Ímyndarherferð Samtaka atvinnulífsins Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar 18. desember 2023 13:31 Samtök atvinnulífsins (SA) fara nú mikinn í fjölmiðlum vegna kjaradeilu sinnar og Isavia við Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF). Þar hafa þau hafa útmálað flugumferðarstjóra sem heimtufreka hálaunastétt sem hafi ekkert tilefni til verkfalls og eigi því líkt og önnur óþekk börn að fá kartöflu í skóinn. Það ætti ekki að þurfa að hafa mörg orð um hversu mikið virðingarleysi felst í slíkum orðum gagnvart launafólki sem sinnir mikilvægum störfum. Sérstaklega þar sem SA hefur engar tilraunir gert til að reyna að leysa deiluna. SA segjast ekki ætla að mæta á samningafund með FÍF nema þau fresti boðuðum verkfallsaðgerðum. Deiluaðilum er þó skylt samkvæmt lögum að mæta til þeirra funda sem boðað er til af ríkissáttasemjara og er engin undantekning þar á. Raunar mætti sækja fulltrúa samninganefndar SA með lögregluvaldi ef þeir neita að mæta á boðaðan fund ríkissáttasemjara. Fulltrúar úr stjórn SA sem starfa við ferðaþjónustu krefjast þess að Alþingi setji lög á kjaradeiluna til að binda enda á verkföllin. Verkfallsrétturinn eru grundvallarmannréttindi launafólks og hingað til hefur lítill hluti flugumferðastjóra lagt niður störf í samtals 18 klukkustundir á einni viku og verða í verkfalli í sex til viðbótar á miðvikudag. Áhrif verkfallsins voru breytingar á flugtímum og því engir í almannahagsmunir í húfi sem réttlæta lagasetningu eftir pöntun atvinnurekenda. SA líkir ríkissáttasemjara við umsjónarmann kaffistofu vegna meints valdaleysis embættisins. Ríkissáttasemjari ber ekki ábyrgð á að deiluaðilar nái saman – það gera þeir sjálfir. Hins vegar hefur ríkissáttasemjari þó nokkur völd samkvæmt lögum og verkfæri til að stuðla að því að kjaradeila leysist. Að lýsa embættinu sem kaffistofu endurspeglar skort á virðingu við verkefnið. Samlíkingin með kaffistofuna er líklega gerð til að renna stoðum undir ósk SA sem felur í sér auknar valdheimildir ríkissáttasemjara til að fresta verkföllum. Öll samtök launafólks hafa mótmælt slíkum breytingum harðlega enda myndi það ýta undir valdaójafnvægi milli launafólks og atvinnurekenda. Samtök atvinnulífsins hafa þannig nánast eytt fleiri klukkustundum á síðustu vikum í greinaskrif og upphrópanir í fjölmiðlum en við samningsborðið. Þess í stað er allt kapp lagt á að benda á aðra. Staðan er sú að kjarasamningur FÍF og SA hefur verið laus í þrjá mánuði en FÍF hefur upplifað lítinn sem engan samningsvilja af hálfu SA. Eftir þriggja mánaða viðræður sem engu hafa skilað stendur ekkert eftir nema að boða verkfall til að knýja fram alvöru samtal til að ljúka kjarasamningi. Það er engin óskastaða heldur ill nauðsyn. Fái SA því framgengt að lög séu sett á verkföll og/eða valdheimildum ríkissáttasemjara verði breytt samkvæmt þeirra óskum þvert á vilja launafólks ýtir það undir möguleika þeirra til að draga lappirnar við kjarasamningsgerð og veikir samningsstöðu launafólks. Þótt nú standi SA fyrir ímyndarherferð um að við séum öll í sama liði og þurfum að vera samtaka, þar sem mennska samtakanna er undirtónninn, verður ekki séð að framkoma þeirra við kjarasamningsgerð eða í fjölmiðlum undanfarið einkennist af þessum meginstefum. Það dylst fáum að SA er í grímulausri hagsmunabaráttu fyrir (stór)fyrirtæki en ekki fólk. Áróðursstríð SA er að sjálfsögðu háð í þeim tilgangi að komast eins léttilega hjá kjarasamningsgerð við FÍF og annað launafólk og hægt er. Nái SA markmiðum sínum mun það hafa skaðleg áhrif á gerð annarra kjarasamninga sem eru í undirbúningi við meirihluta launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er framtíðin sem SA vill skapa en spurningin sem eftir stendur er hvort samtök launafólks, stjórnmálafólk eða almenningur deili þeirri framtíðarsýn. Höfundur er formaður BSRB sem styður heilshugar kjarabaráttu flugumferðarstjóra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sonja Ýr Þorbergsdóttir Kjaraviðræður 2023-25 Kjaramál Atvinnurekendur Verkföll flugumferðarstjóra Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun Örsögur um Ísland á þjóðvegi 95 Sif Sigmarsdóttir Bakþankar Berir rassar í Tsjernóbíl Sif Sigmarsdóttir Skoðun Um vanda stúlkna í skólum Ragnar Þór Pétursson Skoðun Fyrir börnin í borginni Hildur Björnsdóttir Skoðun Ofbeldi eyðileggur góða skemmtun Guðfinnur Sigurvinsson Skoðun Hvernig er að eldast sem slökkviliðs- og sjúkraflutningamaður? Magnús Smári Smárason Skoðun Bréf til Kára Aríel Pétursson Skoðun „Betri vinnutími“ Bjarni Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
Samtök atvinnulífsins (SA) fara nú mikinn í fjölmiðlum vegna kjaradeilu sinnar og Isavia við Félag íslenskra flugumferðarstjóra (FÍF). Þar hafa þau hafa útmálað flugumferðarstjóra sem heimtufreka hálaunastétt sem hafi ekkert tilefni til verkfalls og eigi því líkt og önnur óþekk börn að fá kartöflu í skóinn. Það ætti ekki að þurfa að hafa mörg orð um hversu mikið virðingarleysi felst í slíkum orðum gagnvart launafólki sem sinnir mikilvægum störfum. Sérstaklega þar sem SA hefur engar tilraunir gert til að reyna að leysa deiluna. SA segjast ekki ætla að mæta á samningafund með FÍF nema þau fresti boðuðum verkfallsaðgerðum. Deiluaðilum er þó skylt samkvæmt lögum að mæta til þeirra funda sem boðað er til af ríkissáttasemjara og er engin undantekning þar á. Raunar mætti sækja fulltrúa samninganefndar SA með lögregluvaldi ef þeir neita að mæta á boðaðan fund ríkissáttasemjara. Fulltrúar úr stjórn SA sem starfa við ferðaþjónustu krefjast þess að Alþingi setji lög á kjaradeiluna til að binda enda á verkföllin. Verkfallsrétturinn eru grundvallarmannréttindi launafólks og hingað til hefur lítill hluti flugumferðastjóra lagt niður störf í samtals 18 klukkustundir á einni viku og verða í verkfalli í sex til viðbótar á miðvikudag. Áhrif verkfallsins voru breytingar á flugtímum og því engir í almannahagsmunir í húfi sem réttlæta lagasetningu eftir pöntun atvinnurekenda. SA líkir ríkissáttasemjara við umsjónarmann kaffistofu vegna meints valdaleysis embættisins. Ríkissáttasemjari ber ekki ábyrgð á að deiluaðilar nái saman – það gera þeir sjálfir. Hins vegar hefur ríkissáttasemjari þó nokkur völd samkvæmt lögum og verkfæri til að stuðla að því að kjaradeila leysist. Að lýsa embættinu sem kaffistofu endurspeglar skort á virðingu við verkefnið. Samlíkingin með kaffistofuna er líklega gerð til að renna stoðum undir ósk SA sem felur í sér auknar valdheimildir ríkissáttasemjara til að fresta verkföllum. Öll samtök launafólks hafa mótmælt slíkum breytingum harðlega enda myndi það ýta undir valdaójafnvægi milli launafólks og atvinnurekenda. Samtök atvinnulífsins hafa þannig nánast eytt fleiri klukkustundum á síðustu vikum í greinaskrif og upphrópanir í fjölmiðlum en við samningsborðið. Þess í stað er allt kapp lagt á að benda á aðra. Staðan er sú að kjarasamningur FÍF og SA hefur verið laus í þrjá mánuði en FÍF hefur upplifað lítinn sem engan samningsvilja af hálfu SA. Eftir þriggja mánaða viðræður sem engu hafa skilað stendur ekkert eftir nema að boða verkfall til að knýja fram alvöru samtal til að ljúka kjarasamningi. Það er engin óskastaða heldur ill nauðsyn. Fái SA því framgengt að lög séu sett á verkföll og/eða valdheimildum ríkissáttasemjara verði breytt samkvæmt þeirra óskum þvert á vilja launafólks ýtir það undir möguleika þeirra til að draga lappirnar við kjarasamningsgerð og veikir samningsstöðu launafólks. Þótt nú standi SA fyrir ímyndarherferð um að við séum öll í sama liði og þurfum að vera samtaka, þar sem mennska samtakanna er undirtónninn, verður ekki séð að framkoma þeirra við kjarasamningsgerð eða í fjölmiðlum undanfarið einkennist af þessum meginstefum. Það dylst fáum að SA er í grímulausri hagsmunabaráttu fyrir (stór)fyrirtæki en ekki fólk. Áróðursstríð SA er að sjálfsögðu háð í þeim tilgangi að komast eins léttilega hjá kjarasamningsgerð við FÍF og annað launafólk og hægt er. Nái SA markmiðum sínum mun það hafa skaðleg áhrif á gerð annarra kjarasamninga sem eru í undirbúningi við meirihluta launafólks á íslenskum vinnumarkaði. Þetta er framtíðin sem SA vill skapa en spurningin sem eftir stendur er hvort samtök launafólks, stjórnmálafólk eða almenningur deili þeirri framtíðarsýn. Höfundur er formaður BSRB sem styður heilshugar kjarabaráttu flugumferðarstjóra
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Hugleiðingar um miskabætur í dómsmálum Réttargæslumenn neyðarmóttöku fyrir þolendur kynferðisofbeldis Skoðun