Einn fárra sem heldur upp á jólin í Grindavík Bjarki Sigurðsson skrifar 23. desember 2023 20:01 Hilmar Freyr Gunnarsson ætlar að vera í Grindavík um jólin. Vísir/Steingrímur Dúi Grindvíkingur sem ætlar að halda jól í bænum segir ekkert annað hafa verið í stöðunni en að fara heim um jólin. Síðustu dagar hafi verið algjör rússíbanareið. Fjölskyldan verður ein fárra sem dvelur í Grindavík um hátíðarnar eftir að bærinn var opnaður að fullu í gær. Í gær tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að það væri leyfilegt fyrir Grindvíkinga að gista í bænum í það minnsta fram yfir annan í jólum. Þá var bærinn færður af neyðarstigi niður á hættustig. Það var lítið um að vera í Grindavík þegar fréttamaður mætti í bæinn upp úr klukkan þrjú í dag. Að sögn Grindvíkinga sem fréttastofa ræddi við fyrir ætla fáir að halda jól í bænum eða gista þar. Klippa: Fámennt í frjálsri Grindavík Skreyttu í dag Það mátti þó finna einhverja Grindvíkinga þarna, þar á meðal Hilmar Gunnarsson. Hann ætlar að halda upp á jólin annað kvöld í Grindavík ásamt fjölskyldu sinni. „Við höfðum ekki annað úrræði. Við getum ekki haft þetta í leiguíbúðinni sem erum í í dag þannig í rauninni er þetta eina leiðin. Við verðum níu. Tengdaforeldrar mínir, systkini konunnar og við fimm,“ segir Hilmar. Börn Hilmars skreyttu jólatréð.Vísir/Steingrímur Dúi Fjölskyldan mætti í dag og undirbjó sig fyrir hátíðarhöldin með tiltekt og skreytingum. Hilmar segir síðustu daga hafa verið algjöran rússíbana. „Við komum hingað í gær að sækja dót og fara með í Hafnarfjörð þar sem við búum og í dag komum við til baka með sama dótið. Þetta er smá rússíbani og við vitum ekki hvar maður stendur dag frá degi. Ætlum bara að borða og fara svo heim,“ segir Hilmar. Fimmfalt minna húsnæði Í húsi Hilmars og fjölskyldu má sjá þónokkuð af sprungum sem urðu til í skjálftunum í byrjun nóvember og einnig þar sem húsið hefur sigið. Þrátt fyrir það segir Hilmar það mjög gott að komast aðeins heim. „Við erum í fimmtíu fermetrum. Förum úr 250 fermetrum í fimmtíu fermetra þannig það er mjög gott að koma hingað þótt það sé bara í smá tíma. Aðeins að breiða úr sér,“ segir Hilmar. Skjálftavirknin í Grindavík hefur verið afar takmörkuð í dag en land á svæðinu heldur áfram að rísa. Það hafði sigið í eldgosinu en sérfræðingar Veðurstofunnar telja að eftir tvær til þrjár vikur gæti það náð sömu hæð og áður en gosið hófst á mánudag. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira
Í gær tilkynnti lögreglustjórinn á Suðurnesjum að það væri leyfilegt fyrir Grindvíkinga að gista í bænum í það minnsta fram yfir annan í jólum. Þá var bærinn færður af neyðarstigi niður á hættustig. Það var lítið um að vera í Grindavík þegar fréttamaður mætti í bæinn upp úr klukkan þrjú í dag. Að sögn Grindvíkinga sem fréttastofa ræddi við fyrir ætla fáir að halda jól í bænum eða gista þar. Klippa: Fámennt í frjálsri Grindavík Skreyttu í dag Það mátti þó finna einhverja Grindvíkinga þarna, þar á meðal Hilmar Gunnarsson. Hann ætlar að halda upp á jólin annað kvöld í Grindavík ásamt fjölskyldu sinni. „Við höfðum ekki annað úrræði. Við getum ekki haft þetta í leiguíbúðinni sem erum í í dag þannig í rauninni er þetta eina leiðin. Við verðum níu. Tengdaforeldrar mínir, systkini konunnar og við fimm,“ segir Hilmar. Börn Hilmars skreyttu jólatréð.Vísir/Steingrímur Dúi Fjölskyldan mætti í dag og undirbjó sig fyrir hátíðarhöldin með tiltekt og skreytingum. Hilmar segir síðustu daga hafa verið algjöran rússíbana. „Við komum hingað í gær að sækja dót og fara með í Hafnarfjörð þar sem við búum og í dag komum við til baka með sama dótið. Þetta er smá rússíbani og við vitum ekki hvar maður stendur dag frá degi. Ætlum bara að borða og fara svo heim,“ segir Hilmar. Fimmfalt minna húsnæði Í húsi Hilmars og fjölskyldu má sjá þónokkuð af sprungum sem urðu til í skjálftunum í byrjun nóvember og einnig þar sem húsið hefur sigið. Þrátt fyrir það segir Hilmar það mjög gott að komast aðeins heim. „Við erum í fimmtíu fermetrum. Förum úr 250 fermetrum í fimmtíu fermetra þannig það er mjög gott að koma hingað þótt það sé bara í smá tíma. Aðeins að breiða úr sér,“ segir Hilmar. Skjálftavirknin í Grindavík hefur verið afar takmörkuð í dag en land á svæðinu heldur áfram að rísa. Það hafði sigið í eldgosinu en sérfræðingar Veðurstofunnar telja að eftir tvær til þrjár vikur gæti það náð sömu hæð og áður en gosið hófst á mánudag.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Trump íhugar íhlutun í Íran Erlent Fleiri fréttir Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Sjá meira