Látinn laus eftir 48 ár í fangelsi fyrir morð sem hann framdi ekki Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. desember 2023 07:55 Glynn Simmons varði 48 árum í fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki. Dómstóll í Oklahoma hefur komist að þeirri niðurstöðu að 70 ára gamall maður, Glynn Simmons, hafi ekki verið sekur um morð sem hann var dæmdur fyrir. Morðið var framið árið 1974 og Simmons hefur setið í fangelsi í 48 ár. Hann nýtur þess vafasama heiðurs að vera sá einstaklingur sem hefur setið lengst í fangelsi eftir að hafa verið ranglega dæmdur og síðan hreinsaður af sök. Amy Palumbo, dómarinn í málinu, sagði það niðurstöðu sína að sönnunargögn sýndu að þeir glæpir sem Simmons hefði verið dæmdur fyrir hefðu verið framdir af öðrum en honum. Þegar úrskurður dómarans lá fyrir sagði Simmons að mál hans væri til marks um að það borgaði sig alltaf að berjast og gefast ekki upp. „Ekki láta segja þér að þetta geti ekki gerst, af því að það getur það,“ sagði hann um langþráðan draum sinn að verða frjáls. Simmons var dæmdur fyrir að myrða Carolyn Sue Rogers þegar rán var framið í áfengisverslun í einu úthverfa Oklahoma. Simmons var þá 22 ára gamall. Hann og meðákærður, Don Roberts, voru dæmdir til dauða árið 1975. Dómarnir voru síðar mildaðir en Simmons hélt því ávallt fram að hann væri saklaus og hefði verið heima hjá sér í Louisiana þegar morðið var framið. Dómurinn yfir honum var ógiltur í júlí síðastliðnum, eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarar hefðu ekki látið verjendum í hendur öll gögn í málinu. Meðal þeirra var sú staðreynd að vitni hafði bent á aðra. Roberts var veitt reynslulausn árið 2008. Simmons er að glíma við krabbamein í lifur. Hann á rétt á allt að 175 þúsund dölum í bætur vegna málsins. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira
Morðið var framið árið 1974 og Simmons hefur setið í fangelsi í 48 ár. Hann nýtur þess vafasama heiðurs að vera sá einstaklingur sem hefur setið lengst í fangelsi eftir að hafa verið ranglega dæmdur og síðan hreinsaður af sök. Amy Palumbo, dómarinn í málinu, sagði það niðurstöðu sína að sönnunargögn sýndu að þeir glæpir sem Simmons hefði verið dæmdur fyrir hefðu verið framdir af öðrum en honum. Þegar úrskurður dómarans lá fyrir sagði Simmons að mál hans væri til marks um að það borgaði sig alltaf að berjast og gefast ekki upp. „Ekki láta segja þér að þetta geti ekki gerst, af því að það getur það,“ sagði hann um langþráðan draum sinn að verða frjáls. Simmons var dæmdur fyrir að myrða Carolyn Sue Rogers þegar rán var framið í áfengisverslun í einu úthverfa Oklahoma. Simmons var þá 22 ára gamall. Hann og meðákærður, Don Roberts, voru dæmdir til dauða árið 1975. Dómarnir voru síðar mildaðir en Simmons hélt því ávallt fram að hann væri saklaus og hefði verið heima hjá sér í Louisiana þegar morðið var framið. Dómurinn yfir honum var ógiltur í júlí síðastliðnum, eftir að dómari komst að þeirri niðurstöðu að saksóknarar hefðu ekki látið verjendum í hendur öll gögn í málinu. Meðal þeirra var sú staðreynd að vitni hafði bent á aðra. Roberts var veitt reynslulausn árið 2008. Simmons er að glíma við krabbamein í lifur. Hann á rétt á allt að 175 þúsund dölum í bætur vegna málsins.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir Einn höfunda Project 2025 aftur háttsettur í Hvíta húsinu Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Sýrlendingar og Bosníumaður meðal látinna „Pabbi, bjargaði ég systur minni?“ Skotflaugar frá Norður-Kóreu orðnar nákvæmari Sendu nöfn allra nýrra starfsmanna CIA í tölvupósti Skipa hernum að undirbúa brottflutning Palestínumanna Var vopnaður þremur byssum Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? Sjá meira