Norðurland vill ísbirnina heim Jón Þór Stefánsson skrifar 22. desember 2023 07:01 Í bæði Skagafirði og Húnabyggð er unnið að því að koma ísbjörnum þannig fyrir að þeir geti verið til sýnis. Vísir/Sara Ísbirnir hafa borið á góma á sveitarstjórnarfundum tveggja sveitarfélaga á Norðurlandi á síðustu dögum. Í Skagafirði óskaði Náttúrustofa Norðurlands vestra eftir því að fá uppstoppaðan ísbjörn, sem hefur safnað ryki í geymslu sveitarfélagsins, til sín og hafa hann til sýnis. Húnabyggð, sem ber nafn með rentu í þessu máli, óskaði eftir að fá uppstoppað bjarndýr, sem hefur verið í geymt hjá Náttúrufræðistofnun Íslands fyrir sunnan, til sín og vill sveitarfélagið einnig hafa það til sýnis. Ísbjörninn sem er til umfjöllunar í Húnabyggð var felldur sumarið 2008 á Þverárfjalli og var löngum til sýnis í stjórnsýsluhúsi Blönduósbæjar. Sá sem Skagfirðingar hafa rætt um var felldur í Fljótunum í Skagafirði árið 1986. Ísbjörn í elsta hús bæjarins Til stendur að opna pólfarasafn í svokölluðu Hillebrandtshúsi á Blönduósi, sem er elsta hús bæjarins og var reist árið 1877. Það eru einkaaðilar sem standa að því, en bæjaryfirvöld í Húnabyggð vilja leggja hönd á plóg. „Í tengslum við þetta datt okkur í hug að biðla til yfirvalda að fá björninn aftur hingað heim,“ segir Pétur Arason, sveitastjóri Húnabyggðar, í samtali við fréttastofu. Pétur bendir á að þetta sé sérstaklega viðeigandi í Húnabyggð, þar sem vísanir í bjarnarhúna eru ansi áberandi. Hann minnist á sögu af landnámsmanninum Ingimundi gamla sem er sagður hafa fundið birnu með tvo húna, sem varð til þess að Húnavatn fékk nafn sitt. „Húnavellir, Húnaver, Húnavatn, það eru örnefni þessu tengd út um allt,“ segir Pétur, sem nefnir einnig að skjaldamerki á þessum slóðum innihaldi flestöll birni. Honum þætti því viðeigandi að hafa einn slíkan í bænum. Þarf sterka menn til að sækja björninn Starri Heiðmarsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, óskaði fyrir hönd stofunnar að fá afnot að birni sem er í eigu bæjarins. Byggðarráð Skagafjarðar segir í fundargerð sinni að það fagni frumkvæði Náttúrustofu og samþykki lán fyrir sitt leyti, en sveitarstjóra er falið að gera samning við stofuna um lánið. Í samtali við Vísi útskýrir Starri að bjarndýrið sem um ræðir hafi verið hálfstólpaður húnn þegar hann var felldur, og uppstoppaða dýrið sé því minni en meðal ísbjörninn. „Hann er bara á leiðinni. Það er bara spurning um að ég finni einhverja sterka kalla, og við sækjum hann,“ segir Starri. Ísbjörninn sem Skagfirðingar vilja hafa til sýnis. Hann var felldur í Fljótunum árið 1986.Kári Heiðar Árnason Líkt og nágrannarnir á Blönduósi vill Starri koma birninum fyrir í gömlu húsi, nánar tiltekið á Aðalgötu 2 á Sauðárkróki, þar sem náttúrustofan er til húsa. Þar vill hann hafa björninn til sýnis, þannig að gestkomandi geti borið hann augum. „Síðan er mín hugmynd hjá mér í framtíðinni að bjóða einhverjum grunnskólabekkjum í heimsókn árlega, þannig að það væri hluti af almennri uppfræðslu ungviðisins á Sauðarkóki að bera ísbjörninn augum. Og fá um leið smá fræðslu um aðlögun þeirra að köldu veðurfari, og umræðu um möguleika þeirra í hlýnandi loftslagi,“ segir Starri sem minnist á að samkvæmt margumtalaðri PISA-könnun sé náttúrufræði ekki sterkasta hlið íslenskra barna. Honum grunar að besta leiðin til að bæta úr því sé fræðsla um nærumhverfið. „Þó að ljón og tígrisdýr séu mjög spennandi þá er kannski líka gott að ná tengingu við heimabyggð.“ Dýr Skagafjörður Húnabyggð PISA-könnun Tengdar fréttir Ferðamaður mögulega ísbjörninn á Langjökli Leit lögreglunnar á Vesturlandi og Landhelgisgæslunnar að ísbirni á Langjökli í gær skilaði litlu. Enginn hvítabjörn fannst og enginn ummerki eftir slíkt dýr heldur. 8. nóvember 2023 11:31 Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Ætluðu að reyna að fanga ísbjörninn en búrið var of lítið Árið 2008 lagði Ragnar Axelsson upp í erfiða flugferð norður í land til þess að mynda ísbjörn sem hafði gengið á land við Hraun á Skaga. Viðbúnaður var á svæðinu og til stóð að fanga ísbjörninn. 13. nóvember 2022 07:02 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Húnabyggð, sem ber nafn með rentu í þessu máli, óskaði eftir að fá uppstoppað bjarndýr, sem hefur verið í geymt hjá Náttúrufræðistofnun Íslands fyrir sunnan, til sín og vill sveitarfélagið einnig hafa það til sýnis. Ísbjörninn sem er til umfjöllunar í Húnabyggð var felldur sumarið 2008 á Þverárfjalli og var löngum til sýnis í stjórnsýsluhúsi Blönduósbæjar. Sá sem Skagfirðingar hafa rætt um var felldur í Fljótunum í Skagafirði árið 1986. Ísbjörn í elsta hús bæjarins Til stendur að opna pólfarasafn í svokölluðu Hillebrandtshúsi á Blönduósi, sem er elsta hús bæjarins og var reist árið 1877. Það eru einkaaðilar sem standa að því, en bæjaryfirvöld í Húnabyggð vilja leggja hönd á plóg. „Í tengslum við þetta datt okkur í hug að biðla til yfirvalda að fá björninn aftur hingað heim,“ segir Pétur Arason, sveitastjóri Húnabyggðar, í samtali við fréttastofu. Pétur bendir á að þetta sé sérstaklega viðeigandi í Húnabyggð, þar sem vísanir í bjarnarhúna eru ansi áberandi. Hann minnist á sögu af landnámsmanninum Ingimundi gamla sem er sagður hafa fundið birnu með tvo húna, sem varð til þess að Húnavatn fékk nafn sitt. „Húnavellir, Húnaver, Húnavatn, það eru örnefni þessu tengd út um allt,“ segir Pétur, sem nefnir einnig að skjaldamerki á þessum slóðum innihaldi flestöll birni. Honum þætti því viðeigandi að hafa einn slíkan í bænum. Þarf sterka menn til að sækja björninn Starri Heiðmarsson, forstöðumaður Náttúrustofu Norðurlands vestra, óskaði fyrir hönd stofunnar að fá afnot að birni sem er í eigu bæjarins. Byggðarráð Skagafjarðar segir í fundargerð sinni að það fagni frumkvæði Náttúrustofu og samþykki lán fyrir sitt leyti, en sveitarstjóra er falið að gera samning við stofuna um lánið. Í samtali við Vísi útskýrir Starri að bjarndýrið sem um ræðir hafi verið hálfstólpaður húnn þegar hann var felldur, og uppstoppaða dýrið sé því minni en meðal ísbjörninn. „Hann er bara á leiðinni. Það er bara spurning um að ég finni einhverja sterka kalla, og við sækjum hann,“ segir Starri. Ísbjörninn sem Skagfirðingar vilja hafa til sýnis. Hann var felldur í Fljótunum árið 1986.Kári Heiðar Árnason Líkt og nágrannarnir á Blönduósi vill Starri koma birninum fyrir í gömlu húsi, nánar tiltekið á Aðalgötu 2 á Sauðárkróki, þar sem náttúrustofan er til húsa. Þar vill hann hafa björninn til sýnis, þannig að gestkomandi geti borið hann augum. „Síðan er mín hugmynd hjá mér í framtíðinni að bjóða einhverjum grunnskólabekkjum í heimsókn árlega, þannig að það væri hluti af almennri uppfræðslu ungviðisins á Sauðarkóki að bera ísbjörninn augum. Og fá um leið smá fræðslu um aðlögun þeirra að köldu veðurfari, og umræðu um möguleika þeirra í hlýnandi loftslagi,“ segir Starri sem minnist á að samkvæmt margumtalaðri PISA-könnun sé náttúrufræði ekki sterkasta hlið íslenskra barna. Honum grunar að besta leiðin til að bæta úr því sé fræðsla um nærumhverfið. „Þó að ljón og tígrisdýr séu mjög spennandi þá er kannski líka gott að ná tengingu við heimabyggð.“
Dýr Skagafjörður Húnabyggð PISA-könnun Tengdar fréttir Ferðamaður mögulega ísbjörninn á Langjökli Leit lögreglunnar á Vesturlandi og Landhelgisgæslunnar að ísbirni á Langjökli í gær skilaði litlu. Enginn hvítabjörn fannst og enginn ummerki eftir slíkt dýr heldur. 8. nóvember 2023 11:31 Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13 Ætluðu að reyna að fanga ísbjörninn en búrið var of lítið Árið 2008 lagði Ragnar Axelsson upp í erfiða flugferð norður í land til þess að mynda ísbjörn sem hafði gengið á land við Hraun á Skaga. Viðbúnaður var á svæðinu og til stóð að fanga ísbjörninn. 13. nóvember 2022 07:02 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Sjá meira
Ferðamaður mögulega ísbjörninn á Langjökli Leit lögreglunnar á Vesturlandi og Landhelgisgæslunnar að ísbirni á Langjökli í gær skilaði litlu. Enginn hvítabjörn fannst og enginn ummerki eftir slíkt dýr heldur. 8. nóvember 2023 11:31
Saga hvítabjarna hér á landi óblíð Tilkynning um hvítabjörn á Melrakkasléttu um sjöleytið í gær hefur vakið mikla athygli og jafnframt vakið upp minningar um komu hvítabjarna hingað til lands. 10. júlí 2018 11:13
Ætluðu að reyna að fanga ísbjörninn en búrið var of lítið Árið 2008 lagði Ragnar Axelsson upp í erfiða flugferð norður í land til þess að mynda ísbjörn sem hafði gengið á land við Hraun á Skaga. Viðbúnaður var á svæðinu og til stóð að fanga ísbjörninn. 13. nóvember 2022 07:02