Mögulegt gos líklega eins og það síðasta Jón Þór Stefánsson skrifar 2. janúar 2024 13:41 „Þetta er held ég ekki neitt til að hafa mjög stórar áhyggjur af,“ segirÞorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur. Vísir/RAX/Arnar Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur líklegt að mögulegt eldgos á Reykjanesskaga verði líkt síðasta gosi, sem varð í nýliðnum desember. „Landrisið heldur áfram, en hefur hægt aðeins á sér, og það er svolítið svipað og gerðist fyrir síðasta atburð. Þessi tankur, það er næstum því búið að fylla hann. Hann er að komast á mestu þenslu áður enn hann gefur sig. Þannig það er alveg rétt að líkurnar á gosi eru að aukast eitthvað, þó að við vitum ekki með vissu að það gjósi,“ segir Þorvaldur í samtali við Fréttastofu. Veðurstofa Íslands greindi frá því fyrr í dag að vísbending væri um að kvikuþrýstingur væri að byggjast upp og þar með væru líkur á eldgosi að aukast. „Þrýstingurinn í hólfinu er orðinn meiri en styrkurinn á þakinu eða veggjunum umhverfis hólfið þá opnar það sprunguna, og kvikan leitar í sprunguna. Ef sprungan opnast alla leiðina að yfirborðinu þá leitar kvikan þangað og gýs,“ segir Þorvaldur. Hann segir að svo virðist þó vera sem kvikumagnið sé ekki sérlega mikið „Ég held að þetta séu kannski fimm, sex milljón rúmmetrar. Þetta gæti kannski farið upp í átta til tíu. Þetta tæmist síðan aldrei alveg, þannig að gosið yrði eitthvað minna að rúmmáli. Kannski svipað því sem varð í síðasta gosi, sem var ekki mikið meira enn fimm, sex milljón rúmmetrar.“ Ekkert til að hafa mjög stórar áhyggjur af Þorvaldur telur því mögulegt að gosið verði líkt síðasta gosi. Það gæti byrjað með sömu framleiðni, en kannski muni það dragast einum til tveimur dögum lengur. Þá sé einnig líklegt að gosið verði á svipuðum slóðum. „Mér finnst það langlíklegast, þó svo að aðrir möguleikar séu í stöðunni og þar fram eftir götunum. Miðað við fyrri atburðarás og hvernig þetta er að þróast þá finnst mér það líklegasta sviðsmyndin. Þetta er held ég ekki neitt til að hafa mjög stórar áhyggjur af.“ Minnkandi landris sem nú er að eiga sér stað er líkt við ástandið sem var þann fimmtánda desember. Þremur dögum eftir það gaus, en aðspurður segir Þorvaldur alveg hægt að miða við þann tímaramma, kannski muni gosið gefa sér aðeins lengri tíma í þetta skipti. „En þetta er þessi tímaskali. Þannig það er langlíklegast að þetta verði mjög svipað,“ segir hann. Þó er ekki endilega víst að gosið komi með jafn skömmum fyrirvara og síðast, vegna þess að nú hefur skorpan veikst og því þurfi mögulega minna afl til að búa til sprungu. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira
„Landrisið heldur áfram, en hefur hægt aðeins á sér, og það er svolítið svipað og gerðist fyrir síðasta atburð. Þessi tankur, það er næstum því búið að fylla hann. Hann er að komast á mestu þenslu áður enn hann gefur sig. Þannig það er alveg rétt að líkurnar á gosi eru að aukast eitthvað, þó að við vitum ekki með vissu að það gjósi,“ segir Þorvaldur í samtali við Fréttastofu. Veðurstofa Íslands greindi frá því fyrr í dag að vísbending væri um að kvikuþrýstingur væri að byggjast upp og þar með væru líkur á eldgosi að aukast. „Þrýstingurinn í hólfinu er orðinn meiri en styrkurinn á þakinu eða veggjunum umhverfis hólfið þá opnar það sprunguna, og kvikan leitar í sprunguna. Ef sprungan opnast alla leiðina að yfirborðinu þá leitar kvikan þangað og gýs,“ segir Þorvaldur. Hann segir að svo virðist þó vera sem kvikumagnið sé ekki sérlega mikið „Ég held að þetta séu kannski fimm, sex milljón rúmmetrar. Þetta gæti kannski farið upp í átta til tíu. Þetta tæmist síðan aldrei alveg, þannig að gosið yrði eitthvað minna að rúmmáli. Kannski svipað því sem varð í síðasta gosi, sem var ekki mikið meira enn fimm, sex milljón rúmmetrar.“ Ekkert til að hafa mjög stórar áhyggjur af Þorvaldur telur því mögulegt að gosið verði líkt síðasta gosi. Það gæti byrjað með sömu framleiðni, en kannski muni það dragast einum til tveimur dögum lengur. Þá sé einnig líklegt að gosið verði á svipuðum slóðum. „Mér finnst það langlíklegast, þó svo að aðrir möguleikar séu í stöðunni og þar fram eftir götunum. Miðað við fyrri atburðarás og hvernig þetta er að þróast þá finnst mér það líklegasta sviðsmyndin. Þetta er held ég ekki neitt til að hafa mjög stórar áhyggjur af.“ Minnkandi landris sem nú er að eiga sér stað er líkt við ástandið sem var þann fimmtánda desember. Þremur dögum eftir það gaus, en aðspurður segir Þorvaldur alveg hægt að miða við þann tímaramma, kannski muni gosið gefa sér aðeins lengri tíma í þetta skipti. „En þetta er þessi tímaskali. Þannig það er langlíklegast að þetta verði mjög svipað,“ segir hann. Þó er ekki endilega víst að gosið komi með jafn skömmum fyrirvara og síðast, vegna þess að nú hefur skorpan veikst og því þurfi mögulega minna afl til að búa til sprungu.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Sjá meira