„Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2024 23:20 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði. Vísir/Arnar Jarðeðlisfræðingur segir ljóst að líkurnar á eldgosi á Reykjanesskaga aukist með tímanum. Líklegast sé að eldgos yrði svipað gosinu sem hófst um miðjan desember. „Já, líkurnar eru að aukast. Við getum ekkert verið viss um þetta alveg, en meðan landrisið heldur áfram og tíminn líður, þá verða líkurnar meiri og meiri,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í myndveri Stöðvar 2 í kvöldfréttum í kvöld. Hægt hefur á landrisi á Reykjanesskaga. Magnús Tumi var beðinn að skýra út hvaða þýðingu það hefði fyrir framhaldið. „Það vill stundum hægja á áður, það byrjar kannski að gliðna neðar og þá hættir að lyftast eins mikið, spennan er bara orðin það mikil að það þarf að bresta. Við skulum sjá til.“ Gosið gæti komið upp sunnar en síðast Aðspurður hvar er líklegast að gjósi, sagði Magnús Tumi að það yrði líklega á svipuðum slóðum og í desember. „Það gæti gerst norðar, en það gæti líka gerst svolítið sunnar. Sundhnúkasprungan frá fyrir rúmum 2000 árum nær alla leið hingað,“ sagði Magnús Tumi og benti á punkt suðvestur af Hagafelli, ekki ýkja langt frá Grindavík. Það sé því ákveðin hætta á því að hraun renni í átt að bænum. „En við getum ekki verið viss um hvað gerist. Það þarf að taka því sem höndum ber og reyna sitt besta.“ Nánast öruggt að um hraungos verði að ræða Magnús Tumi segir sennilegast að atburðarásin verði svipuð gosinu sem hófst 18. desember. „Þetta verður hraungos, það eru ákaflega litlar líkur á öðru, ef það gýs á þessari sprungu. Og það er nánast öruggt að ef það gýs, þá gýs á Sundhnúkasprungunni. Þar er veikleikinn,“ sagði Magnús Tumi. Líkt og áður er óvissan mikil, og ómögulegt að segja nokkuð með vissu. „Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart. Maður er búinn að sjá eitthvað, maður telur að maður sé búinn að átta sig alveg á því hvernig það nákvæmlega gerist og svo kemur það aðeins öðruvísi. Þannig að við skulum vera viðbúin því að þetta sé ekki nákvæmlega eins, en langlíklegast er að þetta verði svipað,“ sagði Magnús Tumi. Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulegt gos líklega eins og það síðasta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur líklegt að mögulegt eldgos á Reykjanesskaga verði líkt síðasta gosi, sem varð í nýliðnum desember. 2. janúar 2024 13:41 Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2. janúar 2024 11:58 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Fleiri fréttir „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Sjá meira
„Já, líkurnar eru að aukast. Við getum ekkert verið viss um þetta alveg, en meðan landrisið heldur áfram og tíminn líður, þá verða líkurnar meiri og meiri,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í myndveri Stöðvar 2 í kvöldfréttum í kvöld. Hægt hefur á landrisi á Reykjanesskaga. Magnús Tumi var beðinn að skýra út hvaða þýðingu það hefði fyrir framhaldið. „Það vill stundum hægja á áður, það byrjar kannski að gliðna neðar og þá hættir að lyftast eins mikið, spennan er bara orðin það mikil að það þarf að bresta. Við skulum sjá til.“ Gosið gæti komið upp sunnar en síðast Aðspurður hvar er líklegast að gjósi, sagði Magnús Tumi að það yrði líklega á svipuðum slóðum og í desember. „Það gæti gerst norðar, en það gæti líka gerst svolítið sunnar. Sundhnúkasprungan frá fyrir rúmum 2000 árum nær alla leið hingað,“ sagði Magnús Tumi og benti á punkt suðvestur af Hagafelli, ekki ýkja langt frá Grindavík. Það sé því ákveðin hætta á því að hraun renni í átt að bænum. „En við getum ekki verið viss um hvað gerist. Það þarf að taka því sem höndum ber og reyna sitt besta.“ Nánast öruggt að um hraungos verði að ræða Magnús Tumi segir sennilegast að atburðarásin verði svipuð gosinu sem hófst 18. desember. „Þetta verður hraungos, það eru ákaflega litlar líkur á öðru, ef það gýs á þessari sprungu. Og það er nánast öruggt að ef það gýs, þá gýs á Sundhnúkasprungunni. Þar er veikleikinn,“ sagði Magnús Tumi. Líkt og áður er óvissan mikil, og ómögulegt að segja nokkuð með vissu. „Náttúran er svolítið í að koma manni á óvart. Maður er búinn að sjá eitthvað, maður telur að maður sé búinn að átta sig alveg á því hvernig það nákvæmlega gerist og svo kemur það aðeins öðruvísi. Þannig að við skulum vera viðbúin því að þetta sé ekki nákvæmlega eins, en langlíklegast er að þetta verði svipað,“ sagði Magnús Tumi.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Tengdar fréttir Mögulegt gos líklega eins og það síðasta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur líklegt að mögulegt eldgos á Reykjanesskaga verði líkt síðasta gosi, sem varð í nýliðnum desember. 2. janúar 2024 13:41 Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2. janúar 2024 11:58 Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Innlent Fleiri fréttir „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Ríkið taki að sér mál barna með fjölþættan vanda „Stjórn Leikfélagsins hefur fullkomlega brugðist“ Gripið verði inn í strax í leikskóla Ætlaði að kaupa rafhlaupahjól en var rændur Sjötti úrskurðaður í gæsluvarðhald Hjólakaup sem enduðu í vopnuðu ráni og börn í vanda Hvað má læra af Covid, börn í vanda og ríkisbuddan í Sprengisandi Hótað með hníf og rændur í miðbænum Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Áreitið hafði mikil áhrif 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Yfirvofandi eldgos og íslandsmeistarmót í Ólsen ólsen Sjá meira
Mögulegt gos líklega eins og það síðasta Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur líklegt að mögulegt eldgos á Reykjanesskaga verði líkt síðasta gosi, sem varð í nýliðnum desember. 2. janúar 2024 13:41
Kvikuþrýstingur að byggjast upp og líkur á eldgosi aukast Vísbending um að kvikuþrýstingur sé að byggjast upp og þar með aukast líkur á nýju kvikuhlaupi og einnig eldgosi. 2. janúar 2024 11:58