Tiger Woods telur sig enn geta unnið PGA mót Ágúst Orri Arnarson skrifar 18. desember 2023 21:30 Tiger Woods gæti lyft 84. PGA mótstitlinum sínum á næsta ári. Richard Heathcote/Getty Images Tiger Woods hefur hægt og rólega snúið aftur á golfvöllinn eftir að hann slasaðist í bílslysi fyrir nær þremur árum. Hann stefnir á að taka þátt í PGA móti í hverjum mánuði árið 2024. Tiger tók þátt í PNC mótinu í Orlandu um helgina ásamt syni sínum Charlie, sem vakti mikla lukku meðal áhorfenda fyrir góða spilamennsku og hrífandi leik. Þeir feðgar áttu frábæran endasprett og fóru lokahringinn á 61 höggi en enduðu í 5. sæti mótsins, Bernhard og Jason Langer hömpuðu sigri á mótinu. Golfkerrur voru leyfðar um helgina, sem auðveldaði leikinn mjög fyrir Tiger, hann talaði við blaðamenn eftir mótið og sagði þar að líkaminn væri ryðgaður en á batavegi og ef hann kæmist í form gæti hann vel unnið PGA mót á næsta ári. „Ég veit að ég get unnið, þetta snýst bara um að æfa og undirbúa mig, leggja inn vinnuna til að koma mér á þann stað líkamlega að ég haldi mótið út. Ég kann ennþá að slá boltann, það er ekki málið. Ég get ennþá slegið og púttað en þarf að gera það á 72 holum, sem er erfitt.“ Tiger hefur takmarkað tíma sinn á golfvellinum mjög eftir bílslysið sem hann lenti í í febrúar 2021. Hann hefur aðeins tekið þátt í fjórum stórtitlakeppnum og einu PGA móti síðan. Takist honum markmið sitt að vinna PGA mót árið 2024 yrði það fyrsti sigur hans í PGA síðan á Zozo mótinu í Japan árið 2019. Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger tók þátt í PNC mótinu í Orlandu um helgina ásamt syni sínum Charlie, sem vakti mikla lukku meðal áhorfenda fyrir góða spilamennsku og hrífandi leik. Þeir feðgar áttu frábæran endasprett og fóru lokahringinn á 61 höggi en enduðu í 5. sæti mótsins, Bernhard og Jason Langer hömpuðu sigri á mótinu. Golfkerrur voru leyfðar um helgina, sem auðveldaði leikinn mjög fyrir Tiger, hann talaði við blaðamenn eftir mótið og sagði þar að líkaminn væri ryðgaður en á batavegi og ef hann kæmist í form gæti hann vel unnið PGA mót á næsta ári. „Ég veit að ég get unnið, þetta snýst bara um að æfa og undirbúa mig, leggja inn vinnuna til að koma mér á þann stað líkamlega að ég haldi mótið út. Ég kann ennþá að slá boltann, það er ekki málið. Ég get ennþá slegið og púttað en þarf að gera það á 72 holum, sem er erfitt.“ Tiger hefur takmarkað tíma sinn á golfvellinum mjög eftir bílslysið sem hann lenti í í febrúar 2021. Hann hefur aðeins tekið þátt í fjórum stórtitlakeppnum og einu PGA móti síðan. Takist honum markmið sitt að vinna PGA mót árið 2024 yrði það fyrsti sigur hans í PGA síðan á Zozo mótinu í Japan árið 2019.
Golf PGA-meistaramótið Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira