Brjálað að gera í Skeifunni: „Alltaf eitthvað sem vantar“ Bjarki Sigurðsson og Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifa 24. desember 2023 14:41 Margt var um manninn í verslun Hagkaupa í Skeifunni í dag. Vísir Þrátt fyrir að flestir reyni að klára jólaundirbúninginn tímanlega gerist það jafnan að eitthvað gleymist, sem þarf svo að redda á síðustu stundu. Margir eru eflaust í slíkum erindagjörðum í Skeifunni einmitt núna. Fréttamaður leit við í Hagkaup í Skeifunni um hádegi í dag og náði tali af Sigurði Reyndalsson framkvæmdastjóra Hagkaupa og nokkrum viðskiptavinum. „Þetta er svona hluti af jólunum hjá okkur kaupmönnum, þegar menn eru búnir að fara yfir uppskriftirnar á Þorláksmessu, þá er alltaf eitthvað sem vantar. Það gleymdist eitthvað eitt og tvennt og það rjúka allir út í búð,“ segir Sigurður. Hann segir sjaldan eins mikið að gera og á aðfangadag. En körfurnar eru þó ekki stórar. „Þetta er oft svona þrjú, fjögur atriði sem vantar í ísskápinn til þess að allt smelli saman,“ segir Sigurður. „Þannig að þetta er alltaf mikill hasar á þessum degi hjá okkur.“ Hvað er fólk einna helst að setja í körfurnar sínar? „Þetta er nú alls konar. Stundum vantar aðeins meiri rjóma. Og það gleymdist einhver kryddstaukurinn og einhver var búinn að klára laufabrauðið sem átti að vera með matnum á jóladag og svona. Þannig að þetta er öll flóran í því sem vantar á listann.“ Hvernig hafa jólin gengið hjá ykkur í ár? „Jólin eru búin að vera mjög, mjög góð. Þau eru sérstök á hverju ári eftir því hvernig vikudagarnir raðast. Núna eru Þorláksmessa og aðfangadagur á laugardegi og sunnudegi. Þannig að verslunin var svolítið sterkari fyrri part viku hjá okkur núna. Eins og í gærkvöldi var ekki alveg dæmigerð Þorláksmessustemning þar sem að menn, greinilega af því að það er laugardagur, kláruðu innkaupin snemma og áttu rólegra kvöld.“ Skúringadót og súkkulaði Fréttamaður ræddi við nokkra viðskiptavini í Hagkaupum í dag og rýndi í innkaupakörfur þeirra. Ekki bar á miklu jólastressi og voru flestir þeirra búnir að kaupa síðustu jólagjöfina. „Við vorum nú reyndar bara ost og smá jógúrt,“ segir Andrea Guðmundsdóttir viðskiptavinur. Hún ætlar að bjóða upp á kalkúnabringu með góðri fyllingu og meðlæti í kvöld. Innkaup Bjarna Einarssonar voru heldur frábrugðin öðrum sem lögðu sér leið í Hagkaup í dag. „Ég var að kaupa skúringastöff og súkkulaði,“ segir hann. Aðspurður segir hann ekki möst að kaupa skúringadót á aðfangadegi. „Ég bara vakna snemma og gott að fá sér frískt loft. Það er svo gott veður úti.“ Hvað ertu með í matinn í kvöld? „Tengdó ræður þessu. Ég held það sé hamborgarhryggur. Hún er búin að vera með það í þrjátíu ár. En þetta eru síðustu jólin sem hún fær að ráða. Nú fæ ég að ráða. Nei!“ segir Bjarni og hlær. Loks náði fréttamaður tali af Svala Kaldalóns, fyrrverandi útvarpsmanni og núverandi leiðsögumanni. Hann var að ljúka við að kaupa síðustu jólagjöfina. „Það er alltaf ein sem er eftir, alltaf ein. Og smá pappír til þess að klára þegar maður uppgötvar á síðustu stundu að hann vantar. Þá fer maður á aðfangadag í Hagkaup.“ Og hvað er í matinn hjá ykkur? „Við ætlum að fara í naut og geyma saltaða kjötið þangað til síðast.“ Jól Matvöruverslun Verslun Reykjavík Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira
Fréttamaður leit við í Hagkaup í Skeifunni um hádegi í dag og náði tali af Sigurði Reyndalsson framkvæmdastjóra Hagkaupa og nokkrum viðskiptavinum. „Þetta er svona hluti af jólunum hjá okkur kaupmönnum, þegar menn eru búnir að fara yfir uppskriftirnar á Þorláksmessu, þá er alltaf eitthvað sem vantar. Það gleymdist eitthvað eitt og tvennt og það rjúka allir út í búð,“ segir Sigurður. Hann segir sjaldan eins mikið að gera og á aðfangadag. En körfurnar eru þó ekki stórar. „Þetta er oft svona þrjú, fjögur atriði sem vantar í ísskápinn til þess að allt smelli saman,“ segir Sigurður. „Þannig að þetta er alltaf mikill hasar á þessum degi hjá okkur.“ Hvað er fólk einna helst að setja í körfurnar sínar? „Þetta er nú alls konar. Stundum vantar aðeins meiri rjóma. Og það gleymdist einhver kryddstaukurinn og einhver var búinn að klára laufabrauðið sem átti að vera með matnum á jóladag og svona. Þannig að þetta er öll flóran í því sem vantar á listann.“ Hvernig hafa jólin gengið hjá ykkur í ár? „Jólin eru búin að vera mjög, mjög góð. Þau eru sérstök á hverju ári eftir því hvernig vikudagarnir raðast. Núna eru Þorláksmessa og aðfangadagur á laugardegi og sunnudegi. Þannig að verslunin var svolítið sterkari fyrri part viku hjá okkur núna. Eins og í gærkvöldi var ekki alveg dæmigerð Þorláksmessustemning þar sem að menn, greinilega af því að það er laugardagur, kláruðu innkaupin snemma og áttu rólegra kvöld.“ Skúringadót og súkkulaði Fréttamaður ræddi við nokkra viðskiptavini í Hagkaupum í dag og rýndi í innkaupakörfur þeirra. Ekki bar á miklu jólastressi og voru flestir þeirra búnir að kaupa síðustu jólagjöfina. „Við vorum nú reyndar bara ost og smá jógúrt,“ segir Andrea Guðmundsdóttir viðskiptavinur. Hún ætlar að bjóða upp á kalkúnabringu með góðri fyllingu og meðlæti í kvöld. Innkaup Bjarna Einarssonar voru heldur frábrugðin öðrum sem lögðu sér leið í Hagkaup í dag. „Ég var að kaupa skúringastöff og súkkulaði,“ segir hann. Aðspurður segir hann ekki möst að kaupa skúringadót á aðfangadegi. „Ég bara vakna snemma og gott að fá sér frískt loft. Það er svo gott veður úti.“ Hvað ertu með í matinn í kvöld? „Tengdó ræður þessu. Ég held það sé hamborgarhryggur. Hún er búin að vera með það í þrjátíu ár. En þetta eru síðustu jólin sem hún fær að ráða. Nú fæ ég að ráða. Nei!“ segir Bjarni og hlær. Loks náði fréttamaður tali af Svala Kaldalóns, fyrrverandi útvarpsmanni og núverandi leiðsögumanni. Hann var að ljúka við að kaupa síðustu jólagjöfina. „Það er alltaf ein sem er eftir, alltaf ein. Og smá pappír til þess að klára þegar maður uppgötvar á síðustu stundu að hann vantar. Þá fer maður á aðfangadag í Hagkaup.“ Og hvað er í matinn hjá ykkur? „Við ætlum að fara í naut og geyma saltaða kjötið þangað til síðast.“
Jól Matvöruverslun Verslun Reykjavík Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Best klæddu, flippuðustu og fáklæddustu á Grammy Tíska og hönnun Drengurinn skal heita Ezra Lífið „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Lífið Fleiri fréttir Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Sjá meira