Parasite-leikarinn Lee Sun-kyun látinn Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2023 06:07 Lee Sun-kyun lætur eftir sig eiginkonu, leikkonuna Jeon Hye-jin, og tvo syni. Getty Suðurkóreski leikarinn Lee Sun-kyun, sem þekktastur er fyrir hlutverk sitt í Óskarsverðlaunamyndinni Parasite, er látinn. Hann varð 48 ára að aldri. Erlendir fjölmiðlar segja hann hafa fundist látinn í bíl í einum af stærstu almenningsgörðum höfuðborgarinnar Seúl. Að sögn lögreglu segir að óljóst sé hvort hann hafi svipt sig lífi en að tilkynning hafi borist um að hann hafi yfirgefið heimili sitt og skilið þar eftir handskrifaðan miða. Lee Sun-kyun hafði verið nokkuð í fréttum síðustu vikurnar eftir að lögregla í Suður-Kóreu hóf rannsókn á meintri fíkniefnaneyslu leikarans í október. Yonhap segir að hann hafi verið grunaður um að hafa neytt fíkniefna með starfsmanni veitingastaðar í Seúl. Hafi hann viðurkennt að hafa neytt efnanna sem starfsmaðurinn hafi gefið honum en ekki gert sér greint fyrir að um ólögleg fíkniefni hafi verið að ræða. Þá segir að umræddur starfsmaður hafi greint lögreglu frá því að leikarinn hafi oft áður neytt fíkniefna á heimili hennar, en leikarinn sagði það þó ekki vera rétt. Leikaraferill Lee Sun-kyun spannaði rúma tvo áratugi og fór hann á þeim tíma með aðalhlutverk í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hann sló í gegn á alþjóðlegum vettvangi eftir hlutverk sitt sem Park Dong-ik í myndinni Parasite, föðurinn í hinni auðugu Park-fjölskyldu í myndinni. Parasite vann til fernra Óskarsverðlauna árið 2020, þar með talið bestu mynd ársins, en það var í fyrsta sinn sem kvikmynd þar sem ekki er töluð enska, vann verðlaunin sem besta erlenda mynd. Lee Sun-kyun lætur eftir sig eiginkonu, leikkonuna Jeon Hye-jin, og tvo syni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218. Andlát Bíó og sjónvarp Suður-Kórea Mest lesið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar segja hann hafa fundist látinn í bíl í einum af stærstu almenningsgörðum höfuðborgarinnar Seúl. Að sögn lögreglu segir að óljóst sé hvort hann hafi svipt sig lífi en að tilkynning hafi borist um að hann hafi yfirgefið heimili sitt og skilið þar eftir handskrifaðan miða. Lee Sun-kyun hafði verið nokkuð í fréttum síðustu vikurnar eftir að lögregla í Suður-Kóreu hóf rannsókn á meintri fíkniefnaneyslu leikarans í október. Yonhap segir að hann hafi verið grunaður um að hafa neytt fíkniefna með starfsmanni veitingastaðar í Seúl. Hafi hann viðurkennt að hafa neytt efnanna sem starfsmaðurinn hafi gefið honum en ekki gert sér greint fyrir að um ólögleg fíkniefni hafi verið að ræða. Þá segir að umræddur starfsmaður hafi greint lögreglu frá því að leikarinn hafi oft áður neytt fíkniefna á heimili hennar, en leikarinn sagði það þó ekki vera rétt. Leikaraferill Lee Sun-kyun spannaði rúma tvo áratugi og fór hann á þeim tíma með aðalhlutverk í fjölda kvikmynda og sjónvarpsþátta. Hann sló í gegn á alþjóðlegum vettvangi eftir hlutverk sitt sem Park Dong-ik í myndinni Parasite, föðurinn í hinni auðugu Park-fjölskyldu í myndinni. Parasite vann til fernra Óskarsverðlauna árið 2020, þar með talið bestu mynd ársins, en það var í fyrsta sinn sem kvikmynd þar sem ekki er töluð enska, vann verðlaunin sem besta erlenda mynd. Lee Sun-kyun lætur eftir sig eiginkonu, leikkonuna Jeon Hye-jin, og tvo syni. Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Í þessari grein er fjallað um sjálfsvíg. Fólki með sjálfsvígshugsanir er bent á upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is, Hjálparsíma Rauða krossins s.1717, á netspjallið 1717.is og á Píeta símann s.552-2218. Þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi er bent á stuðning í Sorgarmiðstöð s. 551-4141, upplýsingasíma heilsugæslunnar s.1700, netspjallið heilsuvera.is og á Píeta símann s.552-2218.
Andlát Bíó og sjónvarp Suður-Kórea Mest lesið Retró-draumur í Hlíðunum Lífið „Ég heillast af hættunni“ Lífið Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Lífið Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð Lífið Eru þetta bestu gamanmyndir sögunnar? Bíó og sjónvarp Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Lífið Theodór Elmar og Pattra í sundur Lífið Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Tónlist NASCAR25: Hver þarf að beygja meira en til vinstri til að skemmta sér? Leikjavísir Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Lífið Fleiri fréttir Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sambærilegt því að spila með Real Madrid Fyrirmynd Lucy úr Narníu látin Tískukóngur og húðdrottning ástfangin Nína Björk og Aron selja einbýlið við Grettisgötu Unnur Eggerts kom íslenska innsoginu á kortið Tók á móti dóttur sinni á bílaplaninu: „Allt er gott sem endar vel‘“ Ástin blómstrar hjá Kristínu Ruth og Arnari Snæ Hvers vegna halda 9/11-samsæriskenningar enn velli? Stjörnulífið: „Ég kikna í hnjánum“ Ójöfn verkaskipting: Ég er útkeyrð og hef engan áhuga á kynlífi Hjúkrunarfræðingurinn sem gerðist kúabóndi Íslenskir kórar sungu í Kristjánsborgarhallarkirkju Hulunni svipt af nýjum Íþróttaálfi Þegar Dorrit var forsetafrú Krakkatían: Þakkargjörðarhátíð, Wicked og aðventukrans Sjá meira