Myndi treysta sér til að gista sjálfur í Grindavík Vésteinn Örn Pétursson skrifar 22. desember 2023 19:59 Úlfar Lúðvíksson er lögreglustjóri á Suðurnesjum. Vísir/Baldur Lögreglustjórinn á Suðurnesjum segist sjálfur myndu treysta sér til að gista í Grindavík, en hann hefur heimilað íbúum bæjarins að dvelja þar allan sólarhringinn frá og með morgundeginum. Hann segist skilja mætavel áhyggjur björgunarsveita, sem óskuðu eftir því að vera leystar undan daglegri viðveru í og við bæinn í dag. „Í þessu hættumatskorti sem gildir til 29. desember er ekki gert ráð fyrir gosopnun í Grindavík, en til staðar er hætta á náttúruhamförum. En það er mitt mat, lögreglustjórans, að það sé undir þessum kringumstæðum ásættanlegt að gefa íbúum Grindavíkur kost á því að fara heim og dvelja þar yfir nótt,“ segir Úlfar. Aðspurður sagðist hann myndu treysta sér til að gista í Grindavík við núverandi aðstæður. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að núverandi fyrirkomulag gildi yfir jólin, en Úlfar vonar að svo megi vera lengur. „Þessi ákvörðun verður endurskoðuð 27. desember.“ Minni viðvera en áður Úlfar segir að ef til goss kæmi í Grindavík væri það í senn flókin og erfið staða. „En ég geng út frá því að sú staða komi ekki upp, það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég hleypi fólki inn núna, með þeim hætti sem ég hef gert.“ Fyrr í dag barst tilkynning frá lögreglunni á Suðurnesjum um að dregið hefði úr góðvild í garð björgunarsveitarfólks. Við því þyrfti að bregðast og landstjórn björgunarsveita hafi farið þess á leit við lögreglustjórann á Suðurnesjum að björgunarsveitir verði leystar undan daglegri viðveru eigi síðar en í dag, 22. desember 2023. Úlfar segir samstarf lögreglu, almannavarna og björgunarsveita vera frábært. „En það er vandamál að manna vaktir björgunarsveita, bæði í aðgerðastjórn og vettvangsstjórn á Suðurnesjum. Þetta er búið að vera viðvarandi ástand mjög lengi. Ég skil mætavel vandræði og áhyggjur björgunarsveita og stend með þeim í því sem þeir gera, en vegna þessa erum við auðvitað bara með skert viðbragð,“ sagði Úlfar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira
„Í þessu hættumatskorti sem gildir til 29. desember er ekki gert ráð fyrir gosopnun í Grindavík, en til staðar er hætta á náttúruhamförum. En það er mitt mat, lögreglustjórans, að það sé undir þessum kringumstæðum ásættanlegt að gefa íbúum Grindavíkur kost á því að fara heim og dvelja þar yfir nótt,“ segir Úlfar. Aðspurður sagðist hann myndu treysta sér til að gista í Grindavík við núverandi aðstæður. Í tilkynningu frá lögreglunni kemur fram að núverandi fyrirkomulag gildi yfir jólin, en Úlfar vonar að svo megi vera lengur. „Þessi ákvörðun verður endurskoðuð 27. desember.“ Minni viðvera en áður Úlfar segir að ef til goss kæmi í Grindavík væri það í senn flókin og erfið staða. „En ég geng út frá því að sú staða komi ekki upp, það er meðal annars ástæðan fyrir því að ég hleypi fólki inn núna, með þeim hætti sem ég hef gert.“ Fyrr í dag barst tilkynning frá lögreglunni á Suðurnesjum um að dregið hefði úr góðvild í garð björgunarsveitarfólks. Við því þyrfti að bregðast og landstjórn björgunarsveita hafi farið þess á leit við lögreglustjórann á Suðurnesjum að björgunarsveitir verði leystar undan daglegri viðveru eigi síðar en í dag, 22. desember 2023. Úlfar segir samstarf lögreglu, almannavarna og björgunarsveita vera frábært. „En það er vandamál að manna vaktir björgunarsveita, bæði í aðgerðastjórn og vettvangsstjórn á Suðurnesjum. Þetta er búið að vera viðvarandi ástand mjög lengi. Ég skil mætavel vandræði og áhyggjur björgunarsveita og stend með þeim í því sem þeir gera, en vegna þessa erum við auðvitað bara með skert viðbragð,“ sagði Úlfar í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Innlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Innlent Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Erlent Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Innlent Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Innlent Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Erlent „Þetta eru ekki góðar móttökur“ Innlent Fleiri fréttir Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Samdráttur eftir fjögurra ára vaxtarskeið Samfélagslegur sparnaður vegna herferðar rúmlega 700 milljónir Morðið á Kirk vekur upp umræðu um málfrelsi Kaldavatnslaust í hluta Laugardalsins Stefán Einar og Sigmar ræða skautun í kjölfar voðaverks Fjórtán geta búist við sekt Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla „Þetta eru ekki góðar móttökur“ E.Coli staðfest í neysluvatninu á Stöðvarfirði „Froðuhagnaður“ Félagsbústaða haldi borginni á floti Launahækkanir þungur baggi á borginni Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Fjörugar umræður um fjárlög: Hóflegur útgjaldavöxtur, vonbrigði eða della? Fjárlögin litlaus líkt og hann sjálfur Tekist á um fjárlagafrumvarpið og morðið á Charlie Kirk Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Sjá meira