Gosið hafi lítil áhrif á björgunarsveitir í bili Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 19. desember 2023 15:42 Nýir gígar hafa verið að myndast. Vísir/Vilhelm Eldgosið við Sundhnúksgíga hefur lítil áhrif á störf björgunarsveita á landinu enn sem komið er. Upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir tímann þurfa að leiða í ljós hvort ræsa þurfi út sveitir alls staðar að til þess að gæta galvaskra göngumanna. „Í augnablikinu er þarna tiltölulega lítil viðvera. Allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út í gærkvöldi sem viðbragð við að það væri ekki alveg vitað hvar gosið væri, hvaða áhrif það hefði og annað. Þegar ljóst var að það væri staðsett nokkuð vel og ekki væri hætti á hraunrennsli niður í Grindavíkurbæ, alla vega á næstunni, voru þær í raun bara sendar heim,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Jón Þór segir að þegar hafi verið búið að skipuleggja viðveru einhverra sveita á svæðinu. „Það var skipulag í gildi um ákveðna viðveru á svæðinu áður en til goss kom. Það var hægt og rólega búið að draga úr þeirri viðveru, alltaf færri og færri. Hvort það hafi verið aukið í dag, mér er ekki alveg kunnugt um það. Það gæti verið eitthvað smá en ekki mikið,“ segir Jón Þór. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir eldgosið lítil áhrif hafa á björgunarsveitir í bili.Vísir „Núna erum við í raun bara að skipuleggja viðveru með hliðsjón af nýjum aðstæðum næstu daga og síðan þarf framtíðin að leiða í ljós hver þörfin verður. Hún verður örugglega meiri ef það verður opnað fyrir almenna umferð uppeftir og fólk fer að ganga nær gosstöðvunum.“ Inntur að því hvert hljóðið sé meðal björgunarsveitarmanna að gosið leggist ofan á jólastress og annað segir Jón Þór flesta tilbúna að sinna sínu. „Ég held að menn taki þessu bara eins og hverju öðru hundsbiti. Þetta er bara verkefni sem þarf að fást við. Auðvitað er þetta ekki þægileg tímasetning en við getum aldrei valið góða tímasetningu, hvorki þegar kemur að náttúruhamförum eða slæmu veðri. Það fylgir því að gefa sig út fyrir þetta,“ segir Jón Þór. „Það verður kannski ekki slegist um að vera á gosvakt á aðfangadagskvöld en fólk vílar ekki við sér að standa upp frá jólamatnum ef fólk er í neyð.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Tengdar fréttir Myndasyrpa: Rauðglóandi næturhiminn og myndun nýrra gíga Eldgosinu, sem hófst við Sundhnúksgíga seint í gærkvöldi, er ekki hægt að lýsa öðruvísi en stórfenglegu. Fjöldi fólks lagði leið sína í átt að eldgosinu til að berja það augum og næturhimininn var rauður vegna endurvarpsins frá eldinum. 19. desember 2023 15:09 Eldfjallafræðingar freista þess að ná sýnum úr eldgosinu Eldfjallafræðingar frá Háskóla Íslands freista þess nú að taka stöðuna og ná sýnum af eldgosinu. Eldfjallafræðingur segir aðgerðina taka einhverjar klukkustundir og mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel. 19. desember 2023 14:23 Sjónarspil gærkvöldsins engu líkt „Sú sjón sem við sáum í gærkvöldi og náðum að fanga var eitthvað sem við höfum ekki séð síðan þessir eldar byrjuðu á Reykjanesi árið 2021,“ segir myndatökumaðurinn Björn Steinbekk. Hann flaug dróna sínum yfir eldgosinu í nótt. 19. desember 2023 14:17 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
„Í augnablikinu er þarna tiltölulega lítil viðvera. Allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út í gærkvöldi sem viðbragð við að það væri ekki alveg vitað hvar gosið væri, hvaða áhrif það hefði og annað. Þegar ljóst var að það væri staðsett nokkuð vel og ekki væri hætti á hraunrennsli niður í Grindavíkurbæ, alla vega á næstunni, voru þær í raun bara sendar heim,“ segir Jón Þór Víglundsson, upplýsingafulltrúi Landsbjargar. Jón Þór segir að þegar hafi verið búið að skipuleggja viðveru einhverra sveita á svæðinu. „Það var skipulag í gildi um ákveðna viðveru á svæðinu áður en til goss kom. Það var hægt og rólega búið að draga úr þeirri viðveru, alltaf færri og færri. Hvort það hafi verið aukið í dag, mér er ekki alveg kunnugt um það. Það gæti verið eitthvað smá en ekki mikið,“ segir Jón Þór. Jón Þór Víglundsson upplýsingafulltrúi Landsbjargar segir eldgosið lítil áhrif hafa á björgunarsveitir í bili.Vísir „Núna erum við í raun bara að skipuleggja viðveru með hliðsjón af nýjum aðstæðum næstu daga og síðan þarf framtíðin að leiða í ljós hver þörfin verður. Hún verður örugglega meiri ef það verður opnað fyrir almenna umferð uppeftir og fólk fer að ganga nær gosstöðvunum.“ Inntur að því hvert hljóðið sé meðal björgunarsveitarmanna að gosið leggist ofan á jólastress og annað segir Jón Þór flesta tilbúna að sinna sínu. „Ég held að menn taki þessu bara eins og hverju öðru hundsbiti. Þetta er bara verkefni sem þarf að fást við. Auðvitað er þetta ekki þægileg tímasetning en við getum aldrei valið góða tímasetningu, hvorki þegar kemur að náttúruhamförum eða slæmu veðri. Það fylgir því að gefa sig út fyrir þetta,“ segir Jón Þór. „Það verður kannski ekki slegist um að vera á gosvakt á aðfangadagskvöld en fólk vílar ekki við sér að standa upp frá jólamatnum ef fólk er í neyð.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Björgunarsveitir Tengdar fréttir Myndasyrpa: Rauðglóandi næturhiminn og myndun nýrra gíga Eldgosinu, sem hófst við Sundhnúksgíga seint í gærkvöldi, er ekki hægt að lýsa öðruvísi en stórfenglegu. Fjöldi fólks lagði leið sína í átt að eldgosinu til að berja það augum og næturhimininn var rauður vegna endurvarpsins frá eldinum. 19. desember 2023 15:09 Eldfjallafræðingar freista þess að ná sýnum úr eldgosinu Eldfjallafræðingar frá Háskóla Íslands freista þess nú að taka stöðuna og ná sýnum af eldgosinu. Eldfjallafræðingur segir aðgerðina taka einhverjar klukkustundir og mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel. 19. desember 2023 14:23 Sjónarspil gærkvöldsins engu líkt „Sú sjón sem við sáum í gærkvöldi og náðum að fanga var eitthvað sem við höfum ekki séð síðan þessir eldar byrjuðu á Reykjanesi árið 2021,“ segir myndatökumaðurinn Björn Steinbekk. Hann flaug dróna sínum yfir eldgosinu í nótt. 19. desember 2023 14:17 Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Myndasyrpa: Rauðglóandi næturhiminn og myndun nýrra gíga Eldgosinu, sem hófst við Sundhnúksgíga seint í gærkvöldi, er ekki hægt að lýsa öðruvísi en stórfenglegu. Fjöldi fólks lagði leið sína í átt að eldgosinu til að berja það augum og næturhimininn var rauður vegna endurvarpsins frá eldinum. 19. desember 2023 15:09
Eldfjallafræðingar freista þess að ná sýnum úr eldgosinu Eldfjallafræðingar frá Háskóla Íslands freista þess nú að taka stöðuna og ná sýnum af eldgosinu. Eldfjallafræðingur segir aðgerðina taka einhverjar klukkustundir og mikilvægt sé að nýta dagsbirtuna vel. 19. desember 2023 14:23
Sjónarspil gærkvöldsins engu líkt „Sú sjón sem við sáum í gærkvöldi og náðum að fanga var eitthvað sem við höfum ekki séð síðan þessir eldar byrjuðu á Reykjanesi árið 2021,“ segir myndatökumaðurinn Björn Steinbekk. Hann flaug dróna sínum yfir eldgosinu í nótt. 19. desember 2023 14:17