Spá næsta eldgosi á milli Sýlingarfells og Hagafells Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. desember 2023 16:02 Eldgosði í Sundhnúksgígum var afar kraftmikið til að byrja með en þremur dögum síðar var því lokið. vísir/Vilhelm Sérfræðingar Veðurstofunnar telja líklegt að kvikusöfnun og landris við Svartsengi leiði til eldgoss á milli Sýlingarfells og Hagafells. Líkur á eldgosi aukast með hverjum degi sem líður. Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Tilkynnt var í gær að slokknað hefði í gígum gossprungunnar á Sundhnúksgígum. Gosinu virðist því lokið í bili. Áfram hefur dregið úr jarðskjálftavirkni og síðasta sólarhringinn hafa tæplega 90 skjálftar mælst yfir ganginum sem er örlítið meira en í gær. Stærsti skjálftinn var 1,6 vestan við Hagafell rúmlega 16:00 í gær. Land fór strax aftur að rísa við Svartsengi eftir að gos hófst á mánudagskvöld. „Hraðinn á landrisinu er meiri en fyrir gos. Þetta þýðir að kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi, og líklegt er að það leiði til annars kvikuhlaups og einnig eldgoss. Líklegasta upptakasvæði fyrir eldgos er á milli Sýlingarfells og Hagafells,“ segir á vef Veðurstofunnar. „Landris kúrfan eins og hún mældist frá kvikuhlaupinu 10. nóvember þar til gos hófst 18. desember einkenndist af hægt minnkandi landrismerki þar sem gos hófst þegar verulega hafði dregið úr landrishraðanum. Þetta ferli á mjög líklega eftir að endurtaka sig og búast má við að næsta kvikuhlaup geti hafist með litlum fyrirvara þegar draga fer aftur úr landrishraða. Líkur á eldgosi aukast því með hverjum deginum sem líður.“ Nýja hættumatið. Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort byggt á að slokknað er í öllum gígum og engin virkni mælanleg. Hættumatskortið tekur gildi klukkan 16 í dag og gildir til klukkan 18 29. desember. „Breytingin felst í að svæði 2 og 3 hefur verið fært af mjög mikilli hættu í mikla hættu (rautt). Önnur svæði haldast eins og vakin er athygli á því að hættumat fyrir Grindavík er óbreytt frá fyrra hættumatskorti og er enn á töluverðri hættu. Veðurstofan bendir á að aðstæður geta breyst hratt og veðuraðstæður hverju sinni geta haft veruleg áhrif á næmni jarðskjálfta- og GPS kerfa Veðurstofunnar. Við þær aðstæður getur viðbragstími lengst töluvert.“ Veðurspá fyrir Gríndavík á morgun Þorláksmessu hljóðar upp á norðaustan 10-15 m/s, snjókomu með köflum og mögulega skafrenning. Frost verður þrjú til fimm stig. Á aðfangadag er norðan 13-18 m/s og stöku él, en 10-15 m/s síðdegis og líkur á éljum minnka. Áfram má búast við skafrenningi öðru hvoru. Frost 0 til 2 stig. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira
Þetta kemur fram á vef Veðurstofu Íslands. Tilkynnt var í gær að slokknað hefði í gígum gossprungunnar á Sundhnúksgígum. Gosinu virðist því lokið í bili. Áfram hefur dregið úr jarðskjálftavirkni og síðasta sólarhringinn hafa tæplega 90 skjálftar mælst yfir ganginum sem er örlítið meira en í gær. Stærsti skjálftinn var 1,6 vestan við Hagafell rúmlega 16:00 í gær. Land fór strax aftur að rísa við Svartsengi eftir að gos hófst á mánudagskvöld. „Hraðinn á landrisinu er meiri en fyrir gos. Þetta þýðir að kvikusöfnun heldur áfram undir Svartsengi, og líklegt er að það leiði til annars kvikuhlaups og einnig eldgoss. Líklegasta upptakasvæði fyrir eldgos er á milli Sýlingarfells og Hagafells,“ segir á vef Veðurstofunnar. „Landris kúrfan eins og hún mældist frá kvikuhlaupinu 10. nóvember þar til gos hófst 18. desember einkenndist af hægt minnkandi landrismerki þar sem gos hófst þegar verulega hafði dregið úr landrishraðanum. Þetta ferli á mjög líklega eftir að endurtaka sig og búast má við að næsta kvikuhlaup geti hafist með litlum fyrirvara þegar draga fer aftur úr landrishraða. Líkur á eldgosi aukast því með hverjum deginum sem líður.“ Nýja hættumatið. Veðurstofan hefur gefið út nýtt hættumatskort byggt á að slokknað er í öllum gígum og engin virkni mælanleg. Hættumatskortið tekur gildi klukkan 16 í dag og gildir til klukkan 18 29. desember. „Breytingin felst í að svæði 2 og 3 hefur verið fært af mjög mikilli hættu í mikla hættu (rautt). Önnur svæði haldast eins og vakin er athygli á því að hættumat fyrir Grindavík er óbreytt frá fyrra hættumatskorti og er enn á töluverðri hættu. Veðurstofan bendir á að aðstæður geta breyst hratt og veðuraðstæður hverju sinni geta haft veruleg áhrif á næmni jarðskjálfta- og GPS kerfa Veðurstofunnar. Við þær aðstæður getur viðbragstími lengst töluvert.“ Veðurspá fyrir Gríndavík á morgun Þorláksmessu hljóðar upp á norðaustan 10-15 m/s, snjókomu með köflum og mögulega skafrenning. Frost verður þrjú til fimm stig. Á aðfangadag er norðan 13-18 m/s og stöku él, en 10-15 m/s síðdegis og líkur á éljum minnka. Áfram má búast við skafrenningi öðru hvoru. Frost 0 til 2 stig.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Veður Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Innlent Fleiri fréttir Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Sjá meira