Körfubolti

Celtics pökkuðu Clippers saman

Ágúst Orri Arnarson skrifar
Jayson Tatum lét smávægileg meiðsli ekkert á sig fá og átti frábæran leik í nótt.
Jayson Tatum lét smávægileg meiðsli ekkert á sig fá og átti frábæran leik í nótt. Vísir/Getty

Boston Celtics unnu í nótt 37 stiga sigur á Los Angeles Clippers, 145-108 og eru nú sigursælasta lið deildarinnar með 22 sigra og 6 töp.

Leikurinn var í höndum gestanna frá Boston allt frá upphafi. Þeir hittu 47,2% frá þriggja stiga línunni, gáfu samtals 33 stoðsendingar og hrifsuðu mun fleiri fráköst en Clippers. 

Óttinn greip stuðningsmenn Celtics þegar Jayson Tatum lenti illa á vinstri ökkla eftir þriggja stiga skot. Hann sat hjá í síðasta leik vegna meiðsla á sama ökkla en eftir aðhlynningu frá sjúkraþjálfara kláraði hann leikinn og allt virtist í lagi með leikmanninn. 

Boston er nú komið í efsta sæti Austurdeildar NBA með 22 sigra, jafnmarga og Milwaukee Bucks sem unnu leik sinn gegn New York Knicks í nótt. Bucks hafa hins vegar tapað einum leik fleiri. Clippers menn eru í 5. sæti vestursins með 17 sigra og 12 töp. 

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×