Valdamestu hjón Repúblikana í Flórída flækt í kynlífshneyksli Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 26. desember 2023 09:42 Valdafíkn hjónanna hefur stundum verið líkt við hjónin sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum „House of Cards.“ AP/Phelan M. Ebenhack Maðurinn sem Repúblikanaflokkurinn í Flórída hafði valið til að leiða flokkinn í gegnum forsetakosningarnar á næsta ári hefur verið sakaður um að nauðga æskuvinkonu sinni. Hann hefur verið sviptur embætti, en segir ásakanirnar byggða á þvættingi. Hann og eiginkona hans hafi stundað kynlíf með konunni um margra ára skeið. Hjónin Christian og Bridget Ziegler hafa skotist upp á stjörnuhimin Repúblikana á ógnarhraða en virðast nú vera að hrapa eins og kulnaðar halastjörnur á tvöföldum hraða. Christian var í ársbyrjun valinn til forystu Repúblikana í ríkinu, í aðdraganda forsetakosninga. Bridget er ein af stofnendum hreyfingarinnar „Moms for Liberty“ sem hefur á stuttum tíma laðað að sér 130.000 meðlimi. Hreyfingin er íhaldsöm í meira lagi, hún berst fyrir bókabanni í skólum, þykir stjórnast af kynþáttahatri og andstyggð á réttindum hinsegin fólks. Valdafíkn þeirra hefur stundum verið líkt við hjónin sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum „House of Cards.“ Christian var í haust sakaður um að hafa nauðgað æskuvinkonu sinni. Hún hefur um árabil stundað kynlíf með hjónunum en segir að dag einn hafi húsfrúin ekki mætt og þá hafi hún ekki viljað fara ein í bólið með bóndanum. Hann hafi ekki hlustað á það og nauðgað æskuvinkonu sinni. Hann hefur nú verið rekinn úr embætti í Repúblikanaflokknum og sætir rannsókn vegna nauðgunarkæru. Á sama tíma er þess krafist að Bridget víki úr skólastjórn í Sarasota þar sem hún hefur setið í áratug. Hún þvertekur fyrir það þrátt fyrir að allir stjórnarmeðlimir hafi samþykkt að hún skuli hverfa á braut. Andstæðingar hennar segja að að öllu jöfnu komi fólki ekki við hvað annað fólk geri í svefnherberginu eða í frístundum sínum, en kona sem berjist af slíkum ákafa sem Bridget gegn mannréttindum annars fólks geti ekki sýnt af sér slíka hegðun. Samtökin sem Bridget stofnaði; Moms for Liberty, segjast berjast af krafti gegn innrás vinstriaflanna í bandarískt skólakerfi og hafa komist til nokkurra áhrifa innan Repúblikanaflokksins. Þau biðu þó talsvert afhroð í skólastjórnarkosningum sem haldin voru um allt land í nóvember og er það talið til marks um dvínandi ítök þeirra. Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira
Hjónin Christian og Bridget Ziegler hafa skotist upp á stjörnuhimin Repúblikana á ógnarhraða en virðast nú vera að hrapa eins og kulnaðar halastjörnur á tvöföldum hraða. Christian var í ársbyrjun valinn til forystu Repúblikana í ríkinu, í aðdraganda forsetakosninga. Bridget er ein af stofnendum hreyfingarinnar „Moms for Liberty“ sem hefur á stuttum tíma laðað að sér 130.000 meðlimi. Hreyfingin er íhaldsöm í meira lagi, hún berst fyrir bókabanni í skólum, þykir stjórnast af kynþáttahatri og andstyggð á réttindum hinsegin fólks. Valdafíkn þeirra hefur stundum verið líkt við hjónin sem margir þekkja úr sjónvarpsþáttunum „House of Cards.“ Christian var í haust sakaður um að hafa nauðgað æskuvinkonu sinni. Hún hefur um árabil stundað kynlíf með hjónunum en segir að dag einn hafi húsfrúin ekki mætt og þá hafi hún ekki viljað fara ein í bólið með bóndanum. Hann hafi ekki hlustað á það og nauðgað æskuvinkonu sinni. Hann hefur nú verið rekinn úr embætti í Repúblikanaflokknum og sætir rannsókn vegna nauðgunarkæru. Á sama tíma er þess krafist að Bridget víki úr skólastjórn í Sarasota þar sem hún hefur setið í áratug. Hún þvertekur fyrir það þrátt fyrir að allir stjórnarmeðlimir hafi samþykkt að hún skuli hverfa á braut. Andstæðingar hennar segja að að öllu jöfnu komi fólki ekki við hvað annað fólk geri í svefnherberginu eða í frístundum sínum, en kona sem berjist af slíkum ákafa sem Bridget gegn mannréttindum annars fólks geti ekki sýnt af sér slíka hegðun. Samtökin sem Bridget stofnaði; Moms for Liberty, segjast berjast af krafti gegn innrás vinstriaflanna í bandarískt skólakerfi og hafa komist til nokkurra áhrifa innan Repúblikanaflokksins. Þau biðu þó talsvert afhroð í skólastjórnarkosningum sem haldin voru um allt land í nóvember og er það talið til marks um dvínandi ítök þeirra.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Bandaríkin Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Ófremdarástandi lýst: Þrír stjórar í leyfi, einelti og hrun í starfsánægju Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Hafa fundið Cessna-vélina Erlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Allt að þriggja tíma bið í dekkjaskipti Innlent Hófu ekki rannsókn á heimilisofbeldi fyrir misskilning Innlent Bíða í allt að þrjá tíma: „Ætli það sé ekki bara helvítis veðurspáin“ Innlent Komu innlyksa mæðginum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Sólginn í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Sjá meira