Bayern bendir á sturlaða staðreynd um Glódísi: „Svo sterk“ Sindri Sverrisson skrifar 28. desember 2023 15:31 Glódís Perla Viggósdóttir er sannkallaður klettur í vörn Bayern München. Getty/Catherine Steenkeste Glódís Perla Viggósdóttir er ekki bara komin í hóp bestu varnarmanna heims heldur virðist hún einhver áreiðanlegasta knattspyrnukona sem fyrirfinnst. Félagslið Glódísar, þýsku meistararnir í Bayern München, bendir í dag á þá mögnuðu staðreynd að Glódís lék allar mínútur sem í boði voru með liðinu á árinu sem nú er að líða, eða alls 2.790 mínútur. Glódís lék einmitt allar mínútur sem í boði voru í deildarleikjum Bayern á síðustu leiktíð, þegar liðið varð Þýskalandsmeistari. Á almanaksárinu 2023 hefur hún spilað 22 deildarleiki, þrjá bikarleiki, og sex leiki í Meistaradeild Evrópu. Alla þessa leiki, 31 talsins, hefur Glódís spilað frá upphafi til enda. „Svo sterk,“ stendur í færslu Bayern á samfélagsmiðlum um fyrirliðann, en Glódís fékk fyrirliðabandið hjá bæði Bayern og íslenska landsliðinu á þessu ári. . ! @glodisperla hat dieses Jahr in jeder Partie 90 Minuten durchgespielt so stark. #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/UnX08e8YuR— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) December 28, 2023 Og það sem Bayern bendir ekki á er að Glódís var sömuleiðis önnur af tveimur leikmönnum Íslands sem spiluðu allar mínúturnar í Þjóðadeildinni í ár, eða sex leiki frá upphafi til enda. Hin er raunar einnig á mála hjá Bayern, en að láni hjá Leverkusen þar sem hún hefur farið á kostum í vetur, en það er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Þannig bætast við 540 mínútur hjá Glódísi sem spilaði svo auk þess alla nema einn af sjö vináttulandsleikjum Íslands á árinu. Henni var vissulega skipt af velli í tveimur þessara leikja en eini leikurinn sem Glódís spilaði ekki á árinu var í 5-0 sigrinum gegn Filippseyjum, í Pinatar-bikarnum svokallaða. Glódís lék því allar 3.330 mínúturnar af keppnisleikjum sem í boði voru fyrir hana á árinu 2023. Ef vináttulandsleikirnir eru teknir með spilaði hún svo 3.797 af 3.960 mínútum sem í boði voru á árinu. Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Glódís og Hákon hlutu afgerandi kosningu Glódís Perla Viggósdóttir er knattspyrnukona ársins og Hákon Arnar Haraldsson er knattspyrnumaður ársins. Bæði hlutu þau nafnbótina í fyrsta sinn í fyrra og halda henni. 22. desember 2023 13:34 Fleiri konur en karlar í fyrsta sinn á topp tíu listanum: Þessi eru á topp tíu Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólk ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna en þetta er sögulegt kjör því í fyrsta sinn í 68 ára sögu kjörsins eru karlar í minnihluta meðal þeirra tíu efstu í kjörinu. 22. desember 2023 06:00 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sjá meira
Félagslið Glódísar, þýsku meistararnir í Bayern München, bendir í dag á þá mögnuðu staðreynd að Glódís lék allar mínútur sem í boði voru með liðinu á árinu sem nú er að líða, eða alls 2.790 mínútur. Glódís lék einmitt allar mínútur sem í boði voru í deildarleikjum Bayern á síðustu leiktíð, þegar liðið varð Þýskalandsmeistari. Á almanaksárinu 2023 hefur hún spilað 22 deildarleiki, þrjá bikarleiki, og sex leiki í Meistaradeild Evrópu. Alla þessa leiki, 31 talsins, hefur Glódís spilað frá upphafi til enda. „Svo sterk,“ stendur í færslu Bayern á samfélagsmiðlum um fyrirliðann, en Glódís fékk fyrirliðabandið hjá bæði Bayern og íslenska landsliðinu á þessu ári. . ! @glodisperla hat dieses Jahr in jeder Partie 90 Minuten durchgespielt so stark. #FCBayern #MiaSanMia pic.twitter.com/UnX08e8YuR— FC Bayern Frauen (@FCBfrauen) December 28, 2023 Og það sem Bayern bendir ekki á er að Glódís var sömuleiðis önnur af tveimur leikmönnum Íslands sem spiluðu allar mínúturnar í Þjóðadeildinni í ár, eða sex leiki frá upphafi til enda. Hin er raunar einnig á mála hjá Bayern, en að láni hjá Leverkusen þar sem hún hefur farið á kostum í vetur, en það er Karólína Lea Vilhjálmsdóttir. Þannig bætast við 540 mínútur hjá Glódísi sem spilaði svo auk þess alla nema einn af sjö vináttulandsleikjum Íslands á árinu. Henni var vissulega skipt af velli í tveimur þessara leikja en eini leikurinn sem Glódís spilaði ekki á árinu var í 5-0 sigrinum gegn Filippseyjum, í Pinatar-bikarnum svokallaða. Glódís lék því allar 3.330 mínúturnar af keppnisleikjum sem í boði voru fyrir hana á árinu 2023. Ef vináttulandsleikirnir eru teknir með spilaði hún svo 3.797 af 3.960 mínútum sem í boði voru á árinu.
Þýski boltinn Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Glódís og Hákon hlutu afgerandi kosningu Glódís Perla Viggósdóttir er knattspyrnukona ársins og Hákon Arnar Haraldsson er knattspyrnumaður ársins. Bæði hlutu þau nafnbótina í fyrsta sinn í fyrra og halda henni. 22. desember 2023 13:34 Fleiri konur en karlar í fyrsta sinn á topp tíu listanum: Þessi eru á topp tíu Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólk ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna en þetta er sögulegt kjör því í fyrsta sinn í 68 ára sögu kjörsins eru karlar í minnihluta meðal þeirra tíu efstu í kjörinu. 22. desember 2023 06:00 Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjötíu ára titlaþurrð á enda Brynjólfur í hetjuhlutverkinu í hollenska boltanum Merino aftur hetja Arsenal Karólína Lea lagði upp mark í stórsigri Cecilía fékk á sig tvö sjálfsmörk Fjórtán ára stelpa kom inn á í bandarísku atvinnumannadeildinni Íslendingaliðið tók dýrmæt stig af Napoli í toppbaráttunni Vantar fleiri klukkustundir í sólarhringinn Sjáðu hetjudáðir Stefáns Teits í enska boltanum í gær Sjá meira
Glódís og Hákon hlutu afgerandi kosningu Glódís Perla Viggósdóttir er knattspyrnukona ársins og Hákon Arnar Haraldsson er knattspyrnumaður ársins. Bæði hlutu þau nafnbótina í fyrsta sinn í fyrra og halda henni. 22. desember 2023 13:34
Fleiri konur en karlar í fyrsta sinn á topp tíu listanum: Þessi eru á topp tíu Vísir birtir í dag topp tíu listann yfir besta íþróttafólk ársins á Íslandi að mati Samtaka íþróttafréttamanna en þetta er sögulegt kjör því í fyrsta sinn í 68 ára sögu kjörsins eru karlar í minnihluta meðal þeirra tíu efstu í kjörinu. 22. desember 2023 06:00