Guðrún Brá missti keppnisréttinn sinn á Evrópumótaröðinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. desember 2023 15:30 Guðrún Brá Björgvinsdóttir hefur verið að keppa á Evrópumótaröðinni undanfarin þrjú ár. Getty/Charles McQuillan Íslensku kylfingarnir Guðrún Brá Björgvinsdóttir og Ragnhildur Kristinsdóttir hafa báðar lokið keppni á lokaúrtökumótinu fyrir LET Evrópumótaröðina. Þær voru báðar með lokaúrtökumótinu sem fór fram 16. til 20. desember en keppt var á á Al Maaden og Royal Golf völlunum í Marrakech í Marokkó. Þar kepptu 156 kylfingar um keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Guðrún Brá lék á 298 höggum (+8) á fyrstu fjórum keppnisdögunum (77-75-73-73) og endaði hún í 104. sæti. Ragnhildur lék á 304 höggum (+14) (76-76-77-75) og endaði hún í 130. sæti. Þær komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða hringinn sem var +1 samtals. Ragnhildur og Guðrún Brá höfðu áður farið báðar í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina, sem fór líka fram í Marókkó en þar tóku 220 keppendur þátt. Guðrún Brá hefur verið með keppnisrétt á Evrópumótaröð atvinnukylfinga undanfarin þrjú ár en þrefaldi Íslandsmeistarinn í golfi náði ekki að halda keppnisrétti sínum á síðasta tímabili. Keiliskonan lék á lokaúrtökumótinu í fyrra og endaði þar í 42. sæti sem gaf henni takmarkaðan keppnisrétt á LET á síðasta tímabili. Nú hefur hún aftur á móti endanlega misst keppnisréttinn sinn á Evrópumótaröðinni. Golfsamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Guðrún Brá og Ragnhildur eru aftur á móti báðar með keppnisrétt á LET Access atvinnumótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu. Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Þær voru báðar með lokaúrtökumótinu sem fór fram 16. til 20. desember en keppt var á á Al Maaden og Royal Golf völlunum í Marrakech í Marokkó. Þar kepptu 156 kylfingar um keppnisrétt á LET Evrópumótaröðinni á næsta tímabili. Guðrún Brá lék á 298 höggum (+8) á fyrstu fjórum keppnisdögunum (77-75-73-73) og endaði hún í 104. sæti. Ragnhildur lék á 304 höggum (+14) (76-76-77-75) og endaði hún í 130. sæti. Þær komust ekki í gegnum niðurskurðinn eftir fjórða hringinn sem var +1 samtals. Ragnhildur og Guðrún Brá höfðu áður farið báðar í gegnum fyrsta stig úrtökumótsins fyrir LET Evrópumótaröðina, sem fór líka fram í Marókkó en þar tóku 220 keppendur þátt. Guðrún Brá hefur verið með keppnisrétt á Evrópumótaröð atvinnukylfinga undanfarin þrjú ár en þrefaldi Íslandsmeistarinn í golfi náði ekki að halda keppnisrétti sínum á síðasta tímabili. Keiliskonan lék á lokaúrtökumótinu í fyrra og endaði þar í 42. sæti sem gaf henni takmarkaðan keppnisrétt á LET á síðasta tímabili. Nú hefur hún aftur á móti endanlega misst keppnisréttinn sinn á Evrópumótaröðinni. Golfsamband Íslands segir frá þessu á heimasíðu sinni. Guðrún Brá og Ragnhildur eru aftur á móti báðar með keppnisrétt á LET Access atvinnumótaröðinni sem er í næst efsta styrkleikaflokki atvinnumótaraða í Evrópu.
Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Í beinni: Manchester United - Bournemouth | Enski boltinn „Auðvitað var þetta sjokk“ Körfubolti Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Leik lokið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira