Arnar Þór ætlar á Bessastaði Jón Þór Stefánsson skrifar 3. janúar 2024 11:51 Arnar Þór Jónsson ætlar að bjóða sig fram til forseta. Vísir/Sigurjón Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. Hann sagðist vera búinn að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum, og sagðist ekki aðhyllast stefnu flokksins eins og hún væri í dag. Arnar setti framboð sitt í samhengi við sögu Íslands og lagði sérstaka áherslu á lög landsins. Jafnramt ræddi hann um Evrópusambandið og sagði okkur lifa á tímum þar sem fólk æli á sundrungu og hatri. „Það hefur sígið á ógæfuhliðina á síðustu árum,“ sagði hann og vísaði til erlendra reglugerða, sem hann sagði ógn sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Þá gagnrýndi hann Alþingi, og sagði reynslu sína af varaþingmennsku hafa leitt í ljós að þingmenn væru ekki endilega að vinna í þágu þjóðarinnar. Þeir hefðu afhent valdið annað. Arnar ásamt eiginkonu sinni Hrafnhildi Sigurðardóttur.Vísir/Sigurjón „Þegar núverandi forseti Guðni Th. tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram þá stóð ég fram fyrir stórum ákvörðunum,“ sagði Arnar og hló. Hann sagðist vera feiminn, en hann fyndi til ábyrgðar. „Menn hafa ekki bara komið að máli við mig. Ég hef komið að máli við sjálfan mig.“ Aðspurður um hvaða forseta hann tæki sér til fyrirmyndar minntist hann á nokkra Bandaríkjaforseta, eins og Theodore Roosevelt, Abraham Lincoln og George Washington. „Við ætlum saman í herferð um landið, reyna að ná til fólks,“ sagði Hrafnhildur Sigurðardóttir eiginkona Arnars. Arnar boðaði til fundarins í gær og sagðist þar ætla að kynna „stórar ákvarðanir“ um mikilvæg mál. Gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn sem varaþingmaður Þrátt fyrir að vera varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur Arnar verið mjög gagnrýnin í garð flokksins. Í apríl á þessu ári skoraði hann á forystu Sjálfstæðisflokksins að víkja vegna frumvarps Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi utanríkisráðherra, um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, eða bókun 35. Í júlí hélt hann þessari gagnrýni sinni áfram og sagðist óttast að Sjálfstæðisflokkurinn yrði smáflokkur með því að styðja bókunina. Um væri að ræða „sjálfsmorðsleiðangur Sjálfstæðisflokksins“. Arnar hefur einnig verið áberandi í umræðunni vegna lögmannsstarfa sinna. Í október greindi hann frá því að hann myndi, fyrir hönd um það bil tuttugu foreldra, kæra kynfræðslubókina Kyn, kynlíf og allt hitt sem er ætluð grunnskólabörnum. Hann sagði umbjóðendur sína telja bókina brjóta í bága við menningarlegar stoðir íslensks samfélags. Þá stóð Arnar í því að stefna ríkinu og stofnunum þess vegna bólusetninga á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. Arnar var héraðsdómari, en árið 2021, sagði hann sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara og efni siðareglna félagsins. Forsetakosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Forseti Íslands Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Hann sagðist vera búinn að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum, og sagðist ekki aðhyllast stefnu flokksins eins og hún væri í dag. Arnar setti framboð sitt í samhengi við sögu Íslands og lagði sérstaka áherslu á lög landsins. Jafnramt ræddi hann um Evrópusambandið og sagði okkur lifa á tímum þar sem fólk æli á sundrungu og hatri. „Það hefur sígið á ógæfuhliðina á síðustu árum,“ sagði hann og vísaði til erlendra reglugerða, sem hann sagði ógn sjálfsákvörðunarrétti þjóðarinnar. Þá gagnrýndi hann Alþingi, og sagði reynslu sína af varaþingmennsku hafa leitt í ljós að þingmenn væru ekki endilega að vinna í þágu þjóðarinnar. Þeir hefðu afhent valdið annað. Arnar ásamt eiginkonu sinni Hrafnhildi Sigurðardóttur.Vísir/Sigurjón „Þegar núverandi forseti Guðni Th. tilkynnti að hann ætlaði ekki að bjóða sig aftur fram þá stóð ég fram fyrir stórum ákvörðunum,“ sagði Arnar og hló. Hann sagðist vera feiminn, en hann fyndi til ábyrgðar. „Menn hafa ekki bara komið að máli við mig. Ég hef komið að máli við sjálfan mig.“ Aðspurður um hvaða forseta hann tæki sér til fyrirmyndar minntist hann á nokkra Bandaríkjaforseta, eins og Theodore Roosevelt, Abraham Lincoln og George Washington. „Við ætlum saman í herferð um landið, reyna að ná til fólks,“ sagði Hrafnhildur Sigurðardóttir eiginkona Arnars. Arnar boðaði til fundarins í gær og sagðist þar ætla að kynna „stórar ákvarðanir“ um mikilvæg mál. Gagnrýnt Sjálfstæðisflokkinn sem varaþingmaður Þrátt fyrir að vera varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins hefur Arnar verið mjög gagnrýnin í garð flokksins. Í apríl á þessu ári skoraði hann á forystu Sjálfstæðisflokksins að víkja vegna frumvarps Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, þáverandi utanríkisráðherra, um breytingu á lögum um Evrópska efnahagssvæðið, eða bókun 35. Í júlí hélt hann þessari gagnrýni sinni áfram og sagðist óttast að Sjálfstæðisflokkurinn yrði smáflokkur með því að styðja bókunina. Um væri að ræða „sjálfsmorðsleiðangur Sjálfstæðisflokksins“. Arnar hefur einnig verið áberandi í umræðunni vegna lögmannsstarfa sinna. Í október greindi hann frá því að hann myndi, fyrir hönd um það bil tuttugu foreldra, kæra kynfræðslubókina Kyn, kynlíf og allt hitt sem er ætluð grunnskólabörnum. Hann sagði umbjóðendur sína telja bókina brjóta í bága við menningarlegar stoðir íslensks samfélags. Þá stóð Arnar í því að stefna ríkinu og stofnunum þess vegna bólusetninga á meðan heimsfaraldurinn stóð yfir. Arnar var héraðsdómari, en árið 2021, sagði hann sig úr Dómarafélagi Íslands vegna ágreinings um tjáningarfrelsi dómara og efni siðareglna félagsins.
Forsetakosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Forseti Íslands Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira