Ísraelsmenn dregnir fyrir dóm fyrir þjóðarmorð Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 29. desember 2023 20:33 Yfirvöld í Suður-Afríku hafa formlega kært Ísraelsmenn fyrir Alþjóðadómstólnum í Haag. AP/Fatima Shbair Suður-Afríka kærði í dag Ísraelsríki í Alþjóðadómstólnum fyrir brot á þjóðarmorðslögum vegna innrásar þess í Gasa. Lögin sem um ræðir eru alþjóðleg lög um þjóðarmorð sem samþykkt voru í kjölfar helfararinnar árið 1948. Alþjóðadómstóllinn í Haag er hæsti réttardómstóll Sameinuðu þjóðanna og dæmir í málum þjóða á milli. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir kæruna ekki eiga við rök að styðjast. Kenna Hamasliðum um Í kærunni er alþjóðadómstóllinn beðinn um bráðabirgðaráðstafanir til þess að stöðva hernaðaraðgerðir Ísraelshers í Palestínu sem talsmenn Suður-Afríku segja vera „nauðsynlegar til að vernda frekari, alvarlegan og óafturkræfan skaða fyrir palestínsku þjóðina.“ Ekki liggur fyrir hvenær málið verður tekið fyrir. Samkvæmt Reuters hefur Ísrael brugðist við þessu með því að kenna Hamasliðum um hryllinginn í Gasa. Ísrael segir Hamasliða hafa falið sig í sjúkrahúsum og skólum og því hafi sprengjuárásir á téð mannvirki verið réttlátar og einnig að Hamasliðar hafi farið ránshendi um mannúðaraðstoð í formi matargjafa, sjúkrabirgða og fleira. Hamassamtökin taka fyrir slíkar ásakanir. „Ísrael hefur gert það morgunljóst að íbúar Gasasvæðisins séu ekki óvinurinn og hefur gert allar mögulegar ráðstafanir til að afstýra tjóni á óbreytta borgara og til að koma mannúðaraðstoð til Gasabúa,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. „Ekki tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð“ Kæra Suður-Afríku kemur í kjölfar mikillar gagnrýni þeirra á hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna og hafa yfirvöld þar í landi meðal annars lokað ísraelska sendiráðinu í Pretoríu og hætt öllum diplómatískum samskiptum þar til friður náist. „Ísrael hefur, sérstaklega síðan 7. október 2023, ekki tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð né afstýrt beinum og almennum stuðningi við þjóðarmorð,“ kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Suður-Afríku. Suður-Afrísk yfirvöld hafa staðið við bakið á Palestínumönnum og málstað þeirra í marga áratugi og borið stöðuna þar í landi við stöðu svarta meirihluta Suður-Afríku á aðskilnaðarárunum. Suður-Afríka Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira
Lögin sem um ræðir eru alþjóðleg lög um þjóðarmorð sem samþykkt voru í kjölfar helfararinnar árið 1948. Alþjóðadómstóllinn í Haag er hæsti réttardómstóll Sameinuðu þjóðanna og dæmir í málum þjóða á milli. Utanríkisráðuneyti Ísraels segir kæruna ekki eiga við rök að styðjast. Kenna Hamasliðum um Í kærunni er alþjóðadómstóllinn beðinn um bráðabirgðaráðstafanir til þess að stöðva hernaðaraðgerðir Ísraelshers í Palestínu sem talsmenn Suður-Afríku segja vera „nauðsynlegar til að vernda frekari, alvarlegan og óafturkræfan skaða fyrir palestínsku þjóðina.“ Ekki liggur fyrir hvenær málið verður tekið fyrir. Samkvæmt Reuters hefur Ísrael brugðist við þessu með því að kenna Hamasliðum um hryllinginn í Gasa. Ísrael segir Hamasliða hafa falið sig í sjúkrahúsum og skólum og því hafi sprengjuárásir á téð mannvirki verið réttlátar og einnig að Hamasliðar hafi farið ránshendi um mannúðaraðstoð í formi matargjafa, sjúkrabirgða og fleira. Hamassamtökin taka fyrir slíkar ásakanir. „Ísrael hefur gert það morgunljóst að íbúar Gasasvæðisins séu ekki óvinurinn og hefur gert allar mögulegar ráðstafanir til að afstýra tjóni á óbreytta borgara og til að koma mannúðaraðstoð til Gasabúa,“ segir í tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. „Ekki tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð“ Kæra Suður-Afríku kemur í kjölfar mikillar gagnrýni þeirra á hernaðaraðgerðir Ísraelsmanna og hafa yfirvöld þar í landi meðal annars lokað ísraelska sendiráðinu í Pretoríu og hætt öllum diplómatískum samskiptum þar til friður náist. „Ísrael hefur, sérstaklega síðan 7. október 2023, ekki tekist að koma í veg fyrir þjóðarmorð né afstýrt beinum og almennum stuðningi við þjóðarmorð,“ kemur fram í tilkynningu frá utanríkisráðuneyti Suður-Afríku. Suður-Afrísk yfirvöld hafa staðið við bakið á Palestínumönnum og málstað þeirra í marga áratugi og borið stöðuna þar í landi við stöðu svarta meirihluta Suður-Afríku á aðskilnaðarárunum.
Suður-Afríka Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Erlent Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Erlent Fullir í flugi Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Einn handtekinn vegna líkamsárásar og annar vegna innbrots Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Fleiri fréttir „Rússar verða að binda enda á stríðið sem þeir hófu“ Flugþjónar Air Canada bjóða yfirvöldum birginn Segir Selenskí geta valið um að binda enda á stríðið eða berjast áfram Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Sjá meira