Um jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 30. desember 2023 11:31 Ákallið um aðskilnað ríkis og kirkju og jafnræði trúfélaga liggur til grundvallar þeirrar Fríkirkjuhreyfingar, sem leiddi til stofnunar þriggja safnaða sem byggja á Fríkirkjuhugsjón. Þeirra elstur er Fríkirkjan í Reykjavík en söfnuðurinn, sem stofnaður er 19. nóvember 1899, hefur staðið fyrir þann málstað á þremur öldum. Það er merkilegt að lesa umfjöllun um og andstöðu við baráttu Fríkirkjumanna fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju á síðasta áratugi 19. aldar en þær kröfur sem þar koma fram ríma vel við þarfir okkar nútíma. Lárus Halldórsson skrifar 1897 að „Ríkisvaldið [sé] neytt til, ef það á annað borð vill taka upp hina einu rjettu stjórnarreglu, að gjöra öllum trúarfjelögum jafnhátt undir höfði, að taka frá kirkjunni afgjald […] þjóðeigna, kirkjujarðanna“ (Kirkjublaðið 4 tbl. 1897, bls. 60). Grein hans, Um aðskilnað ríkis og kirkju, ber þess merki að þó þjóðfélag okkar hafi tekið eðlisbreytingum frá 19. öld, situr enn eftir sú staðreynd að þjóðkirkjan hefur allt aðra stöðu gagnvart ríkisvaldinu en önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Veruleiki frjálsra safnaða og trúfélaga er sá að trúfélagsgjöld meðlima eru eini tekjustofn þeirra og grundvöllur allrar starfsemi. Fríkirkjur og frjáls trúfélög njóta ekki þeirra tekna sem greiða laun presta- og biskupa þjóðkirkjunnar, né til reksturs innviða á borð við Biskupsstofu. Á þessa staðreynd hefur Fríkirkjan í Reykjavík ítrekað bent í baráttu sinni fyrir jafnri stöðu trúfélaga á Íslandi. Í lagaumhverfi okkar nefnast tekjur trúfélaga sóknargjöld en það hugtak hefur einungis merkingu innan þjóðkirkjunnar sem skipuleggur söfnuði út frá landfræðilegum einingum, sóknum. Það færi vel á því að löggjafavaldið myndi breyta orðalagi sínu til móts við jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga. Það fyrirkomulag að hið opinbera innheimti trúfélagsgjöld fyrir meðlimi samsvarar því sem tíðkast á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrirkomulagið nær þó ekki alls staðar til allra trú- og lífsskoðunarfélaga og það er til fyrirmyndar hérlendis að gætt sé jafnræðis meðal trúfélaga. Slíkt jafnræði er raunar forsenda farsællar fjölmenningar, að trúfélög njóti jafnræðis við innheimtu og úthlutun fjármuna. Í því ljósi er það dapurt að sóknargjöld (trúfélagsgjöld) séu árlegt bitbein í fjárlagagerð. Skerðingar sem lagðar eru til og dregnar til baka á víxl ógna rekstrargrundvelli sókna og trú- og lífsskoðunarfélaga með beinum hætti. Forsendur sóknargjalda byggja á gömlum lagagrunni og ítrekað hefur verið bent á að hið opinbera skilar einungis hluta þeirra tekna sem það innheimtir til trúfélaganna. Það fyrirkomulag að ríkið geti einhliða ákveðið hversu miklu af þeim gjöldum það heldur eftir ógnar rekstrargrundvelli trúfélaga og grefur þannig undan trúfrelsi á Íslandi. Farsæl fjölmenning byggir á þeirri forsendu að trúfélög, stór sem smá, geti starfað og blómstrað án íþyngjandi lagaumhverfis. Fríkirkjan í Reykjavík er vaxandi söfnuður og þriðja stærsta trúfélag landsins sem telur hátt í 11.000 meðlimi, hérlendis og erlendis. Starfsemi þess er að öllu leiti fjármögnuð af þeim trúfélagsgjöldum sem safnaðarmeðlimir velja að ráðstafa til safnaðarins. Vaxandi söfnuði ber að veita aukna þjónustu og með fjölgun meðlima hefur safnaðarráð og starfsfólk Fríkirkjunnar aukið þjónustu við fermingarungmenni, barnakóra, tónlistarflutning og prestþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Fríkirkjan er opinn vettvangur þar sem er rými fyrir alla og þú ert velkomin(n) til liðs við kirkjuna fallegu við Reykjavíkurtjörn. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Ákallið um aðskilnað ríkis og kirkju og jafnræði trúfélaga liggur til grundvallar þeirrar Fríkirkjuhreyfingar, sem leiddi til stofnunar þriggja safnaða sem byggja á Fríkirkjuhugsjón. Þeirra elstur er Fríkirkjan í Reykjavík en söfnuðurinn, sem stofnaður er 19. nóvember 1899, hefur staðið fyrir þann málstað á þremur öldum. Það er merkilegt að lesa umfjöllun um og andstöðu við baráttu Fríkirkjumanna fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju á síðasta áratugi 19. aldar en þær kröfur sem þar koma fram ríma vel við þarfir okkar nútíma. Lárus Halldórsson skrifar 1897 að „Ríkisvaldið [sé] neytt til, ef það á annað borð vill taka upp hina einu rjettu stjórnarreglu, að gjöra öllum trúarfjelögum jafnhátt undir höfði, að taka frá kirkjunni afgjald […] þjóðeigna, kirkjujarðanna“ (Kirkjublaðið 4 tbl. 1897, bls. 60). Grein hans, Um aðskilnað ríkis og kirkju, ber þess merki að þó þjóðfélag okkar hafi tekið eðlisbreytingum frá 19. öld, situr enn eftir sú staðreynd að þjóðkirkjan hefur allt aðra stöðu gagnvart ríkisvaldinu en önnur trú- og lífsskoðunarfélög. Veruleiki frjálsra safnaða og trúfélaga er sá að trúfélagsgjöld meðlima eru eini tekjustofn þeirra og grundvöllur allrar starfsemi. Fríkirkjur og frjáls trúfélög njóta ekki þeirra tekna sem greiða laun presta- og biskupa þjóðkirkjunnar, né til reksturs innviða á borð við Biskupsstofu. Á þessa staðreynd hefur Fríkirkjan í Reykjavík ítrekað bent í baráttu sinni fyrir jafnri stöðu trúfélaga á Íslandi. Í lagaumhverfi okkar nefnast tekjur trúfélaga sóknargjöld en það hugtak hefur einungis merkingu innan þjóðkirkjunnar sem skipuleggur söfnuði út frá landfræðilegum einingum, sóknum. Það færi vel á því að löggjafavaldið myndi breyta orðalagi sínu til móts við jafnræði trú- og lífsskoðunarfélaga. Það fyrirkomulag að hið opinbera innheimti trúfélagsgjöld fyrir meðlimi samsvarar því sem tíðkast á Norðurlöndum og í Þýskalandi. Fyrirkomulagið nær þó ekki alls staðar til allra trú- og lífsskoðunarfélaga og það er til fyrirmyndar hérlendis að gætt sé jafnræðis meðal trúfélaga. Slíkt jafnræði er raunar forsenda farsællar fjölmenningar, að trúfélög njóti jafnræðis við innheimtu og úthlutun fjármuna. Í því ljósi er það dapurt að sóknargjöld (trúfélagsgjöld) séu árlegt bitbein í fjárlagagerð. Skerðingar sem lagðar eru til og dregnar til baka á víxl ógna rekstrargrundvelli sókna og trú- og lífsskoðunarfélaga með beinum hætti. Forsendur sóknargjalda byggja á gömlum lagagrunni og ítrekað hefur verið bent á að hið opinbera skilar einungis hluta þeirra tekna sem það innheimtir til trúfélaganna. Það fyrirkomulag að ríkið geti einhliða ákveðið hversu miklu af þeim gjöldum það heldur eftir ógnar rekstrargrundvelli trúfélaga og grefur þannig undan trúfrelsi á Íslandi. Farsæl fjölmenning byggir á þeirri forsendu að trúfélög, stór sem smá, geti starfað og blómstrað án íþyngjandi lagaumhverfis. Fríkirkjan í Reykjavík er vaxandi söfnuður og þriðja stærsta trúfélag landsins sem telur hátt í 11.000 meðlimi, hérlendis og erlendis. Starfsemi þess er að öllu leiti fjármögnuð af þeim trúfélagsgjöldum sem safnaðarmeðlimir velja að ráðstafa til safnaðarins. Vaxandi söfnuði ber að veita aukna þjónustu og með fjölgun meðlima hefur safnaðarráð og starfsfólk Fríkirkjunnar aukið þjónustu við fermingarungmenni, barnakóra, tónlistarflutning og prestþjónustu svo fátt eitt sé nefnt. Fríkirkjan er opinn vettvangur þar sem er rými fyrir alla og þú ert velkomin(n) til liðs við kirkjuna fallegu við Reykjavíkurtjörn. Höfundur er prestur við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun