Fannar þakkar fyrir skjót viðbrögð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. desember 2023 17:42 Fannar Jónasson segir fréttirnar vera mjög ánægjulegar. Vísir/Arnar Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra tilkynnti að loknum ríkisstjórnarfundi að samhugur væri í ríkisstjórninni varðandi byggingu varnargarða við Grindavík og að undirbúningur hans væri þegar hafinn. Fannar Jónsson, bæjarstjóri í Grindavík, segir þetta vera ánægjulegar fréttir. Bæjarstjórn Grindavíkur ályktaði á dögunum um það að senda ríkisstjórninni hvatningu til að flýta byggingu varnargarða við bæinn. Hann sagði framkvæmdina vera lífsnauðsynlegt fyrir Grindavík og þjóðina alla í viðtali við Vísi í gær. Í samtali við fréttastofu segist Fannar Grindvíkínga vera þakkláta fyrir skjót viðbrögð dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar. „Það var brugðist mjög vel við. Þetta eykur öryggi okkar í Grindavík, bæði íbúanna og fyrirtækjanna,“ segir Fannar í samtali við Vísi í dag. „Það skiptir verulega máli vegna þess að upptök gossins sem hófst 18. desember var mjög óþægilega nærri bænum og tiltölulega stutt að þéttbýlinu hjá okkur. Þannig ef það kemur gos á svipuðum slóðum aftur eða sunnar þá myndi þetta geta varið byggðina og þess vegna er það svona mikilvægt að koma þessu af stað,“ segir Fannar. Hann segir jafnframt að þó að framkvæmdin muni taka langan tíma og jafnvel marga mánuði muni koma að því að varnargarðurinn muni veita Grindvíkingum skjól. Hann tekur fram að öryggistilfinningin sem það veitir bæjarbúum einnig vera mikilvæg. „Auðvitað tekur sinn tíma að koma þessum garði upp í endanlegu formi. En þegar þar að kemur þá verður þetta örugglega til þess að okkur líði betur og vonumst þá til þess auðvitað að það verði ekki gos en þetta er góður skjöldur þarna fyrir norðan bæinn,“ segir Fannar að lokum. Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
Bæjarstjórn Grindavíkur ályktaði á dögunum um það að senda ríkisstjórninni hvatningu til að flýta byggingu varnargarða við bæinn. Hann sagði framkvæmdina vera lífsnauðsynlegt fyrir Grindavík og þjóðina alla í viðtali við Vísi í gær. Í samtali við fréttastofu segist Fannar Grindvíkínga vera þakkláta fyrir skjót viðbrögð dómsmálaráðherra og ríkisstjórnarinnar. „Það var brugðist mjög vel við. Þetta eykur öryggi okkar í Grindavík, bæði íbúanna og fyrirtækjanna,“ segir Fannar í samtali við Vísi í dag. „Það skiptir verulega máli vegna þess að upptök gossins sem hófst 18. desember var mjög óþægilega nærri bænum og tiltölulega stutt að þéttbýlinu hjá okkur. Þannig ef það kemur gos á svipuðum slóðum aftur eða sunnar þá myndi þetta geta varið byggðina og þess vegna er það svona mikilvægt að koma þessu af stað,“ segir Fannar. Hann segir jafnframt að þó að framkvæmdin muni taka langan tíma og jafnvel marga mánuði muni koma að því að varnargarðurinn muni veita Grindvíkingum skjól. Hann tekur fram að öryggistilfinningin sem það veitir bæjarbúum einnig vera mikilvæg. „Auðvitað tekur sinn tíma að koma þessum garði upp í endanlegu formi. En þegar þar að kemur þá verður þetta örugglega til þess að okkur líði betur og vonumst þá til þess auðvitað að það verði ekki gos en þetta er góður skjöldur þarna fyrir norðan bæinn,“ segir Fannar að lokum.
Grindavík Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira