Skjálftahrina hafin á ný Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 18. desember 2023 21:58 Frá vinnu við varnargarða við Svartsengi. Vísir/Arnar Nokkuð þétt smáskjálftahrina hófst norðaustur af Grindavík upp úr 21:00 í kvöld. Nokkrar vikur eru síðan sambærileg hrina mældist. Náttúruvásérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir of snemmt að segja til um hvort hrinan líkist þeirri sem reið yfir þann 10. nóvember þegar Grindavíkurbær var rýmdur. Eldfjalla-og náttúruváhópur Suðurlands tilkynnti fyrst um skjálftahrinuna. Í tilkynningunni segir að tugir skjálfta hafi mælst síðan klukkan 21:00 í kvöld. Sá stærsti var 2,4 af stærð. Eins og fram hefur komið hefur skjálftavirkni verið lítil á svæðinu undanfarna daga eftir þá hrikalegu virkni sem var á svæðinu í nóvember. Virknin nú virðist vera bundin við kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember, sama dag og Grindavíkurbær var rýmdur. Flestir skjálftarnir eru með upptök austur og norðaustur af Sýlingarfelli, að því er segir í tilkynningunni. Eins og áður segir eru nokkrar vikur síðan álíka hrina sást síðast á svæðinu. Vel er fylgst með þróun mála af sérfræðingum. Skjálftar sem mælast vel í Grindavík Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að verið sé að meta atburðarásina. Enn sé of snemmt að segja til um hvað sé um að vera, meðal annars hvort um sé að ræða svipaða atburðarrás og varð þann 10. nóvember, föstudaginn sem Grindavíkurbær var rýmdur. „Við verðum aðeins að sjá hvað þetta þýðir. Við erum að reyna að átta okkur á stöðunni eins og er. Það er allavega búið að bæta verulega í virkni. Þetta eru skjálftar sem finnast vel í Grindavík.“ Er þetta óvænt atburðarás? „Við erum með hættumatskort sem er stöðugt endurmetið. Það hefur verið að mælast áfram landris, þannig að orsök þessarar skjálftavirkni eru þessar landbreytingar á Reykjanesskaga. Nú verðum við að fylgjast með hvað gerist.“ Svipar atburðarásin til atburðarásarinnar þann 10. nóvember? „Það er of snemmt að segja til um það á þessu stigi málsins.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
Eldfjalla-og náttúruváhópur Suðurlands tilkynnti fyrst um skjálftahrinuna. Í tilkynningunni segir að tugir skjálfta hafi mælst síðan klukkan 21:00 í kvöld. Sá stærsti var 2,4 af stærð. Eins og fram hefur komið hefur skjálftavirkni verið lítil á svæðinu undanfarna daga eftir þá hrikalegu virkni sem var á svæðinu í nóvember. Virknin nú virðist vera bundin við kvikuganginn sem myndaðist 10. nóvember, sama dag og Grindavíkurbær var rýmdur. Flestir skjálftarnir eru með upptök austur og norðaustur af Sýlingarfelli, að því er segir í tilkynningunni. Eins og áður segir eru nokkrar vikur síðan álíka hrina sást síðast á svæðinu. Vel er fylgst með þróun mála af sérfræðingum. Skjálftar sem mælast vel í Grindavík Einar Hjörleifsson, náttúruvásérfræðingur Veðurstofu Íslands, segir í samtali við Vísi að verið sé að meta atburðarásina. Enn sé of snemmt að segja til um hvað sé um að vera, meðal annars hvort um sé að ræða svipaða atburðarrás og varð þann 10. nóvember, föstudaginn sem Grindavíkurbær var rýmdur. „Við verðum aðeins að sjá hvað þetta þýðir. Við erum að reyna að átta okkur á stöðunni eins og er. Það er allavega búið að bæta verulega í virkni. Þetta eru skjálftar sem finnast vel í Grindavík.“ Er þetta óvænt atburðarás? „Við erum með hættumatskort sem er stöðugt endurmetið. Það hefur verið að mælast áfram landris, þannig að orsök þessarar skjálftavirkni eru þessar landbreytingar á Reykjanesskaga. Nú verðum við að fylgjast með hvað gerist.“ Svipar atburðarásin til atburðarásarinnar þann 10. nóvember? „Það er of snemmt að segja til um það á þessu stigi málsins.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira