Bíða betra veðurs til að geta kortlagt hraunið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 20. desember 2023 09:09 Magnús Tumi segir rétt að varúð hafi verið höfð að leiðarljósi þrátt fyrir þrýsting Grindvíkinga að komast aftur heim. Vísir/Einar Eldgosið á Reykjanesskaga hefur minnkað mjög frá því sem það var í upphafi á mánudagskvöld. Jarðeðlisfræðingur segir það farið að líkjast þeim eldgosum sem hafa orðið á Reykjanesskaga á síðustu árum. „Hraunrennslið var tíu sinnum meira í upphafi en við erum ekki með neinar nákvæmar mælingar núna. Það var ekki hægt að fljúga í gær til að taka loftmyndir og kortleggja hraunið, sem er kannski besta aðferðin sem við höfum, og það lítur ekki vel út í dag heldur,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, en hann fór yfir stöðu mála í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ekkert nákvæmt mat sé á stöðu mála en nú hafi myndast tveir gígar á sprungunni. „Það er mjög erfitt að meta nákvæmlega hversu mikið þeir eru að framleiða með því að horfa á vefmyndavélarnar eins og ég er að gera núna. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta er miðað við hin gosin. Hraunið gengur ekki hratt fram en þetta er staðan að við þurfum einhvers konar aðstæður sem leyfa það að sé hægt að mæla eitthvað,“ segir Magnús Tumi. Hefðbundnara gos en árið 2021 Haft var eftir Páli Einarssyni prófessor emeritus í Morgunblaðinu í morgun að þetta gos við Sundhnúksgíga sé hefðbundið íslenskt gos og mun hefðbundnara en fyrri gos á Reykjanesskaga. Undir þetta tekur Magnús Tumi. „Þetta átti sérstaklega við um fyrsta gosið í Fagradalsfjalli sem byrjar mjög hægt og verður aldrei stórt en stendur í hálft ár. Það er lang stærst af þessum gosum varðandi framleiðslu. Hin tvö byrjuðu kröftugar en duttu svo niður og fylgdu eiginlega skólabókardæmi eldgosa, þessi tvö seinni. Við getum sagt að byrjunin á þessu hafi verið mjög dæmigerð. Það fer af krafti af stað og svo hægir á,“ segir Magnús Tumi. „Það virðist vera að þessi mikli kraftur sem var þarna í upphafi, hann er ekki þarna lengur. Hvort þetta er tvisvar eða þrisvar sinnum stærra en var á svipuðum tíma í hinum gosunum, við höfum bara ekki tölurnar til að mæla það.“ Rétt að fara mjög varlega Viðbragðsaðilum var gert að yfirgefa Grindavík í gærkvöldi vegna nýs hættumatskorts Veðurstofunnar. Þar var varað við hættu á að nýjar sprungur opnuðust, þar með talið í Grindavík, án nokkurs fyrirvara. „Sú hætta er raunveruleg en ekki stór. Ef við horfum á söguna hvernig eldgos hegða sér þá sjáum við yfirleitt ekki svona hegðun. Við sjáum þetta í gosinu '21 en þá er gosið að hagræða sér á sömu sprungu, bara nokkur hundruð metrum frá. En það er ekki algengt að þau geri þetta. Hins vegar er rétt að vera réttu megin í þessu, að fara mjög varlega,“ segir Magnús Tumi. „Það var komin upp sú staða að það var kominn mikill þrýstingur að fá að flytja aftur til Grindavíkur. Staðan var auðvitað bara sú að viðbragðstími gat verið mjög stuttur og ekki vitað hvar myndi gjósa og sú umræða er auðvitað hætt núna.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Skilja að fólk vilji berja gosið augum en hraunið sé hættulegt í myrkrinu Nokkuð var um að vera hjá viðbragðsaðilum við gosstöðvarnar þó nóttin hafi verið tíðindalítil heilt yfir. Samskiptastjóri almannavarna segir viðbragðsaðila skilja vilja fólks til að berja eldgosið augum en aðstæður séu ekki hliðhollar til skoðunarferða. 20. desember 2023 08:05 „Ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað“ Ernir Snær Bjarnason er flugmaðurinn sem varð var við göngumann sem sendi neyðarboð við gosstöðvarnar á Reykjanesi fyrr í kvöld. Hann hringsólaði yfir manninum í klukkustund áður en hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar. 19. desember 2023 23:55 Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. 19. desember 2023 22:52 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
„Hraunrennslið var tíu sinnum meira í upphafi en við erum ekki með neinar nákvæmar mælingar núna. Það var ekki hægt að fljúga í gær til að taka loftmyndir og kortleggja hraunið, sem er kannski besta aðferðin sem við höfum, og það lítur ekki vel út í dag heldur,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, en hann fór yfir stöðu mála í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ekkert nákvæmt mat sé á stöðu mála en nú hafi myndast tveir gígar á sprungunni. „Það er mjög erfitt að meta nákvæmlega hversu mikið þeir eru að framleiða með því að horfa á vefmyndavélarnar eins og ég er að gera núna. Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta er miðað við hin gosin. Hraunið gengur ekki hratt fram en þetta er staðan að við þurfum einhvers konar aðstæður sem leyfa það að sé hægt að mæla eitthvað,“ segir Magnús Tumi. Hefðbundnara gos en árið 2021 Haft var eftir Páli Einarssyni prófessor emeritus í Morgunblaðinu í morgun að þetta gos við Sundhnúksgíga sé hefðbundið íslenskt gos og mun hefðbundnara en fyrri gos á Reykjanesskaga. Undir þetta tekur Magnús Tumi. „Þetta átti sérstaklega við um fyrsta gosið í Fagradalsfjalli sem byrjar mjög hægt og verður aldrei stórt en stendur í hálft ár. Það er lang stærst af þessum gosum varðandi framleiðslu. Hin tvö byrjuðu kröftugar en duttu svo niður og fylgdu eiginlega skólabókardæmi eldgosa, þessi tvö seinni. Við getum sagt að byrjunin á þessu hafi verið mjög dæmigerð. Það fer af krafti af stað og svo hægir á,“ segir Magnús Tumi. „Það virðist vera að þessi mikli kraftur sem var þarna í upphafi, hann er ekki þarna lengur. Hvort þetta er tvisvar eða þrisvar sinnum stærra en var á svipuðum tíma í hinum gosunum, við höfum bara ekki tölurnar til að mæla það.“ Rétt að fara mjög varlega Viðbragðsaðilum var gert að yfirgefa Grindavík í gærkvöldi vegna nýs hættumatskorts Veðurstofunnar. Þar var varað við hættu á að nýjar sprungur opnuðust, þar með talið í Grindavík, án nokkurs fyrirvara. „Sú hætta er raunveruleg en ekki stór. Ef við horfum á söguna hvernig eldgos hegða sér þá sjáum við yfirleitt ekki svona hegðun. Við sjáum þetta í gosinu '21 en þá er gosið að hagræða sér á sömu sprungu, bara nokkur hundruð metrum frá. En það er ekki algengt að þau geri þetta. Hins vegar er rétt að vera réttu megin í þessu, að fara mjög varlega,“ segir Magnús Tumi. „Það var komin upp sú staða að það var kominn mikill þrýstingur að fá að flytja aftur til Grindavíkur. Staðan var auðvitað bara sú að viðbragðstími gat verið mjög stuttur og ekki vitað hvar myndi gjósa og sú umræða er auðvitað hætt núna.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Bítið Tengdar fréttir Skilja að fólk vilji berja gosið augum en hraunið sé hættulegt í myrkrinu Nokkuð var um að vera hjá viðbragðsaðilum við gosstöðvarnar þó nóttin hafi verið tíðindalítil heilt yfir. Samskiptastjóri almannavarna segir viðbragðsaðila skilja vilja fólks til að berja eldgosið augum en aðstæður séu ekki hliðhollar til skoðunarferða. 20. desember 2023 08:05 „Ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað“ Ernir Snær Bjarnason er flugmaðurinn sem varð var við göngumann sem sendi neyðarboð við gosstöðvarnar á Reykjanesi fyrr í kvöld. Hann hringsólaði yfir manninum í klukkustund áður en hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar. 19. desember 2023 23:55 Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. 19. desember 2023 22:52 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Sjá meira
Skilja að fólk vilji berja gosið augum en hraunið sé hættulegt í myrkrinu Nokkuð var um að vera hjá viðbragðsaðilum við gosstöðvarnar þó nóttin hafi verið tíðindalítil heilt yfir. Samskiptastjóri almannavarna segir viðbragðsaðila skilja vilja fólks til að berja eldgosið augum en aðstæður séu ekki hliðhollar til skoðunarferða. 20. desember 2023 08:05
„Ég vildi bara að þessum manni yrði bjargað“ Ernir Snær Bjarnason er flugmaðurinn sem varð var við göngumann sem sendi neyðarboð við gosstöðvarnar á Reykjanesi fyrr í kvöld. Hann hringsólaði yfir manninum í klukkustund áður en hann var sóttur af þyrlu Landhelgisgæslunnar. 19. desember 2023 23:55
Íbúar Suðurnesja léttir en þreyttir Hljóðið í íbúum Suðurnesja sem fréttastofa náði tali af í dag var ágætt, þrátt fyrir að margir hafi verið þreyttir eftir að hafa fylgst með fréttum af eldgosi nánast í bakgarðinum fram eftir nóttu. 19. desember 2023 22:52