Fá ekki að leigja eitt frægasta brauðbaksturssvæði landsins Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 30. desember 2023 07:01 Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir hugmyndina ekki hafa þótt framkvæmanlega. Sveitarstjórn Bláskógabyggðar hefur hafnað erindi heilsulindarinnar Laugarvatn Fontana um gerð leigusamnings um hverasvæðið við Laugarvatn. Sveitarstjóri segir hugmyndina ekki hafa þótt framkvæmanlega. Erindi heilsulindarinnar var borið upp á síðasta fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar fyrir jól, þann 21. desember. Félagið lýsti yfir vilja til viðræðna við sveitarstjórnina um gerð leigusamnings milli Bláskógabyggðar og félagsins um hverasvæðið svo auka megi upplifun gesta, trygggja öryggi þeirra og stuðla að verndun svæðisins. Löng hefð er fyrir brauðbakstri á hverasvæðinu. Grafið er í sandinn niður á sjóðandi vatn, pottur með brauðdeigi settur niður og mokað yfir. Brauðið svo gjarnan bakað í hverahitanum í sólarhring. Meðal þeirra sem þetta hafa gert er Hollywood stjarnan Zac Efron. Hann gerði hverasvæðinu skil í sjónvarpsþáttum sínum árið 2018. Í erindi sínu til Bláskógabyggðar árétta stjórnendur Laugarvatn Fontana að hverasvæðið yrði enn sem fyrr til notkunar fyrir íbúa sem nýti hverasvæðið til baksturs. Ekki um að ræða stórt svæði Ekki hefur náðst í stjórnendur heilsulindarinnar vegna málsins. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir í samtali við Vísi að hverasvæðið sé inni á landi sveitarfélagsins. „Sveitarstjórn sá sér ekki fært um að gera samning um einkaafnot af þessu. Þetta er inni á landi sveitarfélagsins, er ekki afgirt og það geta allir farið þarna um. Þannig að það þótti erfitt að útfæra þetta þannig að þetta væri framkvæmanlegt,“ segir Ásta. „Það geta allir bakað þarna í dag, svo lengi sem plássið leyfir. Þetta er náttúrulega ekki stórt svæði.“ Bláskógabyggð Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira
Erindi heilsulindarinnar var borið upp á síðasta fundi sveitarstjórnar Bláskógabyggðar fyrir jól, þann 21. desember. Félagið lýsti yfir vilja til viðræðna við sveitarstjórnina um gerð leigusamnings milli Bláskógabyggðar og félagsins um hverasvæðið svo auka megi upplifun gesta, trygggja öryggi þeirra og stuðla að verndun svæðisins. Löng hefð er fyrir brauðbakstri á hverasvæðinu. Grafið er í sandinn niður á sjóðandi vatn, pottur með brauðdeigi settur niður og mokað yfir. Brauðið svo gjarnan bakað í hverahitanum í sólarhring. Meðal þeirra sem þetta hafa gert er Hollywood stjarnan Zac Efron. Hann gerði hverasvæðinu skil í sjónvarpsþáttum sínum árið 2018. Í erindi sínu til Bláskógabyggðar árétta stjórnendur Laugarvatn Fontana að hverasvæðið yrði enn sem fyrr til notkunar fyrir íbúa sem nýti hverasvæðið til baksturs. Ekki um að ræða stórt svæði Ekki hefur náðst í stjórnendur heilsulindarinnar vegna málsins. Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, segir í samtali við Vísi að hverasvæðið sé inni á landi sveitarfélagsins. „Sveitarstjórn sá sér ekki fært um að gera samning um einkaafnot af þessu. Þetta er inni á landi sveitarfélagsins, er ekki afgirt og það geta allir farið þarna um. Þannig að það þótti erfitt að útfæra þetta þannig að þetta væri framkvæmanlegt,“ segir Ásta. „Það geta allir bakað þarna í dag, svo lengi sem plássið leyfir. Þetta er náttúrulega ekki stórt svæði.“
Bláskógabyggð Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Sjá meira