Háalvarlegt en léttir á sama tíma Bjarki Sigurðsson skrifar 19. desember 2023 08:27 Fannar Jónasson er bæjarstjóri Grindavíkur. Vísir/Arnar Fannar Jónasson, bæjarstjóri Grindavíkur, segir það ákveðinn létti hvar gossprungan á Reykjanesskaga liggur, þrátt fyrir að það sé alvarlegt hve nálægt bænum hún er. Til skoðunar er að reisa leiðigarða á svæðinu svo hraun renni ekki til byggðar. „Miðað við stöðuna, þá eru þetta ánægjuleg tíðindi en auðvitað er eldgos svo nærri byggð háalvarlegt. Við verðum að sjá hvernig framvindan verður, en eins og er þá er ekki kvika eða hraun að ógna byggð,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Grindvíkingar ýmsu vanir Bærinn var mannlaus þegar byrjaði að gjósa og telur Fannar að Grindvíkingar hafi tekið fréttum gærdagsins með stóískri ró. Bæjarbúar séu orðnir ýmsu vanir. „Það má alveg segja að þetta sé léttir miðað við það ástand sem ríkti á tímabili um að mögulega væri hætta á því að það kæmi upp kvika hreinlega undir bænum. Kvikugangur lá undir Grindavík og til sjávar. Miðað við það að það skuli blossa þarna, þá léttir þá á þessum þrýstingi sem hefur verið undir niðri, þá er þetta léttir,“ segir Fannar. Klippa: Drónamyndbönd sýna eldgosið í allri sinni dýrð Skoða að reisa leiðigarða Viðbragðsaðilar funduðu í alla nótt og halda því áfram í dag. Meðal þess sem rætt er er að reisa fleiri varnargarða eða leiðigarða. Í Svartsengi eru stórvirk tæki sem notuð voru til að reisa varnargarðana þar og því mögulega hægt að grípa til þeirra. „Það er nú verið að fylgjast með framvindunni þarna og velta því meðal annars fyrir sér hvort að sé ástæða til að horfa til einhverskonar varnargarða eða leiðigarða fyrir sunnan gossprunguna. Hraunið núna, það leitar í austur frá sprungunni og þá kannski frekar til norðurs og syðsti endinn næst Grindavík, hann er ekki kraftmikill,“ segir Fannar. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira
„Miðað við stöðuna, þá eru þetta ánægjuleg tíðindi en auðvitað er eldgos svo nærri byggð háalvarlegt. Við verðum að sjá hvernig framvindan verður, en eins og er þá er ekki kvika eða hraun að ógna byggð,“ segir Fannar í samtali við fréttastofu. Grindvíkingar ýmsu vanir Bærinn var mannlaus þegar byrjaði að gjósa og telur Fannar að Grindvíkingar hafi tekið fréttum gærdagsins með stóískri ró. Bæjarbúar séu orðnir ýmsu vanir. „Það má alveg segja að þetta sé léttir miðað við það ástand sem ríkti á tímabili um að mögulega væri hætta á því að það kæmi upp kvika hreinlega undir bænum. Kvikugangur lá undir Grindavík og til sjávar. Miðað við það að það skuli blossa þarna, þá léttir þá á þessum þrýstingi sem hefur verið undir niðri, þá er þetta léttir,“ segir Fannar. Klippa: Drónamyndbönd sýna eldgosið í allri sinni dýrð Skoða að reisa leiðigarða Viðbragðsaðilar funduðu í alla nótt og halda því áfram í dag. Meðal þess sem rætt er er að reisa fleiri varnargarða eða leiðigarða. Í Svartsengi eru stórvirk tæki sem notuð voru til að reisa varnargarðana þar og því mögulega hægt að grípa til þeirra. „Það er nú verið að fylgjast með framvindunni þarna og velta því meðal annars fyrir sér hvort að sé ástæða til að horfa til einhverskonar varnargarða eða leiðigarða fyrir sunnan gossprunguna. Hraunið núna, það leitar í austur frá sprungunni og þá kannski frekar til norðurs og syðsti endinn næst Grindavík, hann er ekki kraftmikill,“ segir Fannar.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Fleiri fréttir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Sjá meira