Sennilega spurning um tíma frekar en hvort Atli Ísleifsson skrifar 2. janúar 2024 11:20 Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir gerð varnargarða fyrir ofan Grindavík klárlega vera tilraunarinnar virði. Mikið sé í húfi. Vísir/Arnar Magnús Tumi Guðmundsson jarðeðlisfræðingur segir stöðuna við Svartsengi vera óbreytta þar sem land hefur haldið áfram að rísa sem sé merki um að verið sé að safna í nýtt kvikuhlaup eða að nýtt gos sé yfirvofandi. „Það er því sennilega spurning um tíma frekar en hvort.“ Þetta sagði Magnús Tumi í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir skjálftana og landrisið hafa verið á sama stað og verið hefur. „Þetta er þarna í kringum Svartsengi, en Svartsengi er náttúrulega ekki bara Svartsengi [virkjunin]. Þetta er svæði sem er að lyftast og þar er kvika að safnast fyrir á kannski fimm kílómetra dýpi. Staðurinn þar sem má reikna með að fari upp, ef kemur til goss sem maður verður að telja líklegt, þá er það á svipuðum stað og var síðast, það er Sundhnúkssprungunni. Það gæti verið á sama stað, það gæti verið norðar. Það gæti líka verið sunnar, nær Grindavík.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Gæti runnið hratt inn í bæinn Aðspurður um hvort hann telji Grindavík vera í hættu segir Magnús Tumi að það sé ekki líklegt miðað við söguna að gossprungur nái inn í Grindavík. „En, Grindavík óvarin, þá getur hraun runnið mjög hratt inn í bæinn. Við sáum til dæmis gosið sem kom síðast þá var hraunið mjög þunnfljótandi. Hraunið var komið mörg hundruð metra, jafnvel kílómetra, á einum klukkutíma. En svo fór það ekki mikið lengra í því tilviki. Þess vegna er sú gerð varnargarða sem á að byrja á nú í hádeginu, hún er ekkert að byrja of snemma,“ segir Magnús Tumi. Fyrirstaða sem beinir hraunin framhjá Magnús Tumi segir ekkert hægt að fullyrða um að varnargarðarnir muni virka. „En hins vegar er það þannig að ef við horfum á hraunið sem hefur þarna verið að renna… Hraun sem rennur mjög hratt, það er þunnfljótandi. Þá er spurningin sú að búa til fyrirstöðu sem beinir hrauninu annað og beinir því framhjá. Það þýðir ekkert að byggja garða og ætla að safna þessu upp, eins og stíflu. Auðvitað getur það virkað ef þú ert heppinn, en hitt er miklu skynsamlegra og hugsunin er sú að þetta eru leiðigarðar.“ Svona er hugsunin að varnargarðurinn norðan Grindavíkur gæti litið út. Framkvæmdir hefjast í dag.Stjr Tilraunarinnar virði Magnús Tumi segir þetta klárlega vera tilraunarinnar virði þar sem eignir og verðmætin þarna séu metin á 150 milljarða en að kostnaðurinn við gerð leiðigarðanna fimm til tíu milljarðar króna. Hann segir sömuleiðis að til greina komi að kæla hraun með sjó, komi upp ákveðnar aðstæður. „Samspil varnargarða og hraunkælingar, það er eðlilegt að hugsa þetta þannig. En ef hraun er þunnfljótandi og rennur mjög hratt, þá er erfitt að beita vatninu,“ segir Magnús Tumi. Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Bítið Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gist á 23 heimilum Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. 2. janúar 2024 10:57 Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00 Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Þetta sagði Magnús Tumi í samtali við umsjónarmenn Bítisins á Bylgjunni í morgun. Hann segir skjálftana og landrisið hafa verið á sama stað og verið hefur. „Þetta er þarna í kringum Svartsengi, en Svartsengi er náttúrulega ekki bara Svartsengi [virkjunin]. Þetta er svæði sem er að lyftast og þar er kvika að safnast fyrir á kannski fimm kílómetra dýpi. Staðurinn þar sem má reikna með að fari upp, ef kemur til goss sem maður verður að telja líklegt, þá er það á svipuðum stað og var síðast, það er Sundhnúkssprungunni. Það gæti verið á sama stað, það gæti verið norðar. Það gæti líka verið sunnar, nær Grindavík.“ Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum að neðan. Gæti runnið hratt inn í bæinn Aðspurður um hvort hann telji Grindavík vera í hættu segir Magnús Tumi að það sé ekki líklegt miðað við söguna að gossprungur nái inn í Grindavík. „En, Grindavík óvarin, þá getur hraun runnið mjög hratt inn í bæinn. Við sáum til dæmis gosið sem kom síðast þá var hraunið mjög þunnfljótandi. Hraunið var komið mörg hundruð metra, jafnvel kílómetra, á einum klukkutíma. En svo fór það ekki mikið lengra í því tilviki. Þess vegna er sú gerð varnargarða sem á að byrja á nú í hádeginu, hún er ekkert að byrja of snemma,“ segir Magnús Tumi. Fyrirstaða sem beinir hraunin framhjá Magnús Tumi segir ekkert hægt að fullyrða um að varnargarðarnir muni virka. „En hins vegar er það þannig að ef við horfum á hraunið sem hefur þarna verið að renna… Hraun sem rennur mjög hratt, það er þunnfljótandi. Þá er spurningin sú að búa til fyrirstöðu sem beinir hrauninu annað og beinir því framhjá. Það þýðir ekkert að byggja garða og ætla að safna þessu upp, eins og stíflu. Auðvitað getur það virkað ef þú ert heppinn, en hitt er miklu skynsamlegra og hugsunin er sú að þetta eru leiðigarðar.“ Svona er hugsunin að varnargarðurinn norðan Grindavíkur gæti litið út. Framkvæmdir hefjast í dag.Stjr Tilraunarinnar virði Magnús Tumi segir þetta klárlega vera tilraunarinnar virði þar sem eignir og verðmætin þarna séu metin á 150 milljarða en að kostnaðurinn við gerð leiðigarðanna fimm til tíu milljarðar króna. Hann segir sömuleiðis að til greina komi að kæla hraun með sjó, komi upp ákveðnar aðstæður. „Samspil varnargarða og hraunkælingar, það er eðlilegt að hugsa þetta þannig. En ef hraun er þunnfljótandi og rennur mjög hratt, þá er erfitt að beita vatninu,“ segir Magnús Tumi.
Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Eldgos og jarðhræringar Bítið Almannavarnir Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Gist á 23 heimilum Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. 2. janúar 2024 10:57 Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00 Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04 Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Gist á 23 heimilum Gist var í 23 húsum í Grindavík á nýársnótt. Lögreglustjórinn segir allt hafa gengið vel í bænum yfir hátíðarnar. Vinna við varnargarða í kringum Grindavík hefst í dag. 2. janúar 2024 10:57
Sex milljarða Grindavíkurgarðar miklu stærri en í Svartsengi Auknar líkur eru á eldgosi norðan Grindavíkur og hætta er talin á hraunflæði inn í bæinn. Byrjað verður að reisa gríðarstóra varnargarða við Grindavík strax eftir helgi. Bæjarstjóri telur að uppbygging garðanna fái Grindvíkinga til að flytja heim. 29. desember 2023 20:00
Áfram heimilt að dvelja í bænum þó að lögreglustjóri mæli gegn því Íbúum Grindavíkur er áfram heimilt að fara í bæinn og dvelja heima hjá sér þrátt fyrir nýtt hættumatskort sem bendi til þess að auknar líkur séu á eldgosi norðan Grindavíkur. Þetta tilkynnir lögreglustjórinn á Suðurnesjum sem fundaði í dag um stöðu mála með fulltrúum almannavarna. 30. desember 2023 12:04
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent