Nýja forsetahöllin sprettur upp Jakob Bjarnar skrifar 29. desember 2023 13:37 Guðni byggir. Forsetahöll hans rís nú meðan menn bíða þess í offvæni að hann lýsi nánar fyrirætlunum sínum í komandi áramótaávarpi. vísir/vilhelm/arnar Guðni Th. Jóhannesson, forseti íslenska lýðveldisins, er að reisa höll undir sig og fjölskyldu sína og miðar byggingu hennar vel. Ljóst er að um mikla glæsibyggingu er að ræða á einum besta stað landsins sem er nýtt einbýlishúsahverfi sem liggur á mótum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þannig er stutt í allar áttir fyrir Guðna að fara, hvort heldur er á Bessastaði eða á forsetaskrifstofuna við Sóleyjargötu. Forsetahöllin rís en ekki var unnið við húsið í dag þegar ljósmyndari Vísis var þar á ferð.vísir/arnar Húsið stendur við götu sem fengið hefur nafnið Steinprýði, hús Guðna er númer 17 og stendur við enda götunar. Guðni fékk eina stærstu lóðina við götuna og er hún ekkert smáræði. Lóðin við hliðina er til sölu og er sett á hana eina og sér 60 milljónir. Sú lóð er 1,275 m2, lóð Guðna er talsvert stærri eða 1.619 m2 þannig að hún er verðmætari sem þá því nemur. Hér getur að líta skipulag hverfisins. Númer 17 er endahús við Steinprýði. Að því gefnu að Guðni hafi greitt sambærilegt verð fyrir sína lóð og sett er á númer 15 hefur hann greitt um það bil 76 milljónir króna fyrir lóðina. En þetta er áætlun. Þó hús Guðna sé nánast í bakgarði norðurbæjar Hafnarfjarðar, í hrauninu þar, tilheyrir Steinprýði Garðabæ og það var einmitt á fundi bæjarráðs Garðabæjar í maí á þessu ári sem samþykkt var að veita Guðna leyfi til að byggja einbýlishús á reitnum. Hér má sjá staðsetningu vegarins Steinprýði sem liggur alveg við Hafnarfjörðinn en tilheyrir þó Garðabæ.Loftmyndir Það hvort Guðni gefur kost á sér til endurkjörs til forseta Íslands mun svo liggja fyrir í nýársávarpi hans eftir þrjá daga – fyrr ekki eins og fram kom í svari hans við fyrirspurn Vísis. Húsið minnir eilítið á virki og er í burstabæjarstíl. Þarna má sjá svalir þar sem Guðni getur farið og veifað til fjöldans, ef svo ber undir.vísir/arnar Húsið er á besta stað á mótum Hafnarfjarðar og Garðabæjar, stendur við Álftanesafleggjarann.vísir/arnar Forseti Íslands Hús og heimili Húsnæðismál Guðni Th. Jóhannesson Garðabær Tengdar fréttir Veltir framboði til forseta fyrir sér Páll Pálsson eigandi Pálsson fasteignasölu íhugar forsetaframboð. Hann vonast til þess að Guðni Th. Jóhannesson tilkynni framboð í ávarpi sínu á Nýársdag því sjálfur hafði Páll áætlað framboð eftir fjögur ár. 18. desember 2023 15:49 „Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði“ Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið á meðal betri leikmanna Íslands á HM kvenna í handbolta en Ísland lýkur keppni í kvöld. Sigri liðið Kongó verður bikar með í farteskinu heim til Íslands, svokallaður Forsetabikar. 13. desember 2023 08:31 Guðni þögull sem gröfin fram á nýársdag Forseti Íslands ætlar ekki að upplýsa um áform sín í embætti fyrr en í árlegu áramótaávarpi sínu. Þetta segir forsetinn í skriflegu svari til fréttastofu. 7. desember 2023 15:34 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Ljóst er að um mikla glæsibyggingu er að ræða á einum besta stað landsins sem er nýtt einbýlishúsahverfi sem liggur á mótum Hafnarfjarðar og Garðabæjar. Þannig er stutt í allar áttir fyrir Guðna að fara, hvort heldur er á Bessastaði eða á forsetaskrifstofuna við Sóleyjargötu. Forsetahöllin rís en ekki var unnið við húsið í dag þegar ljósmyndari Vísis var þar á ferð.vísir/arnar Húsið stendur við götu sem fengið hefur nafnið Steinprýði, hús Guðna er númer 17 og stendur við enda götunar. Guðni fékk eina stærstu lóðina við götuna og er hún ekkert smáræði. Lóðin við hliðina er til sölu og er sett á hana eina og sér 60 milljónir. Sú lóð er 1,275 m2, lóð Guðna er talsvert stærri eða 1.619 m2 þannig að hún er verðmætari sem þá því nemur. Hér getur að líta skipulag hverfisins. Númer 17 er endahús við Steinprýði. Að því gefnu að Guðni hafi greitt sambærilegt verð fyrir sína lóð og sett er á númer 15 hefur hann greitt um það bil 76 milljónir króna fyrir lóðina. En þetta er áætlun. Þó hús Guðna sé nánast í bakgarði norðurbæjar Hafnarfjarðar, í hrauninu þar, tilheyrir Steinprýði Garðabæ og það var einmitt á fundi bæjarráðs Garðabæjar í maí á þessu ári sem samþykkt var að veita Guðna leyfi til að byggja einbýlishús á reitnum. Hér má sjá staðsetningu vegarins Steinprýði sem liggur alveg við Hafnarfjörðinn en tilheyrir þó Garðabæ.Loftmyndir Það hvort Guðni gefur kost á sér til endurkjörs til forseta Íslands mun svo liggja fyrir í nýársávarpi hans eftir þrjá daga – fyrr ekki eins og fram kom í svari hans við fyrirspurn Vísis. Húsið minnir eilítið á virki og er í burstabæjarstíl. Þarna má sjá svalir þar sem Guðni getur farið og veifað til fjöldans, ef svo ber undir.vísir/arnar Húsið er á besta stað á mótum Hafnarfjarðar og Garðabæjar, stendur við Álftanesafleggjarann.vísir/arnar
Forseti Íslands Hús og heimili Húsnæðismál Guðni Th. Jóhannesson Garðabær Tengdar fréttir Veltir framboði til forseta fyrir sér Páll Pálsson eigandi Pálsson fasteignasölu íhugar forsetaframboð. Hann vonast til þess að Guðni Th. Jóhannesson tilkynni framboð í ávarpi sínu á Nýársdag því sjálfur hafði Páll áætlað framboð eftir fjögur ár. 18. desember 2023 15:49 „Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði“ Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið á meðal betri leikmanna Íslands á HM kvenna í handbolta en Ísland lýkur keppni í kvöld. Sigri liðið Kongó verður bikar með í farteskinu heim til Íslands, svokallaður Forsetabikar. 13. desember 2023 08:31 Guðni þögull sem gröfin fram á nýársdag Forseti Íslands ætlar ekki að upplýsa um áform sín í embætti fyrr en í árlegu áramótaávarpi sínu. Þetta segir forsetinn í skriflegu svari til fréttastofu. 7. desember 2023 15:34 Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Fleiri fréttir Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Sjá meira
Veltir framboði til forseta fyrir sér Páll Pálsson eigandi Pálsson fasteignasölu íhugar forsetaframboð. Hann vonast til þess að Guðni Th. Jóhannesson tilkynni framboð í ávarpi sínu á Nýársdag því sjálfur hafði Páll áætlað framboð eftir fjögur ár. 18. desember 2023 15:49
„Guðni var búinn að panta bikarinn á Bessastaði“ Elín Jóna Þorsteinsdóttir hefur verið á meðal betri leikmanna Íslands á HM kvenna í handbolta en Ísland lýkur keppni í kvöld. Sigri liðið Kongó verður bikar með í farteskinu heim til Íslands, svokallaður Forsetabikar. 13. desember 2023 08:31
Guðni þögull sem gröfin fram á nýársdag Forseti Íslands ætlar ekki að upplýsa um áform sín í embætti fyrr en í árlegu áramótaávarpi sínu. Þetta segir forsetinn í skriflegu svari til fréttastofu. 7. desember 2023 15:34