„Þetta er nú bara svona á hverju ári“ Aron Guðmundsson skrifar 21. desember 2023 08:00 Árið hefur fært systkinunum Orra Steini og Emelíu stór tækifæri á sínum leikmannaferlum. Þá hefur faðir þeirra, þjálfarinn Óskar Hrafn, fengið stórt verkefni í Noregi í hendurnar. Vísir/Samsett mynd Það má með sanni segja að Orri Steinn Óskarsson hafi tekið stór skref á sínum fótboltaferli ár árinu sem nú er að líða. Eftir að hafa verið sendur á láni til liðs í næst efstu deild Danmerkur í upphafi árs þá sneri Orri Steinn til baka þaðan í lið FC Kaupmannahafnar, meira reiðubúinn en áður til þess að láta til sín taka. Hann hefur verið viðloðandi aðallið félagsins undanfarna mánuði og gert sig gildandi og hafa frammistaða hans gert það að verkum að á árinu lék hann sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Íslands hönd. „Árið var mjög langt. Það var mikið að gerast, margir leikir. Ég byrja náttúrulega árið á láni í næstefstu deild hjá Sönderjyske. Var þar fram á sumarið og þá var maður einhvern veginn bara að einbeita sér að því að verða betri leikmaður og vera klár fyrir FC Kaupmannahöfn eftir sumarið. Síðan var maður ekkert viss hvort maður væri klár í það en eftir að ég sneri aftur til félagsins snerist þetta bara um að ég gripi mín tækifæri. Myndi halda áfram að bæta mig meira. Ég sýndi í mörgum leikjum að ég gæti spilað með í Meistaradeildinni og spilað stóra rullu í dönsku úrvalsdeildinni. Ég var mjög ánægður með það. Ég er bara mjög ánægður með skrefin sem ég tók með FC Kaupmannahöfn á árinu. Það sama hef ég að segja um skrefin með landsliðinu. Það voru mjög skemmtilegir tímar sem ég upplifði á því sviði, mikill heiður.“ Orri var ekki sá eini úr fjölskyldu sinni sem tók stór skref á sínum ferli á árinu. Systir hans, hin 17 ára gamla Emelía, samdi við Danmerkurmeistara HB Köge núna undir lok árs eftir að hafa látið til sín taka með Kristianstad í Svíþjóð. Þá fékk faðir þeirra, Óskar Hrafn Þorvaldsson, stórt tækifæri og spennandi verkefni í hendurnar er hann var ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Enn fremur stýrði Óskar liðið Breiðabliks, fyrst allra íslenskra karlaliða í riðlakeppni í Evrópu. Þar tók liðið þátt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Þetta er nú bara svona á hverju ári. Maður er bara farinn að venjast þessu,“ segir Orri og hlær aðspurður um afrek fjölskyldunnar á árinu sem er að líða. „Emelía er alltaf geggjuð. Pabbi alltaf að gera eitthvað geggjað. Þau eru öll geggjuð. Ég er mjög stoltur af þeim.“ Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira
Hann hefur verið viðloðandi aðallið félagsins undanfarna mánuði og gert sig gildandi og hafa frammistaða hans gert það að verkum að á árinu lék hann sína fyrstu A-landsleiki og skoraði sitt fyrsta landsliðsmark fyrir Íslands hönd. „Árið var mjög langt. Það var mikið að gerast, margir leikir. Ég byrja náttúrulega árið á láni í næstefstu deild hjá Sönderjyske. Var þar fram á sumarið og þá var maður einhvern veginn bara að einbeita sér að því að verða betri leikmaður og vera klár fyrir FC Kaupmannahöfn eftir sumarið. Síðan var maður ekkert viss hvort maður væri klár í það en eftir að ég sneri aftur til félagsins snerist þetta bara um að ég gripi mín tækifæri. Myndi halda áfram að bæta mig meira. Ég sýndi í mörgum leikjum að ég gæti spilað með í Meistaradeildinni og spilað stóra rullu í dönsku úrvalsdeildinni. Ég var mjög ánægður með það. Ég er bara mjög ánægður með skrefin sem ég tók með FC Kaupmannahöfn á árinu. Það sama hef ég að segja um skrefin með landsliðinu. Það voru mjög skemmtilegir tímar sem ég upplifði á því sviði, mikill heiður.“ Orri var ekki sá eini úr fjölskyldu sinni sem tók stór skref á sínum ferli á árinu. Systir hans, hin 17 ára gamla Emelía, samdi við Danmerkurmeistara HB Köge núna undir lok árs eftir að hafa látið til sín taka með Kristianstad í Svíþjóð. Þá fékk faðir þeirra, Óskar Hrafn Þorvaldsson, stórt tækifæri og spennandi verkefni í hendurnar er hann var ráðinn þjálfari norska úrvalsdeildarfélagsins FK Haugesund. Enn fremur stýrði Óskar liðið Breiðabliks, fyrst allra íslenskra karlaliða í riðlakeppni í Evrópu. Þar tók liðið þátt í riðlakeppni Sambandsdeildar Evrópu. „Þetta er nú bara svona á hverju ári. Maður er bara farinn að venjast þessu,“ segir Orri og hlær aðspurður um afrek fjölskyldunnar á árinu sem er að líða. „Emelía er alltaf geggjuð. Pabbi alltaf að gera eitthvað geggjað. Þau eru öll geggjuð. Ég er mjög stoltur af þeim.“
Danski boltinn Landslið karla í fótbolta Mest lesið Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Fótbolti Enskar í úrslit eftir dramatík Fótbolti Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Íslenski boltinn „Við viljum meira“ Fótbolti KR í markmannsleit eftir meiðsli Íslenski boltinn Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni Enski boltinn Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport Fleiri fréttir „Við viljum meira“ Uppbótartíminn: „Þetta tók níu sekúndur“ Enskar í úrslit eftir dramatík Uppgjörið: Lech Poznan - Breiðablik 7-1 | Afhroð í Póllandi Palace áfrýjar og vill spila í Evrópudeildinni KR í markmannsleit eftir meiðsli Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Sjá meira