Ratcliffe má aldrei gagnrýna Glazer-fjölskylduna Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2023 11:00 Laxveiðimaðurinn Jim Ratcliffe er að eignast fjórðungshlut í Manchester United og mun sjá um fótboltalegan rekstur félagsins. Getty/Peter Byrne Íslandsvinurinn Sir Jim Ratcliffe verður að gæta þess að gagnrýna aldrei opinberlega þá Avram og Joe Glazer, eftir að hafa eignast 25% hlut í enska knattspyrnufélaginu Manchester United. Tilkynnt var um kaup Ratcliffe á aðfangadag. Glazer-fjölskyldan á áfram meirihluta í félaginu en Ratcliffe mun sjá um fótboltarekstur félagsins, og þar með til dæmis hafa umsjón með kaupum og sölum á leikmönnum. Óhætt er að segja að hin bandaríska Glazer-fjölskylda hafi verið óvinsæl hjá stuðningsmönnum United í gegnum tíðina, eða frá því að hún eignaðist félagið árið 2005. Glazer-fjölskyldan verður hins vegar ekki gagnrýnd af Ratcliffe því samkvæmt frétt The Times er ein af klásúlum kaupsamningsins sú að hann megi það ekki. Að sama skapi má Glazer-fjölskyldan ekki gagnrýna Ratcliffe opinberlega. Þetta kemur fram í skjali sem skilað var inn til kauphallarinnar í New York vegna sölunnar. Sir Jim Ratcliffe and the Glazers agree not to criticise each other under a mutual non-disparagement clause as part of #MUFC deal https://t.co/ShH1JuFUZa— James Ducker (@TelegraphDucker) December 28, 2023 Í skjalinu er einnig staðfest að tveir fulltrúar úr fyrirtæki Ratcliffe, INEOS, taki sæti í stjórn United en það eru þeir Sir Dave Brailsford og Jean-Claude Blanc. Verðið á 25% hlutnum sem Ratcliffe eignaðist er 1.250 milljónir punda, eða jafnvirði um 217 milljarða íslenskra króna. Búist er við að kaupin verði samþykkt af ensku úrvalsdeildinni áður en langt um líður en þó að það sé ekki frágengið munu allar aðgerðir United á félagaskiptamarkaðnum núna í janúar þurfa að njóta samþykkis INEOS. Enski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira
Tilkynnt var um kaup Ratcliffe á aðfangadag. Glazer-fjölskyldan á áfram meirihluta í félaginu en Ratcliffe mun sjá um fótboltarekstur félagsins, og þar með til dæmis hafa umsjón með kaupum og sölum á leikmönnum. Óhætt er að segja að hin bandaríska Glazer-fjölskylda hafi verið óvinsæl hjá stuðningsmönnum United í gegnum tíðina, eða frá því að hún eignaðist félagið árið 2005. Glazer-fjölskyldan verður hins vegar ekki gagnrýnd af Ratcliffe því samkvæmt frétt The Times er ein af klásúlum kaupsamningsins sú að hann megi það ekki. Að sama skapi má Glazer-fjölskyldan ekki gagnrýna Ratcliffe opinberlega. Þetta kemur fram í skjali sem skilað var inn til kauphallarinnar í New York vegna sölunnar. Sir Jim Ratcliffe and the Glazers agree not to criticise each other under a mutual non-disparagement clause as part of #MUFC deal https://t.co/ShH1JuFUZa— James Ducker (@TelegraphDucker) December 28, 2023 Í skjalinu er einnig staðfest að tveir fulltrúar úr fyrirtæki Ratcliffe, INEOS, taki sæti í stjórn United en það eru þeir Sir Dave Brailsford og Jean-Claude Blanc. Verðið á 25% hlutnum sem Ratcliffe eignaðist er 1.250 milljónir punda, eða jafnvirði um 217 milljarða íslenskra króna. Búist er við að kaupin verði samþykkt af ensku úrvalsdeildinni áður en langt um líður en þó að það sé ekki frágengið munu allar aðgerðir United á félagaskiptamarkaðnum núna í janúar þurfa að njóta samþykkis INEOS.
Enski boltinn Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Grealish og Foden líður ekki vel Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Sjá meira