„Sorgmædd yfir þessu“ Valur Páll Eiríksson skrifar 16. desember 2023 19:01 Heimir Snær Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar Breiðabliks. Vísir/Ívar Breiðablik tilkynnti í gær um niðurlögn kvennaliðs félagsins í körfubolta og hefur það því lokið keppni í Subway-deild kvenna. Formaður körfuknattleiksdeildar segir stöðuna sorglega en er þess fullviss að félagið rísi upp á ný. Fjórir leikmenn hafa yfirgefið herbúðir Blika á síðustu dögum. Anna Soffía Lárusdóttir samdi við Hauka í síðasta landsleikjahléi og þær Þórdís Jóna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Einarsdóttir og Brooklyn Panell fengu samningi sínum rift í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis hafa Haukar sett sig í samband við þær allar þrjár. Aðeins fimm leikmenn standa eftir í meistaraflokkshópi liðsins og tilraunir til að fá aðra leikmenn í staðinn hafa gengið brösuglega. Heimir Snær Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, segir ákvörðun stjórnar ekki langt í frá léttvæga. „Líðanin er ekki góð. Við erum búin að hugsa mikið um þetta og funda mikið. Þó að tilkynningin hafi komið eftir þennan síðasta leik þá vissum við af þessu með þessa þrjá leikmenn sem tilkynntu síðast að þær væru að segja upp samningi. Við erum búin að funda mikið og niðurstaðan er þessi. Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt og við erum satt að segja sorgmædd yfir þessu,“ segir Heimir og bætir við: „Þetta er niðurstaðan. Við erum bara með of fáa leikmenn. Við reyndum að fá leikmenn til Breiðabliks, stelpur sem voru hættar eða í fyrstu deild. En við fórum ekki að tala við unga leikmenn, við viljum bara að þær séu að þroskast á þeim stöðum sem þær eru. En það gekk ekki eftir.“ Leikmenn með í ákvörðuninni Samráð hafi þá verið haft við bæði leikmenn og þjálfara við ákvörðunina. „Þeir leikmenn sem voru eftir, voru með í þessari ákvörðun. Það var haft fullt samráð við þær sem voru eftir, rætt við þær og þjálfarann. Þannig að niðurstaðan var þessi en okkur þykir hún mjög leiðinleg en mögulega óumflýjanleg.“ Klippa: Erum sorgmædd yfir þessu Það hefur gerst oftar en einu sinni undanfarin ár að kvennalið leggi niður starfsemi eða neiti sæti í efstu deild. Vandamálið einskorðist ekki við Breiðablik. „Það eru mörg lið í vandræðum með að manna æfingahópa. Ég held að það sé vandamál sem hreyfingin þarf að skoða en við í Breiðablik getum bara hugsað um okkur og hvað við ætlum að gera.“ segir Heimir. Vonast til að meistaraflokkur spili aftur eftir tvö ár En hvert er framhald meistaraflokksstarfs Blika? „Án allrar ábyrgðar held ég að það verði ekki á næsta ári en mér finnst það líklegt á þarnæsta ári. Við þurfum svolítið að meta það, að þegar við förum af stað aftur, að stelpurnar okkar séu tilbúnar í það verkefni. Þetta er ekki óskastaða sem við erum í. Niðurstaðan er þessi, sorgleg og leiðinleg, en við munum koma upp aftur.“ segir Heimir að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Subway-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira
Fjórir leikmenn hafa yfirgefið herbúðir Blika á síðustu dögum. Anna Soffía Lárusdóttir samdi við Hauka í síðasta landsleikjahléi og þær Þórdís Jóna Kristjánsdóttir, Ragnheiður Einarsdóttir og Brooklyn Panell fengu samningi sínum rift í vikunni. Samkvæmt heimildum Vísis hafa Haukar sett sig í samband við þær allar þrjár. Aðeins fimm leikmenn standa eftir í meistaraflokkshópi liðsins og tilraunir til að fá aðra leikmenn í staðinn hafa gengið brösuglega. Heimir Snær Jónsson, formaður körfuknattleiksdeildar félagsins, segir ákvörðun stjórnar ekki langt í frá léttvæga. „Líðanin er ekki góð. Við erum búin að hugsa mikið um þetta og funda mikið. Þó að tilkynningin hafi komið eftir þennan síðasta leik þá vissum við af þessu með þessa þrjá leikmenn sem tilkynntu síðast að þær væru að segja upp samningi. Við erum búin að funda mikið og niðurstaðan er þessi. Okkur þykir þetta mjög leiðinlegt og við erum satt að segja sorgmædd yfir þessu,“ segir Heimir og bætir við: „Þetta er niðurstaðan. Við erum bara með of fáa leikmenn. Við reyndum að fá leikmenn til Breiðabliks, stelpur sem voru hættar eða í fyrstu deild. En við fórum ekki að tala við unga leikmenn, við viljum bara að þær séu að þroskast á þeim stöðum sem þær eru. En það gekk ekki eftir.“ Leikmenn með í ákvörðuninni Samráð hafi þá verið haft við bæði leikmenn og þjálfara við ákvörðunina. „Þeir leikmenn sem voru eftir, voru með í þessari ákvörðun. Það var haft fullt samráð við þær sem voru eftir, rætt við þær og þjálfarann. Þannig að niðurstaðan var þessi en okkur þykir hún mjög leiðinleg en mögulega óumflýjanleg.“ Klippa: Erum sorgmædd yfir þessu Það hefur gerst oftar en einu sinni undanfarin ár að kvennalið leggi niður starfsemi eða neiti sæti í efstu deild. Vandamálið einskorðist ekki við Breiðablik. „Það eru mörg lið í vandræðum með að manna æfingahópa. Ég held að það sé vandamál sem hreyfingin þarf að skoða en við í Breiðablik getum bara hugsað um okkur og hvað við ætlum að gera.“ segir Heimir. Vonast til að meistaraflokkur spili aftur eftir tvö ár En hvert er framhald meistaraflokksstarfs Blika? „Án allrar ábyrgðar held ég að það verði ekki á næsta ári en mér finnst það líklegt á þarnæsta ári. Við þurfum svolítið að meta það, að þegar við förum af stað aftur, að stelpurnar okkar séu tilbúnar í það verkefni. Þetta er ekki óskastaða sem við erum í. Niðurstaðan er þessi, sorgleg og leiðinleg, en við munum koma upp aftur.“ segir Heimir að endingu. Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan.
Subway-deild kvenna Breiðablik Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Fótbolti Fleiri fréttir Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ Sjá meira