Móðir og fjögur börn fundust myrt í Frakklandi Atli Ísleifsson skrifar 27. desember 2023 06:35 Saksóknari segir að nágrannar hafi tekið eftir blóði á stéttinni fyrir utan heimili fjölskyldunnar í Meaux á jóladag. EPA Lögregla í Frakklandi hefur handtekið 33 ára karlmann eftir að kona og fjögur börn fundust látin í húsi skammt frá höfuðborginni París. Franskir fjölmiðlar segja þau hafa fundist látin heimili sínu í bænum Meaux, austur af París, á jóladag. Börnin voru níu mánaða, fjögurra ára, sjö ára og tíu ára, en hinn handtekni er faðir barnanna. Saksóknarar segja vinkona hinnar látnu hafa haft samband við lögreglu og lýst þar yfir áhyggjum sem varð til þess að lögreglumenn fóru á vettvang og fundu konuna og börnin látin. „Heil fjölskylda var drepin, stungin með hníf í grimmilegri árás. Þetta er hræðilegt,“ segir Jean-François Cope, bæjarstjóri í Meaux, í samtali við AP. Talsmaður lögreglu segir að engin merki hafi verið um innbrot í íbúðina og faðirinn hafi ekki verið á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Maðurinn var svo handtekinn í grennd við bæinn Sevran nokkru síðar. Saksóknari segir að nágrannar hafi tekið eftir blóði á stéttinni fyrir utan heimili fjölskyldunnar á jóladag. Er talið að móðirin og dæturnar, sjö og tíu ára, verið stungnar með hníf en að maðurinn hafi kyrkt eða drekkt yngri börnin tvö, fjögurra ára og níu mánaða. Franskir fjölmiðlar segja að maðurinn sem grunaður sé í málinu hafi áður verið handtekinn eftir að hafa stungið móður barna sinna með hníf árið 2019. Rannsókn á því máli hafi verið felld niður þar sem maðurinn hafi ekki verið metinn sakhæfur. Tveimur árum áður hafði maðurinn verið lagður inn á geðdeild. Morðin hafa vakið mikinn óhug í Frakklandi og vakið upp umræðu um heimilisofbeldi, en það sem af er ári hafa á annað hundrað kvenna verið drepin af maka sínum eða fyrrverandi maka í landinu. Frakkland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira
Franskir fjölmiðlar segja þau hafa fundist látin heimili sínu í bænum Meaux, austur af París, á jóladag. Börnin voru níu mánaða, fjögurra ára, sjö ára og tíu ára, en hinn handtekni er faðir barnanna. Saksóknarar segja vinkona hinnar látnu hafa haft samband við lögreglu og lýst þar yfir áhyggjum sem varð til þess að lögreglumenn fóru á vettvang og fundu konuna og börnin látin. „Heil fjölskylda var drepin, stungin með hníf í grimmilegri árás. Þetta er hræðilegt,“ segir Jean-François Cope, bæjarstjóri í Meaux, í samtali við AP. Talsmaður lögreglu segir að engin merki hafi verið um innbrot í íbúðina og faðirinn hafi ekki verið á vettvangi þegar lögreglu bar að garði. Maðurinn var svo handtekinn í grennd við bæinn Sevran nokkru síðar. Saksóknari segir að nágrannar hafi tekið eftir blóði á stéttinni fyrir utan heimili fjölskyldunnar á jóladag. Er talið að móðirin og dæturnar, sjö og tíu ára, verið stungnar með hníf en að maðurinn hafi kyrkt eða drekkt yngri börnin tvö, fjögurra ára og níu mánaða. Franskir fjölmiðlar segja að maðurinn sem grunaður sé í málinu hafi áður verið handtekinn eftir að hafa stungið móður barna sinna með hníf árið 2019. Rannsókn á því máli hafi verið felld niður þar sem maðurinn hafi ekki verið metinn sakhæfur. Tveimur árum áður hafði maðurinn verið lagður inn á geðdeild. Morðin hafa vakið mikinn óhug í Frakklandi og vakið upp umræðu um heimilisofbeldi, en það sem af er ári hafa á annað hundrað kvenna verið drepin af maka sínum eða fyrrverandi maka í landinu.
Frakkland Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Sjá meira