Hólmfríður óttaðist um líf sitt Sindri Sverrisson skrifar 29. desember 2023 09:30 Hólmfríður Magnúsdóttir er vön að geta geyst fram völlinn en veiktist illa í byrjun þessa árs. vísir/bára Hólmfríður Magnúsdóttir, þriðja markahæsta landsliðskona Íslands í fótbolta frá upphafi, kveðst hafa verið mjög hætt komin vegna veikinda í byrjun þessa árs. Hún hafði varla þrek til að labba fyrst eftir veikindin en hefur nú endurheimt heilsuna. Þetta kemur fram í viðtali við Hólmfríði á vef Sunnlenska í gær. Þessi 39 ára Rangæingur spilaði síðast fótbolta með Selfossi í fyrrasumar en hefur haldið sér í góðu formi áfram eftir að takkaskórnir fóru í hilluna, og segir það hafa hjálpað sér mikið í veikindunum á þessu ári. Hólmfríður veiktist í lok janúar og fór á bráðamóttöku HSU á Selfossi, en það tók læknana sinn tíma að finna út hvað væri að hrjá hana. Hún kveðst hafa fengið mikla verki frá lungunum, stingi og mjög háan hita, en að lyf sem hún hafi verið send heim með í upphafi hafi ekki slegið á hitann eða verkina. „Ég var mætt aftur upp á spítala eftir tvo tíma af því að ég vissi að það væri eitthvað að. Ég er þannig gerð að ég harka eiginlega allt af mér. Ég hitti sama lækninn sem var hissa að sjá mig og spyr hvort ég sé komin aftur. Ég sagði að ég þyrfti hjálp,“ segir Hólmfríður í viðtalinu við Sunnlenska. Hólmfríður Magnúsdóttir lék 113 A-landsleiki á sínum ferli og skoraði 37 mörk.vísir/vilhelm Bakteríusýking, lungnabólga og inflúensa „Í framhaldinu voru teknar blóðprufur sem litu ekkert svo vel út. Um nóttina var ég sprautuð með morfíni á tveggja tíma fresti því að ég var svo rosalega verkjuð. Ég man voðalega lítið eftir þessum tíma, ég var bara í móki. Það tók alveg tvo þrjá daga að finna út hvað væri að hrjá mig. Það voru bara allir að hrista hausinn og vissu ekkert hvað var að. Það voru líka sérfræðingar í Reykjavík, blóðmeinafræðingar og fleiri, sem voru að reyna að hjálpa og reyna að finna út hvað væri að mér,“ segir Hólmfríður. Í ljós kom að hún var með bakteríusýkingu, lungnabólgu og inflúensu. Hólmfríður kveðst hafa verið mjög kvalin en hún var samt send heim af spítalanum. Morguninn eftir var hún mætt aftur og var þá send beint í einangrun. „Það mátti enginn koma inn til mín og læknar máttu bara koma inn til mín í sérstökum varnarbúningum. Ég var þá komin í einangrun því að ég hefði ekki mátt við neinu í viðbót. Ég þurfti að fá sér eldaðan mat því að hvítu blóðkornin voru alveg búin að tæma sig og CRP gildið var komið í 220 en það er venjulega ekki hærra en 10 hjá fólki.“ „Heppin að hafa náð mér af þessu“ Hún hafi svo á endanum fengið sterkustu sýklalyf beint í æð og einnig súrefni. Læknir hafi síðar sagt hana verið mjög hætt komna. „Ég er líka með tvö lítil börn svo það var mjög erfitt að verða svona mikið veik og óttast um líf sitt,“ segir Hólmfríður. Fyrstu mánuðina eftir veikindin átti Hólmfríður, sem þekkt er fyrir kraft sinn á fótboltavellinum, mjög erfitt með að labba þó ekki væri nema fimmtíu metra. Í lok júlí hafi hún verið farin að hlaupa 1-2 kílómetra. Núna líður henni mun betur og síðustu blóðprufur, sem teknar voru í desember, komu vel út. Og Hólmfríður er þakklát fyrir að hafa endurheimt orkuna sína. „Það var fullt af fólki að veikjast á þessum tíma og ég er bara heppin að hafa náð mér af þessu. Líka þegar ég fékk súrefnið, þegar ég var farin að metta mjög illa, það leit ekki vel út. Þetta fer inn í reynslubankann að veikjast svona og maður lærir að taka ekki heilsunni sem sjálfsögðum hlut.“ UMF Selfoss Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Leik lokið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn kjöldraga Skagamenn Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Leik lokið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Sjá meira
Þetta kemur fram í viðtali við Hólmfríði á vef Sunnlenska í gær. Þessi 39 ára Rangæingur spilaði síðast fótbolta með Selfossi í fyrrasumar en hefur haldið sér í góðu formi áfram eftir að takkaskórnir fóru í hilluna, og segir það hafa hjálpað sér mikið í veikindunum á þessu ári. Hólmfríður veiktist í lok janúar og fór á bráðamóttöku HSU á Selfossi, en það tók læknana sinn tíma að finna út hvað væri að hrjá hana. Hún kveðst hafa fengið mikla verki frá lungunum, stingi og mjög háan hita, en að lyf sem hún hafi verið send heim með í upphafi hafi ekki slegið á hitann eða verkina. „Ég var mætt aftur upp á spítala eftir tvo tíma af því að ég vissi að það væri eitthvað að. Ég er þannig gerð að ég harka eiginlega allt af mér. Ég hitti sama lækninn sem var hissa að sjá mig og spyr hvort ég sé komin aftur. Ég sagði að ég þyrfti hjálp,“ segir Hólmfríður í viðtalinu við Sunnlenska. Hólmfríður Magnúsdóttir lék 113 A-landsleiki á sínum ferli og skoraði 37 mörk.vísir/vilhelm Bakteríusýking, lungnabólga og inflúensa „Í framhaldinu voru teknar blóðprufur sem litu ekkert svo vel út. Um nóttina var ég sprautuð með morfíni á tveggja tíma fresti því að ég var svo rosalega verkjuð. Ég man voðalega lítið eftir þessum tíma, ég var bara í móki. Það tók alveg tvo þrjá daga að finna út hvað væri að hrjá mig. Það voru bara allir að hrista hausinn og vissu ekkert hvað var að. Það voru líka sérfræðingar í Reykjavík, blóðmeinafræðingar og fleiri, sem voru að reyna að hjálpa og reyna að finna út hvað væri að mér,“ segir Hólmfríður. Í ljós kom að hún var með bakteríusýkingu, lungnabólgu og inflúensu. Hólmfríður kveðst hafa verið mjög kvalin en hún var samt send heim af spítalanum. Morguninn eftir var hún mætt aftur og var þá send beint í einangrun. „Það mátti enginn koma inn til mín og læknar máttu bara koma inn til mín í sérstökum varnarbúningum. Ég var þá komin í einangrun því að ég hefði ekki mátt við neinu í viðbót. Ég þurfti að fá sér eldaðan mat því að hvítu blóðkornin voru alveg búin að tæma sig og CRP gildið var komið í 220 en það er venjulega ekki hærra en 10 hjá fólki.“ „Heppin að hafa náð mér af þessu“ Hún hafi svo á endanum fengið sterkustu sýklalyf beint í æð og einnig súrefni. Læknir hafi síðar sagt hana verið mjög hætt komna. „Ég er líka með tvö lítil börn svo það var mjög erfitt að verða svona mikið veik og óttast um líf sitt,“ segir Hólmfríður. Fyrstu mánuðina eftir veikindin átti Hólmfríður, sem þekkt er fyrir kraft sinn á fótboltavellinum, mjög erfitt með að labba þó ekki væri nema fimmtíu metra. Í lok júlí hafi hún verið farin að hlaupa 1-2 kílómetra. Núna líður henni mun betur og síðustu blóðprufur, sem teknar voru í desember, komu vel út. Og Hólmfríður er þakklát fyrir að hafa endurheimt orkuna sína. „Það var fullt af fólki að veikjast á þessum tíma og ég er bara heppin að hafa náð mér af þessu. Líka þegar ég fékk súrefnið, þegar ég var farin að metta mjög illa, það leit ekki vel út. Þetta fer inn í reynslubankann að veikjast svona og maður lærir að taka ekki heilsunni sem sjálfsögðum hlut.“
UMF Selfoss Árborg Heilbrigðisstofnun Suðurlands Heilbrigðismál Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn Uppgjörið: Porrino - Valur 29-29 | Jafnt í fyrri leiknum Handbolti Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 94-78 | Njarðvíkingar settu í fimmta gír í seinni Körfubolti Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Íslenski boltinn Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kristian Nökkvi skoraði og lagði upp Leik lokið: Valur - ÍA 6-1| Valsmenn kjöldraga Skagamenn Cecilía Rán lokaði markinu í lokaleiknum Sunneva Hrönn og stöllur í FCK tryggðu sig upp um deild Alexander Rafn yngsti markaskorari í sögu efstu deildar Skjöldur á loft í Bæjaralandi Watkins hélt Meistaradeildardraum Villa á lífi Leik lokið: Stjarnan - Fram 2-0 | Stjörnumenn á beinu brautina Leik lokið: KR - ÍBV 4-1 | KR-ingar enn eina taplausa liðið Fjölnir fékk ekki minnisblaðið fyrir fyrsta heimaleik Grindvíkinga „Sigur liðsheildarinnar“ „Vörðust og vörðust meira ásamt því að tefja tímann“ Man. City tapaði mjög óvænt stigum á móti botnliðinu Uppgjörið: Vestri-Afturelding 2-0 | Vestramenn aftur á toppinn Íslensku stelpurnar redduðu málunum fyrir Kristianstad Amanda varð bikarmeistari og Sædís lagði upp mark í stórsigri Ísak góður þegar Düsseldorf hélt voninni á lífi Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Helena í ham í Bestu mörkunum: „Mér finnst þetta vera algjört bull“ Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Sjá meira