Mánuður án flugs gæti kostað 40 milljarða Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 16. desember 2023 17:36 Þriðja vinnustöðvun flugumferðarstjóra í mánuðinum fer fram á mánudag að öllu óbreyttu. Vísir/Vilhelm Ætla má að algjör stöðvun flugsamgangna í einn dag vegna verkfalls flugumferðarstjóra myndi kosta hagkerfið 1,5 milljarð króna samkvæmt útreikningum Samtaka atvinnulífsins. Þá myndi slík stöðvun í mánuð kosta það fjörutíu milljarða. Samtök atvinnulífsins segja stöðuna átakanlega. Fundi í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins var í gær frestað og óvíst er hvenær næsti fundur verður boðaður. Að óbreyttu mun vinnustöðvun flugumferðarstjóra fara fram á mánudagsmorgun og verður sú þriðja í þessum mánuði. Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman hugsanlegt tjón verði gripið til umfangsmeiri verkfallsaðgerða. Í tilkynningu á vef samtakanna segir að verulegt tjón hljótist af aðgerðunum, sem leggist fyrst og fremst á ferðaþjónustuna en að auki á útflutning sjávarafurða „og önnur afleidd áhrif víða um hagkerfið,“ segir í grein SA. Þá segir að beinn kostnaður hagkerfisins af völdum algerrar stöðvunar flugsamganga í einn dag gæti numið 1,5 milljörðum króna. Þar af megi ætla að beint tjón ferðaþjónustu nemi milljarði króna hið minnsta. Stöðvist flugsamgöngur fyrirvaralítið sé ólíklegt að aðfanga- og launakostnaður lækki samhliða tekjufalli. Í slíkum tilfellum yrði tjón greinarinnar líklega enn meira. Í þessum mánuði hafa tvær vinnustöðvanir flugumferðarstjóra farið fram, á þriðjudag og fimmtudag síðastliðinn, í sex klukkustundir í senn. Að öllu óbreyttu fer fram önnur vinnustöðvun á mánudag, frá klukkan fjögur aðfaranótt mánudags til klukkan tíu á mánudagsmorgun. Nýr fundur hefur enn ekki verið boðaður en búist er við því að boðað verði til fundar um helgina. Útflutningur fersks fisks með flugi nemur um hundrað milljónum króna á dag, samkvæmt gein SA. Þar er þó ekki tekið tillit til óbeinna áhrifa á aðrar atvinnugreinar en þau áhrif séu illmælanlegri. Tjón fyrir marga Í útreikningum SA kemur fram að fjárhagslegt tjón ferðaþjónustunnar sé verulegt. Ætla megi að hagkerfið gæti orðið af um 1,2 milljörðum króna í tekjur vegna minni neyslu ferðamanna fyrir hvern dag sem ekki er flogið til landsins, ef miðað er við heildarneysla ferðamanns séu um 230 þúsund krónur og að flugfarið nemi fimmtungi þess kostnaðar. Loks kemur fram að ef flug lægi niðri í einn mánuð myndi landsframleiðsla dragast saman um um það bil eitt prósent, eða ríflega fjörutíu milljarða króna. Það samsvarar 1,3 milljarði á dag. Þannig yrði áhrifanna ekki aðeins vart hjá fyrirtækjum, heldur einnig ríkissjóði. Nýleg skýrsla um skattspor ferðaþjónustu áætli að skattspor greinarinnar verði ríflega 90 milljarðar króna á þessu ári, eða sem samsvarar ríflega 250 milljónum króna á dag. Það sé því ljóst að ríkissjóður muni ekki fara varhluta af þessum aðgerðum. „Ferðaþjónustan hefur þurft að glíma við alvarlegar áskoranir á umliðnum mánuðum og árum vegna heimsfaraldurs og náttúruhamfara. Í því ljósi er sú staða sem nú er upp komin sérlega átakanleg,“ segir í greininni. Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Icelandair Play Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Fundi í kjaradeilu flugumferðarstjóra og Samtaka atvinnulífsins var í gær frestað og óvíst er hvenær næsti fundur verður boðaður. Að óbreyttu mun vinnustöðvun flugumferðarstjóra fara fram á mánudagsmorgun og verður sú þriðja í þessum mánuði. Samtök atvinnulífsins hafa tekið saman hugsanlegt tjón verði gripið til umfangsmeiri verkfallsaðgerða. Í tilkynningu á vef samtakanna segir að verulegt tjón hljótist af aðgerðunum, sem leggist fyrst og fremst á ferðaþjónustuna en að auki á útflutning sjávarafurða „og önnur afleidd áhrif víða um hagkerfið,“ segir í grein SA. Þá segir að beinn kostnaður hagkerfisins af völdum algerrar stöðvunar flugsamganga í einn dag gæti numið 1,5 milljörðum króna. Þar af megi ætla að beint tjón ferðaþjónustu nemi milljarði króna hið minnsta. Stöðvist flugsamgöngur fyrirvaralítið sé ólíklegt að aðfanga- og launakostnaður lækki samhliða tekjufalli. Í slíkum tilfellum yrði tjón greinarinnar líklega enn meira. Í þessum mánuði hafa tvær vinnustöðvanir flugumferðarstjóra farið fram, á þriðjudag og fimmtudag síðastliðinn, í sex klukkustundir í senn. Að öllu óbreyttu fer fram önnur vinnustöðvun á mánudag, frá klukkan fjögur aðfaranótt mánudags til klukkan tíu á mánudagsmorgun. Nýr fundur hefur enn ekki verið boðaður en búist er við því að boðað verði til fundar um helgina. Útflutningur fersks fisks með flugi nemur um hundrað milljónum króna á dag, samkvæmt gein SA. Þar er þó ekki tekið tillit til óbeinna áhrifa á aðrar atvinnugreinar en þau áhrif séu illmælanlegri. Tjón fyrir marga Í útreikningum SA kemur fram að fjárhagslegt tjón ferðaþjónustunnar sé verulegt. Ætla megi að hagkerfið gæti orðið af um 1,2 milljörðum króna í tekjur vegna minni neyslu ferðamanna fyrir hvern dag sem ekki er flogið til landsins, ef miðað er við heildarneysla ferðamanns séu um 230 þúsund krónur og að flugfarið nemi fimmtungi þess kostnaðar. Loks kemur fram að ef flug lægi niðri í einn mánuð myndi landsframleiðsla dragast saman um um það bil eitt prósent, eða ríflega fjörutíu milljarða króna. Það samsvarar 1,3 milljarði á dag. Þannig yrði áhrifanna ekki aðeins vart hjá fyrirtækjum, heldur einnig ríkissjóði. Nýleg skýrsla um skattspor ferðaþjónustu áætli að skattspor greinarinnar verði ríflega 90 milljarðar króna á þessu ári, eða sem samsvarar ríflega 250 milljónum króna á dag. Það sé því ljóst að ríkissjóður muni ekki fara varhluta af þessum aðgerðum. „Ferðaþjónustan hefur þurft að glíma við alvarlegar áskoranir á umliðnum mánuðum og árum vegna heimsfaraldurs og náttúruhamfara. Í því ljósi er sú staða sem nú er upp komin sérlega átakanleg,“ segir í greininni.
Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Fréttir af flugi Ferðaþjónusta Icelandair Play Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Foráttuveður í kortunum Innlent Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Innlent Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Innlent Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Innlent Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Innlent Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Fleiri fréttir Lögmaðurinn neitar sök og kærir til Landsréttar Ríki misskilningur um hegðun heimilislausra Vaxtakostnaður ríkisins um 125 milljarðar: „Skuld í dag er skattur á morgun“ Saka borgarstjóra um að funda fjarri til að forðast íbúa Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Áforma vinnuvélar í Hvalárvirkjun í vor Ólögráða ákærður fyrir samræði við fjórtán ára stúlku Tekur ekki undir fullyrðingar um að ástand sé í heilbrigðiskerfinu Stórfelld fjölgun fíkniefnamála tengd Norrænu Foráttuveður í kortunum Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Sprenging í fíkniefnainnflutningi í gegnum Norrænu Stofna félag til að ráðast í rannsóknir í þágu Vestmannaeyjaganga Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Þrjú göt fundust í sjókví í Reyðarfirði Ekið á barn á Ísafirði Reisa minnismerki um síðutogaraútgerð á Akureyri Treystir á að Norðurál borgi Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Afhjúpi hættuleg viðhorf til íslenskra fjölmiðla Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Sjá meira
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent
Ljósagangan í minningu Ólafar Töru: „Í dag eru þrjú hundruð dagar síðan ég tók utan um systur mína“ Innlent