Nærri því áttatíu úr sömu fjölskyldunni féllu í árás Samúel Karl Ólason skrifar 23. desember 2023 14:36 Rúmlega níutíu manns féllu í tveimur loftárásum Ísraela á Gasaströndinni í gær. Í einni þeirra féllu 76 manns úr sömu fjölskyldunni. AP/Adel Hana Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir árásir Ísraela á Gasaströndinni gera starfsmönnum SÞ erfitt að koma neyðarbirgðum til þeirra sem þurfa á þeim að halda. Miklir tálmar hafi verið settir í veg hjálparstarfsmanna og þörf sé á meiri aðstoð. Sameinuðu þjóðirnar segja að einungis tíu prósent af þeim neyðarbirgðum sem nauðsynlegar eru hafi borist. Samkvæmt Reuters segja Ísraelar að 5.405 flutningabílum með matvæli, vatn, lyf og aðrar nauðsynjar hafi verið hleypt inn á Gasaströndina frá því innrás ísraelska hersins hófst. Harðir bardagar geisa á norðurhluta Gasastrandarinnar og þá sérstaklega í Jabalya, þar sem Hamas-liðar segjast hafa grandað fimm ísraelskum skriðdrekum og fellt eða sært áhafnir þeirra. Ísraelar segjast aftur á móti nærri því að ná fullum yfirráðum á svæðinu og að undirbúningur fyrir hernaðaraðgerðir á suðurhlutanum sé í undirbúningi. Hundruð þúsunda af um 2,3 milljónum íbúa Gasastrandarinnar hafa flúið til suðurs en sitja þar föst. Palestínskur maður syrgir fjölskyldumeðlim sinn eftir loftárás í Khan Younis.AP/Mohammed Dahman AP fréttaveitan hefur eftir hjálparsveitum og starfsmönnum sjúkrahúsa á Gasa að rúmlega níutíu manns hafi fallið í árásum Ísraela á tvö íbúðarhús í Gasaborg í norðurhlutanum í gær. Þar af eru 76 manns úr sömu fjölskyldunni en árásirnar eru einhverjar þær mannskæðustu frá því innrás Ísraela hófst. Meðal þeirra sem féllu í árásunum var Issam al-Mughrabi, sem hefur lengi starfað fyrri Sameinuðu þjóðirnar á Gasaströndinni, eiginkona hans og fimm börn þeirra. Í heildina hafa rúmlega tuttugu þúsund manns fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem Hamas stýrir. 53 þúsund eru sögð hafa særst í árásunum. Nærri því 85 prósent íbúa hafa þurft að flýja heimili sín og rúm hálf milljón manna svelta, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum og öðrum samtökum. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir „Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti“ Izhar Cohen, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísrael árið 1978, segir Ísraela vita að Íslendingum sé illa við þá. Íslendingar hafi sýnt það þegar söngvakeppnin fór fram í Tel Aviv og íslenski hópurinn hafi umgengst öfgafulla Palestínumenn og stutt hryðjuverkastarfsemi gegn Ísraelum. 23. desember 2023 10:57 Hafa komist að samkomulagi um gjörbreytta tillögu Bandaríkin og Arabaríkin hafa komist að samkomulagi um orðalag ályktunar sem tekin verður til atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag, eftir vikulangar samningaviðræður. 22. desember 2023 06:26 Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. 21. desember 2023 07:06 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
Sameinuðu þjóðirnar segja að einungis tíu prósent af þeim neyðarbirgðum sem nauðsynlegar eru hafi borist. Samkvæmt Reuters segja Ísraelar að 5.405 flutningabílum með matvæli, vatn, lyf og aðrar nauðsynjar hafi verið hleypt inn á Gasaströndina frá því innrás ísraelska hersins hófst. Harðir bardagar geisa á norðurhluta Gasastrandarinnar og þá sérstaklega í Jabalya, þar sem Hamas-liðar segjast hafa grandað fimm ísraelskum skriðdrekum og fellt eða sært áhafnir þeirra. Ísraelar segjast aftur á móti nærri því að ná fullum yfirráðum á svæðinu og að undirbúningur fyrir hernaðaraðgerðir á suðurhlutanum sé í undirbúningi. Hundruð þúsunda af um 2,3 milljónum íbúa Gasastrandarinnar hafa flúið til suðurs en sitja þar föst. Palestínskur maður syrgir fjölskyldumeðlim sinn eftir loftárás í Khan Younis.AP/Mohammed Dahman AP fréttaveitan hefur eftir hjálparsveitum og starfsmönnum sjúkrahúsa á Gasa að rúmlega níutíu manns hafi fallið í árásum Ísraela á tvö íbúðarhús í Gasaborg í norðurhlutanum í gær. Þar af eru 76 manns úr sömu fjölskyldunni en árásirnar eru einhverjar þær mannskæðustu frá því innrás Ísraela hófst. Meðal þeirra sem féllu í árásunum var Issam al-Mughrabi, sem hefur lengi starfað fyrri Sameinuðu þjóðirnar á Gasaströndinni, eiginkona hans og fimm börn þeirra. Í heildina hafa rúmlega tuttugu þúsund manns fallið í árásum Ísraela, samkvæmt heilbrigðisyfirvöldum á Gasa, sem Hamas stýrir. 53 þúsund eru sögð hafa særst í árásunum. Nærri því 85 prósent íbúa hafa þurft að flýja heimili sín og rúm hálf milljón manna svelta, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum og öðrum samtökum.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir „Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti“ Izhar Cohen, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísrael árið 1978, segir Ísraela vita að Íslendingum sé illa við þá. Íslendingar hafi sýnt það þegar söngvakeppnin fór fram í Tel Aviv og íslenski hópurinn hafi umgengst öfgafulla Palestínumenn og stutt hryðjuverkastarfsemi gegn Ísraelum. 23. desember 2023 10:57 Hafa komist að samkomulagi um gjörbreytta tillögu Bandaríkin og Arabaríkin hafa komist að samkomulagi um orðalag ályktunar sem tekin verður til atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag, eftir vikulangar samningaviðræður. 22. desember 2023 06:26 Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. 21. desember 2023 07:06 Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir Aldraður barnalæknir dæmdur í fangelsi fyrir að vanvirða herinn Tugir látnir eftir að bíl var ekið inn í þvögu fólks í Kína Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Fjölgar hratt í ríkisstjórn Trumps Ganga til kosninga í febrúar Vörpuðu sprengjum á hópa tengda Íran í Sýrlandi Aðeins einn af tíu segist myndu tilkynna ofbeldið að fenginni reynslu „Ákveðinn árangur“ hafi náðst í viðræðum um vopnahlé í Líbanon Fimmtíu þúsund hermenn sagðir undirbúa gagnsókn í Kúrsk Búinn að velja sendiherra og „landamærakeisara“ Sakar Orbán um „ungverskt Watergate-hneyksli“ Vill losna við tálma úr vegi sínum Scholz tilbúinn að láta undan þrýstingi um vantraust Ishiba áfram forsætisráðherra þrátt fyrir kosningatap Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Aldrei jafn margar drónaárásir Trump vann öll sveifluríkin Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna „Ég bjóst aldrei við að þetta myndi gerast“ Ákærður fyrir ráðabrugg um að ráða Trump af dögum Fundu morðingja puttaferðalangs fimmtíu árum síðar Samstaða í Færeyjum um að bjóða út Suðureyjargöng Hverfa aftur til fortíðar vegna gervihnattatruflana Rússa Pútín óskar Trump til hamingju Yfirmaður COP29 sagður hafa reynt að selja jarðefnaeldsneyti Ráðist á ísraelska stuðningsmenn í Amsterdam Trump velur starfsmannastjóra úr innstu röðum Spennuþrungin barátta um fulltrúadeildina Sjá meira
„Troðið í ykkur klökum og haldið helvítis kjafti“ Izhar Cohen, sem vann Eurovision fyrir hönd Ísrael árið 1978, segir Ísraela vita að Íslendingum sé illa við þá. Íslendingar hafi sýnt það þegar söngvakeppnin fór fram í Tel Aviv og íslenski hópurinn hafi umgengst öfgafulla Palestínumenn og stutt hryðjuverkastarfsemi gegn Ísraelum. 23. desember 2023 10:57
Hafa komist að samkomulagi um gjörbreytta tillögu Bandaríkin og Arabaríkin hafa komist að samkomulagi um orðalag ályktunar sem tekin verður til atkvæðagreiðslu í öryggisráði Sameinuðu þjóðanna í dag, eftir vikulangar samningaviðræður. 22. desember 2023 06:26
Þurfa að stíga yfir lík barna til að aðstoða börn sem deyja hvort eð er Natalie Thurtle, ástralskur læknir sem hefur haft umsjón með störfum Lækna án landamæra á Gasa, segir gríðarlegan fjölda barna hafa látist síðustu vikur eða hlotið skaða fyrir lífstíð. 21. desember 2023 07:06
Tuttugu þúsund sögð látin á Gasa Tuttugu þúsund manns eru látin á Gasa vegna árása Ísraela að sögn heilbrigðisyfirvalda þar. Ísraelsmenn hafa sagt að þeir muni ekki láta af árásum sínum. 20. desember 2023 18:13