Þrumurnar höfðu betur í toppslag Vesturdeildar Smári Jökull Jónsson skrifar 30. desember 2023 09:30 Nikola Jokic sækir á nýliðann Chet Holmgren í leiknum í nótt. Vísir/Getty Shai Gilgeous-Alexander átti frábæran leik þegar Oklahoma City Thunder vann góðan sigur í mikilvægum leik í NBA-deildinni í nótt. Topplið Austurdeildar vann nauman sigur. Oklahoma City Thunder var í heimsókn hjá meisturum Denver Nuggets í uppgjöri liðanna sem sitja í öðru og þriðja sæti Vesturdeildarinnar. Shai Gilgeous-Alexander fór fyrir liði Þrumanna og var maðurinn á bakvið sigur gestanna 119-93. „Hann var bara á flugi. Hann lét leikinn koma til sín,“ sagði Mark Daigneault þjálfari liðs Oklahoma. „Hann var aldrei að þvinga neinu. Hann tók réttar ákvarðanir allan leikinn og gaf réttu sendingarnar. Þetta er orðinn vani en hann spilaði frábærlega,“ bætti hann við en Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig í leiknum. Nikola Jokic skoraði 19 stig og hitti úr níu af tíu skotum sínum. Hann fór hins vegar aldrei á vítalínuna í leiknum. In the East Celtics move to 16-0 at home and pick up win 25 pic.twitter.com/tu3isml895— NBA (@NBA) December 30, 2023 Boston Celtics er í efsta sæti Austurdeildar og vann góðan sigur á heimavelli gegn Toronto Raptors. Boston hefur unnið alla sextán heimaleiki sína á tímabilinu og er með besta sigurhlutfallið í deildinni til þessa. Jaylen Brown var stigahæstur í liði Boston með 31 stig auk þess að taka 10 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Tröllatvíeykið Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo var í stuði þegar Milwaukee Bucks vann 119-111 sigur á Cleveland Cavaliers á útivelli. Lið Bucks er í öðru sæti Austurdeildarinnar. West standings update Thunder pick up win no. 21For more, download the NBA App: https://t.co/oRfhdB9x5m pic.twitter.com/5iwIn5sT5o— NBA (@NBA) December 30, 2023 „Þegar þú setur boltann í hendurnar á tveimur bestu leikmönnunum þínum þá verður niðurstaðan góð. Ef þú vilt tvöfalda á Dame þá er ég laus og get skorað eða komið boltanum á liðsfélaga okkar,“ sagði Antetokounmpo sem skoraði 34 stig og tók 16 fráköst í leiknum. Lillard bætti 31 stigi við í sarpinn. Úrslit NBA í nótt Washington Wizards - Brooklyn Nets 110-104Orlando Magic - New York Knicks 117-108Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 111-119Boston Celtics - Toronto Raptors 120-118Atlanta Hawks - Sacramento Kings 110-117Houston Rockets - Philadelphia 76´ers 127-131Phoenix Suns - Charlotte Hornets 133-119Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 93-119Portland Trailblazers - San Antonio Spurs 134-128 NBA Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira
Oklahoma City Thunder var í heimsókn hjá meisturum Denver Nuggets í uppgjöri liðanna sem sitja í öðru og þriðja sæti Vesturdeildarinnar. Shai Gilgeous-Alexander fór fyrir liði Þrumanna og var maðurinn á bakvið sigur gestanna 119-93. „Hann var bara á flugi. Hann lét leikinn koma til sín,“ sagði Mark Daigneault þjálfari liðs Oklahoma. „Hann var aldrei að þvinga neinu. Hann tók réttar ákvarðanir allan leikinn og gaf réttu sendingarnar. Þetta er orðinn vani en hann spilaði frábærlega,“ bætti hann við en Gilgeous-Alexander skoraði 40 stig í leiknum. Nikola Jokic skoraði 19 stig og hitti úr níu af tíu skotum sínum. Hann fór hins vegar aldrei á vítalínuna í leiknum. In the East Celtics move to 16-0 at home and pick up win 25 pic.twitter.com/tu3isml895— NBA (@NBA) December 30, 2023 Boston Celtics er í efsta sæti Austurdeildar og vann góðan sigur á heimavelli gegn Toronto Raptors. Boston hefur unnið alla sextán heimaleiki sína á tímabilinu og er með besta sigurhlutfallið í deildinni til þessa. Jaylen Brown var stigahæstur í liði Boston með 31 stig auk þess að taka 10 fráköst og gefa 6 stoðsendingar. Tröllatvíeykið Damian Lillard og Giannis Antetokounmpo var í stuði þegar Milwaukee Bucks vann 119-111 sigur á Cleveland Cavaliers á útivelli. Lið Bucks er í öðru sæti Austurdeildarinnar. West standings update Thunder pick up win no. 21For more, download the NBA App: https://t.co/oRfhdB9x5m pic.twitter.com/5iwIn5sT5o— NBA (@NBA) December 30, 2023 „Þegar þú setur boltann í hendurnar á tveimur bestu leikmönnunum þínum þá verður niðurstaðan góð. Ef þú vilt tvöfalda á Dame þá er ég laus og get skorað eða komið boltanum á liðsfélaga okkar,“ sagði Antetokounmpo sem skoraði 34 stig og tók 16 fráköst í leiknum. Lillard bætti 31 stigi við í sarpinn. Úrslit NBA í nótt Washington Wizards - Brooklyn Nets 110-104Orlando Magic - New York Knicks 117-108Cleveland Cavaliers - Milwaukee Bucks 111-119Boston Celtics - Toronto Raptors 120-118Atlanta Hawks - Sacramento Kings 110-117Houston Rockets - Philadelphia 76´ers 127-131Phoenix Suns - Charlotte Hornets 133-119Denver Nuggets - Oklahoma City Thunder 93-119Portland Trailblazers - San Antonio Spurs 134-128
NBA Mest lesið Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Íslenski boltinn Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Amorim sagði nei og Man. United missti af 1,6 milljörðum Enski boltinn „Vandamálið er ekki að við eigum ekki nógu góða leikmenn“ Fótbolti KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Körfubolti Lentu í rútuslysi og æfingu aflýst Fótbolti Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Íslenski boltinn Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Fleiri fréttir Mikil blóðtaka fyrir Valsmenn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Tyrese Haliburton missir af öllu næsta tímabili KR semur við ungan bandarískan framherja Hægt að skoða EuroBasket bikarinn og fá áritun hjá strákunum Þórsarar semja við Grikkja og Bandarikjamann Rauða pandan í NBA útskrifuð af sjúkrahúsi Helgi Magg hættir í Körfuboltakvöldi og semur við Grindavík Fær 2,7 milljarða á ári næstu fimm ár fyrir að spila ekki með liðinu Skórnir hennar seldust upp á mínútu Mike Brown sagður vera að taka við New York Knicks Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Belgar vörðu Evrópumeistaratitilinn James tekur einn dans enn í það minnsta Körfuboltaspjald með Jordan seldist á 243 milljónir króna Einhenta undrið ekki í NBA Penninn á lofti í Keflavík Stólarnir búnir að semja við „DNA-ið í félaginu“ Tönnin slegin úr henni og var svo bannað að koma aftur inn á völlinn Fotios spilar 42 ára með Fjölni Cooper Flagg gerir sér grein fyrir pressunni sem verður á honum Flagg fer til Dallas Boston Celtics losar sig við annan lykilmann úr meistaraliðinu Valskonur fá fyrrum Íslandsmeistara til liðsins Vildi fleiri mínútur og stærra hlutverk Boston Celtics sparar sér fimm milljarða í lúxusskatt Haliburton sér ekki eftir neinu: „Ég myndi gera þetta aftur og aftur“ „Búið að vera ómannlegt álag á þeim síðustu tíu mánuðina“ Drakk áfengi í fyrsta sinn eftir hann varð NBA meistari Sjáðu þegar Tyrese Haliburton virðist slíta hásin í oddaleiknum Sjá meira