhættu. Lax Fiskeldi Heilbrigðismál Loftslagsmál Sjókvíaeldi Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira
Á þessum nýja válista kemur fram að af 160.000 dýrategundum sem þekktar séu um í heiminum, eru 44.000 dýrategundir nálægt útrýmingarhættu. Breska blaðið The Guardian beinir sjónum sínum sérstaklega að ferskvatnsfiski á þessu nýja lista og segir að fimmtungi allra tegunda sem lifi í fersku vatni sé ógnað vegna loftslagsbreytinga, eða rúmlega 3.000 tegundum af tæplega 15.000 tegundum sem til séu. Stofninum fækkað um 23 prósent Í skýrslunni kemur fram að menn hafi lengst af haft litlar sem engar áhyggjur af fiskum í fersku vatni, en að það hafi breyst snarlega á síðustu árum þar á með á meðal ástandinu á íslenska Atlantshafshafslaxinum, sem eins og landanum er kunnugt um, er lífæð íslenskra laxveiðiáa. Stofninum hafi fækkað um 23% og að hann hafi til að mynda horfið algerlega úr mörgum ám í Bretlandi. Þá fækkun megi fyrst og fremst rekja til loftslagsbreytinga, takmörkuðu laxins að uppeldisstöðvum síns vegna stíflna og ekki síst vegna aukins sjókvíaldeldis á borð við það sem Íslendingar þekkja í og við strendur landsins. Þrengi að Atlantshafslaxinum Þá kemur einnig fram að Kyrrahafslaxinn, sé orðinn frekur til fjörsins í Atlantshafi og þrengi að Atlantshafslaxinum. Í skýrslunni segir að tegundir ferskvatnsfiska séu um það bil jafnmargar og þær sem synda í sjónum. Það sé í raun stórmerkilegt miðað við að vistkerfi ferskvatns sé einungis um 1% af öllu vistkerfi vatns í heiminum. Þessar fiskitegundir séu því afskaplega mikilvægar vistkerfinu og milljónir manna eigi lífsafkomu sína undir veiðum á ferskvatnsfiski. Fréttin hefur verið uppfærð en í fyrri útgáfu stóð að Atlantshafslaxinn væri í stórfelldri útrýmingarhættu. Hið rétta er að hann er nálægt því að vera í útrýmingarhættu.
Lax Fiskeldi Heilbrigðismál Loftslagsmál Sjókvíaeldi Mest lesið Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Erlent Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Innlent Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Innlent Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Innlent Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Fleiri fréttir Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Hefðbundin fullveldisdagskrá forseta eftir óvenjulegar aðstæður í fyrra Bræður dæmdir fyrir að ráðast á Börk tuttugu árum eftir árásina á A. Hansen Krafa um íslenskukunnáttu á spítalanum eigi að tryggja öryggi sjúklinga Óvíst hvort framboð anni eftirspurn Setja fyrirvara við vistun barna í brottfararstöð Hæstiréttur byrjaður á Instagram Upplifun gesta við Skógafoss verði margfalt betri Orkuskiptin gangi mun hægar en vonast var til Íslendingur gekk berserksgang í Horsens Betra að skipta út gömlum seríum og ofhlaða ekki fjöltengin Tvö og hálft ár í fangelsi fyrir hraðbankaþjófnað og Hamraborgarmálið Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Maðurinn sem fannst látinn var um fertugt Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kalla eftir hugmyndum fyrir 1100 ára afmæli Alþingis Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Skortir upplýsingar um móðurmál og íslenskukunnáttu leikskólastarfsfólks Tilnefndu mann ársins 2025 Sjá meira