Flokkur forsetans með stórsigur í þingkosningum Atli Ísleifsson skrifar 18. desember 2023 08:00 Aleksandar Vucic Serbíuforseti fagnaði í gærkvöldi. AP Flokkur Aleksandar Vucic Serbíuforseta virðist hafa unnið stórsigur í þingkosningum sem fram fóru í landinu í gær. Forsetinn segir stefna í að flokkurinn nái að tryggja sér hreinan meirihluta. Þegar búið er að telja um áttatíu prósent atkvæða hefur flokkur Vucic, hægri popúlistaflokkurinn Framfaraflokkurinn (SNS), tryggt sér nærri 47 prósent akvæða. Bandalag stjórnarandstöðuflokka, sem saman gengur undir nafninu Serbía gegn ofbeldi, hefur samkvæmt einungis tryggt sér rúmlega 23 prósent atkvæða. Þó að nafn Vucic hafi ekki verið á kjörseðlinum var almennt litið á kosningar gærdagsins sem þjóðaratkvæðagreiðslu um Vucic og störf hans. „Mitt starf er að gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja hreinan meirihluta,“ sagði Vucic í gærkvöldi þar sem hann ávarpaði þjóð sína með forsætisráðherrann Ana Brnabic og umdeildan leiðtoga Bosníuserba, Milorad Dodik, sér við hlið. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að tölur frá 8.273 kjörstöðum landsins bendi til stórsigurs Framfaraflokksins en að mun mjórra hafi verið á munum milli Framfaraflokksins og stjórnarandstöðu meðal kjósenda í höfuðborginni Belgrad. Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í landinu samhliða þingkosningunum. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og segja misræmi hafa verið í talningu atkvæða. Bandalag stjórnarandstöðuflokka, Serbía gegn ofbeldi, var myndað í kjölfar tveggja fjöldamorða í landinu í maí síðastliðnum sem leiddi til fjölmennra mótmæla, en nítján manns lífið létu lífið í árásunum og þar af tíu manns í skóla í Belgrad. Framfaraflokkurinn hefur stýrt Serbíu frá árinu 2012, en boðað hefur verið til þingkosninga í landinu í þrígang á síðustu þremur árum. Vucic tók við embætti forsætisráðherra Serbíu árið 2014 en tók við forsetaembættinu árið 2017 og hefur gegnt því síðan. Serbía Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira
Þegar búið er að telja um áttatíu prósent atkvæða hefur flokkur Vucic, hægri popúlistaflokkurinn Framfaraflokkurinn (SNS), tryggt sér nærri 47 prósent akvæða. Bandalag stjórnarandstöðuflokka, sem saman gengur undir nafninu Serbía gegn ofbeldi, hefur samkvæmt einungis tryggt sér rúmlega 23 prósent atkvæða. Þó að nafn Vucic hafi ekki verið á kjörseðlinum var almennt litið á kosningar gærdagsins sem þjóðaratkvæðagreiðslu um Vucic og störf hans. „Mitt starf er að gera allt sem í mínu valdi stendur til að tryggja hreinan meirihluta,“ sagði Vucic í gærkvöldi þar sem hann ávarpaði þjóð sína með forsætisráðherrann Ana Brnabic og umdeildan leiðtoga Bosníuserba, Milorad Dodik, sér við hlið. Erlendir fjölmiðlar greina frá því að tölur frá 8.273 kjörstöðum landsins bendi til stórsigurs Framfaraflokksins en að mun mjórra hafi verið á munum milli Framfaraflokksins og stjórnarandstöðu meðal kjósenda í höfuðborginni Belgrad. Sveitarstjórnarkosningar fóru fram í landinu samhliða þingkosningunum. Fulltrúar stjórnarandstöðunnar hafa gagnrýnt framkvæmd kosninganna og segja misræmi hafa verið í talningu atkvæða. Bandalag stjórnarandstöðuflokka, Serbía gegn ofbeldi, var myndað í kjölfar tveggja fjöldamorða í landinu í maí síðastliðnum sem leiddi til fjölmennra mótmæla, en nítján manns lífið létu lífið í árásunum og þar af tíu manns í skóla í Belgrad. Framfaraflokkurinn hefur stýrt Serbíu frá árinu 2012, en boðað hefur verið til þingkosninga í landinu í þrígang á síðustu þremur árum. Vucic tók við embætti forsætisráðherra Serbíu árið 2014 en tók við forsetaembættinu árið 2017 og hefur gegnt því síðan.
Serbía Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Innlent Fleiri fréttir Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Sjá meira