Nýjar myndir frá rjúkandi gosstöðvum Kristín Ólafsdóttir skrifar 21. desember 2023 21:01 Enn rýkur úr gosstöðvunum. Eldgosinu við Sundhnúksgíga virðist lokið. Nýjar myndir frá gosstöðvunum sýna að enn er glóð í nýja hrauninu en virkni er alveg dottin niður. Bæjarstjóra Grindavíkur segir goslok góðar fréttir - en vill ekki fagna of fljótt. Eldgosið hófst skyndilega, og með miklum krafti, mánudagskvöldið 18. desember. Þegar komið var fram á þriðja tímann aðfaranótt 19. desember var gossprungan orðin fjórir kílómetrar. En hratt dró úr kraftinum og tæpum sólarhring síðar einskorðaðist virknin við tvær sprungur. Í gær, 20. desember, lognaðist svo virkni í nyrðri sprungunni út af og seint í nótt slokknaði loks á syðri gígnum við Sýlingarfell. „Það lítur út fyrir að gosinu sé lokið. Það var flogið þarna yfir í morgun, Kristín Jónsdóttir [forstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands] var í fluginu og hún sá ekki nein merki um virkni í gígunum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Á nýjum myndum frá gosstöðvunum, sem Björn Steinbekk tók síðdegis í dag, sést að enn er glóð á nokkrum stöðum í nýja hrauninu og víða stígur reykur upp frá því. Gígarnir sjálfir eru hins vegar alveg sofnaðir. Magnús Tumi segir viðbúið að viðlíka atburðarás endurtaki sig. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur andar þó léttar í bili. „Vonandi er þetta bara búið. En vísindamenn segja líka og hafa fordæmi fyrir því frá fyrri gosum að það getur opnast sprunga á nýjan leik, eftir tvo þrjá, fjóra, upp í fimm daga. Þannig að við verðum að bíða og sjá aðeins til,“ segir Fannar. Varnargarðar umhverfis Grindavík voru hannaðir fyrir tveimur árum en engin hreyfing hefur orðið á málinu síðan. Fannar hvetur stjórnvöld til að spýta í lófana. „Það blasir við í ljósi síðustu atburða og eldgossins núna að það er brýn nauðsyn að taka ákvörðun um þetta.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
Eldgosið hófst skyndilega, og með miklum krafti, mánudagskvöldið 18. desember. Þegar komið var fram á þriðja tímann aðfaranótt 19. desember var gossprungan orðin fjórir kílómetrar. En hratt dró úr kraftinum og tæpum sólarhring síðar einskorðaðist virknin við tvær sprungur. Í gær, 20. desember, lognaðist svo virkni í nyrðri sprungunni út af og seint í nótt slokknaði loks á syðri gígnum við Sýlingarfell. „Það lítur út fyrir að gosinu sé lokið. Það var flogið þarna yfir í morgun, Kristín Jónsdóttir [forstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands] var í fluginu og hún sá ekki nein merki um virkni í gígunum,“ segir Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands. Á nýjum myndum frá gosstöðvunum, sem Björn Steinbekk tók síðdegis í dag, sést að enn er glóð á nokkrum stöðum í nýja hrauninu og víða stígur reykur upp frá því. Gígarnir sjálfir eru hins vegar alveg sofnaðir. Magnús Tumi segir viðbúið að viðlíka atburðarás endurtaki sig. Fannar Jónasson bæjarstjóri Grindavíkur andar þó léttar í bili. „Vonandi er þetta bara búið. En vísindamenn segja líka og hafa fordæmi fyrir því frá fyrri gosum að það getur opnast sprunga á nýjan leik, eftir tvo þrjá, fjóra, upp í fimm daga. Þannig að við verðum að bíða og sjá aðeins til,“ segir Fannar. Varnargarðar umhverfis Grindavík voru hannaðir fyrir tveimur árum en engin hreyfing hefur orðið á málinu síðan. Fannar hvetur stjórnvöld til að spýta í lófana. „Það blasir við í ljósi síðustu atburða og eldgossins núna að það er brýn nauðsyn að taka ákvörðun um þetta.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira