Eurovision-stjörnur á Tenerife um áramótin Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 28. desember 2023 19:01 Páll Óskar virkar afar spenntur fyrir komandi dögum og nóttum á Tenerife. Farþegar með flugi Play til Tenerife í morgunsárið höfðu mögulega einhverjir áhyggjur af því að geta ekki dottað í vélinni enda miklir söngfuglar um borð. Poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson er á leiðinni í sólina á Tenerife að trylla lýðinn á árlegu gamlársballi. Hann segist ætla að bjóða upp á alvöru gleðisprengju eins og þær gerast bestar. Páll Óskar var strax kominn í gír á Keflavíkurflugvelli fyrir flugtak um níuleytið í morgun. Hann söng reyndar ekki fyrir farþega í fluginu heldur gluggaði aðeins í bókina sem hann keypti í flugstöðinni, ævisögu Britney Spears. Poppstjarna les um poppstjörnu. View this post on Instagram A post shared by Páll Óskar (@palloskar) Páll Óskar keppti fyrir Íslands hönd árið 1997 á Írlandi með laginu Minn hinsti dans. Flutningurinn var eftirminnilegur en lagið hafnaði í neðsta sæti. Tveimur árum síðar komst Ísland nærri sigri þegar Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti með lagið All out of luck eftir að hafa leitt stigagjöfina lengi vel. Selma keppti aftur í keppninni í Úkraínu 2005. Laginu If I had your Love var spáð góðu gengi en komst ekki í gegnum undanúrslitin. Selma Björns var einnig í morgunfluginu til Tenerife og ætlar greinilega að láta sólargeislana leika við kroppinn yfir áramótin ásamt stórvinkonu sinni, Regínu Ósk Óskarsdóttur, útvarpskonu á K100. Óhætt er að segja að um söngelskar Eurovison vinkonur sé að ræða. Regína Ósk keppti í Eurovision með Friðriki Ómari Hjörleifssyni árið 2008 með smellinum This is My Life sem hafnaði í ellefta sæti. Hvort Páll Óskar nái að semja við þær Selmu og Regínu um að syngja á áramótaballinu á Tenerife verður að koma í ljós. Mögulega nýta þær kærkomið tækifæri og hvíla röddina fyrir árið sem fram undan er. Eurovision Íslendingar erlendis Áramót Kanaríeyjar Tengdar fréttir Frægir fundu ástina 2023 Það er ekkert betra en að finna ástina. Út á það gengur lífsins hamingja hjá ansi mörgum þó sumum finnist fínt að vera einir. 23. desember 2023 10:01 Ver jólunum í faðmi kærastans Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum. 21. desember 2023 14:28 Fann ástina í faðmi flóttamanns frá Venesúela Páll Óskar Hjálmtýsson, poppgoðsögn Íslands, er trúlofaður. Hann greindi tónleikagestum frá því á aðventutónleikum um helgina og sagðist hlakka til fyrstu jólanna með ástinni sinni. 6. desember 2023 12:30 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Poppkóngurinn Páll Óskar Hjálmtýsson er á leiðinni í sólina á Tenerife að trylla lýðinn á árlegu gamlársballi. Hann segist ætla að bjóða upp á alvöru gleðisprengju eins og þær gerast bestar. Páll Óskar var strax kominn í gír á Keflavíkurflugvelli fyrir flugtak um níuleytið í morgun. Hann söng reyndar ekki fyrir farþega í fluginu heldur gluggaði aðeins í bókina sem hann keypti í flugstöðinni, ævisögu Britney Spears. Poppstjarna les um poppstjörnu. View this post on Instagram A post shared by Páll Óskar (@palloskar) Páll Óskar keppti fyrir Íslands hönd árið 1997 á Írlandi með laginu Minn hinsti dans. Flutningurinn var eftirminnilegur en lagið hafnaði í neðsta sæti. Tveimur árum síðar komst Ísland nærri sigri þegar Selma Björnsdóttir hafnaði í öðru sæti með lagið All out of luck eftir að hafa leitt stigagjöfina lengi vel. Selma keppti aftur í keppninni í Úkraínu 2005. Laginu If I had your Love var spáð góðu gengi en komst ekki í gegnum undanúrslitin. Selma Björns var einnig í morgunfluginu til Tenerife og ætlar greinilega að láta sólargeislana leika við kroppinn yfir áramótin ásamt stórvinkonu sinni, Regínu Ósk Óskarsdóttur, útvarpskonu á K100. Óhætt er að segja að um söngelskar Eurovison vinkonur sé að ræða. Regína Ósk keppti í Eurovision með Friðriki Ómari Hjörleifssyni árið 2008 með smellinum This is My Life sem hafnaði í ellefta sæti. Hvort Páll Óskar nái að semja við þær Selmu og Regínu um að syngja á áramótaballinu á Tenerife verður að koma í ljós. Mögulega nýta þær kærkomið tækifæri og hvíla röddina fyrir árið sem fram undan er.
Eurovision Íslendingar erlendis Áramót Kanaríeyjar Tengdar fréttir Frægir fundu ástina 2023 Það er ekkert betra en að finna ástina. Út á það gengur lífsins hamingja hjá ansi mörgum þó sumum finnist fínt að vera einir. 23. desember 2023 10:01 Ver jólunum í faðmi kærastans Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum. 21. desember 2023 14:28 Fann ástina í faðmi flóttamanns frá Venesúela Páll Óskar Hjálmtýsson, poppgoðsögn Íslands, er trúlofaður. Hann greindi tónleikagestum frá því á aðventutónleikum um helgina og sagðist hlakka til fyrstu jólanna með ástinni sinni. 6. desember 2023 12:30 Mest lesið Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Lífið Nammimaðurinn er allur Lífið Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Lífið Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Lífið Fleiri fréttir Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Heiðdís Rós fagnaði sigrinum með sjálfum Trump Gunnhildur og Erin eignuðust dreng Seljaskóli og Ölduselsskóli áfram í úrslit í Skrekk „Dagurinn var algjörlega fullkominn“ Þrjár menntastofnanir og þrír kennarar handhafar Íslensku menntaverðlaunanna Heitt, sveitt og óhugnanlegt á klúbbnum Aron selur húsið ári eftir kaupin Með 120 þúsund króna Dior der í golfi Gulrótasalat sem rífur í bragðlaukana Setning Steinda gerði keppendur brjálaða Myndaveisla: Víkingskonur kunna að halda gott partí Versti óttinn að raungerast Árbæjarskóli og Laugalækjarskóli áfram í úrslit í Skrekk Hvuttar á kjörstað Sjá meira
Frægir fundu ástina 2023 Það er ekkert betra en að finna ástina. Út á það gengur lífsins hamingja hjá ansi mörgum þó sumum finnist fínt að vera einir. 23. desember 2023 10:01
Ver jólunum í faðmi kærastans Páll Óskar Hjálmtýsson, einn ástsælasti söngvari þjóðarinnar, ætlar að halda jólin með kærastanum sínum. Það er í fyrsta skiptið í langan tíma sem hann er ekki með systkinum sínum og þeirra fjölskyldum. 21. desember 2023 14:28
Fann ástina í faðmi flóttamanns frá Venesúela Páll Óskar Hjálmtýsson, poppgoðsögn Íslands, er trúlofaður. Hann greindi tónleikagestum frá því á aðventutónleikum um helgina og sagðist hlakka til fyrstu jólanna með ástinni sinni. 6. desember 2023 12:30