Tæmdu hillur King Kong á níutíu sekúndum Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2023 13:05 Brotist var inn í verslunina King Kong á Höfðabakka í nótt, þar sem þjófar tæmdu hillur vape verslunarinnar ofan í töskur og hlupu síðan á brott. Eigandi verslunarinnar segir tjónið töluvert. Myndband úr upptökum öryggismyndavélar í versluninni sýnir tvo menn nota kúbein til að spenna upp hurðina. Því næst tæmdu þeir úr hillum verslunarinnar ofan í töskur sem þeir voru með. Jón Þór Ágústsson, eigandi King Kong á Höfðabakka, segist ekki vera búinn að ná utan um tjónið enn. Örtröðin hafi verið mikil síðustu daga þar sem hann ætlar að vera með opið alla daga um jólin. Hann segir þó að mennirnir hafi tekið bikið af vape-búnaði og öðrum vörum og tjónið sé töluvert. „Maður var spenntur fyrir því að hafa opið en þetta er leiðinleg byrjun á jólatörninni,“ segir Jón Þór. Hann segist hafa vitað hvað gerðist um leið og hann sá hurðina utan frá. Myndbandið gefur til kynna að mennirnir hafi vitað hvað þeir vildu úr versluninni og voru þeir þar inni í rétt rúma eina og hálfa mínútu. Þeir gerðu ekki tilraun til opna peningakassa verslunarinnar, né litu þeir innar í húsnæðið eftir verðmætum, þar sem þeir hefðu samkvæmt Jóni getað fundið tvær fartölvur Jón Þór opnaði verslunina fyrir þremur mánuðum en er nýbúinn að kaupa húsnæðið því hann stefni á að útvíkka verslunina og opna sjoppu. Hann segir að frá upphafi hafi hann í raun átt von á innbroti sem þessu þar sem verslunin sé nánast á iðnaðarsvæði og umferð sé mjög lítil á næturnar. Jón Þór segist ekki vita hvað mennirnir ætli sér að gera við vörurnar, þar sem þeir geti ekki komið þeim í verð án þess að það spyrjist út. „Reyndar er komin ný reglugerð sem bannar flestar þessara græja á næsta ári. Kannski voru þeir æstir útaf því,“ segir Jón Þór. Jón Þór segist vona að þjófarnir finnist. „Það er vonandi að þeir finnist svo hægt verði að láta þá taka afleiðingunum gagnvart lögunum,“ segir Jón Þór. „Maður reynir að horfa á björtu hliðarnar og halda áfram.“ Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Borgin firraði sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira
Myndband úr upptökum öryggismyndavélar í versluninni sýnir tvo menn nota kúbein til að spenna upp hurðina. Því næst tæmdu þeir úr hillum verslunarinnar ofan í töskur sem þeir voru með. Jón Þór Ágústsson, eigandi King Kong á Höfðabakka, segist ekki vera búinn að ná utan um tjónið enn. Örtröðin hafi verið mikil síðustu daga þar sem hann ætlar að vera með opið alla daga um jólin. Hann segir þó að mennirnir hafi tekið bikið af vape-búnaði og öðrum vörum og tjónið sé töluvert. „Maður var spenntur fyrir því að hafa opið en þetta er leiðinleg byrjun á jólatörninni,“ segir Jón Þór. Hann segist hafa vitað hvað gerðist um leið og hann sá hurðina utan frá. Myndbandið gefur til kynna að mennirnir hafi vitað hvað þeir vildu úr versluninni og voru þeir þar inni í rétt rúma eina og hálfa mínútu. Þeir gerðu ekki tilraun til opna peningakassa verslunarinnar, né litu þeir innar í húsnæðið eftir verðmætum, þar sem þeir hefðu samkvæmt Jóni getað fundið tvær fartölvur Jón Þór opnaði verslunina fyrir þremur mánuðum en er nýbúinn að kaupa húsnæðið því hann stefni á að útvíkka verslunina og opna sjoppu. Hann segir að frá upphafi hafi hann í raun átt von á innbroti sem þessu þar sem verslunin sé nánast á iðnaðarsvæði og umferð sé mjög lítil á næturnar. Jón Þór segist ekki vita hvað mennirnir ætli sér að gera við vörurnar, þar sem þeir geti ekki komið þeim í verð án þess að það spyrjist út. „Reyndar er komin ný reglugerð sem bannar flestar þessara græja á næsta ári. Kannski voru þeir æstir útaf því,“ segir Jón Þór. Jón Þór segist vona að þjófarnir finnist. „Það er vonandi að þeir finnist svo hægt verði að láta þá taka afleiðingunum gagnvart lögunum,“ segir Jón Þór. „Maður reynir að horfa á björtu hliðarnar og halda áfram.“
Lögreglumál Verslun Reykjavík Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Borgin firraði sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Vaktin: Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Sjá meira