Ástþór Magnússon býður sig fram til forseta Íslands Bjarki Sigurðsson skrifar 3. janúar 2024 18:21 Ástþór Magnússon bauð sig einnig fram til forseta árin 1996, 2000, 2012 og 2016. Athafnamaðurinn Ástþór Magnússon hefur ákveðið að bjóða sig fram til forseta Íslands í forsetakosningunum sem fara fram í sumar. Ástþór er enginn nýgræðingur þegar kemur að forsetaframboði en þetta er í fimmta sinn sem hann gefur kost á sér. Ástþór greinir frá framboðinu á vefsíðu sinni, forsetakosningar.is. Þar segir hann að oft hafi verið þörf, en nú sé nauðsyn. Tæp þrjátíu ár séu liðin frá því hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 1996 og á þeim tíma hafi margt breyst. „Á þessu tímabili lýsti ég því hvernig styrjaldarástand myndi þróast sem gæti ógnað velsæld of framtíð okkar ef ekki yrði gripið í taumana með nýrri hugmyndafræði í alþjóða stjórnmálum. Því miður reyndist ég sannspár. Við erum nú komin í styrjöld við vinaþjóð okkar í Rússlandi. Í mið austurlöndum er allt á suðupunkti og margir telja að sú styrjöld muni breiða úr sér til nærliggjandi landa. Í raun er hætta á að þetta ástand þróist í heimsstyrjöld,“ segir í framboðstilkynningunni. Boðar heimsfrið Tilkynningin fjallar að miklu leyti um að stuðla að friði í heiminum en Ástþór hefur ítrekað kallað eftir heimsfrið og er stofnandi og stjórnandi samtakanna Friður 2000. „Það væri mjög vanhugsað af Íslenskri þjóð að kjósa inn á Bessastaði annan forseta með það hlutverk að fara í „opinberar heimsóknir“ á milli húsa í heimabyggð sinni. Nú þurfa Íslendingar að Virkja Bessastaði og nýta embætti Forseta Íslands til að stuðla að friði á alþjóðavettvangi,“ segir í tilkynningunni. Hélt það væri einhver betri Ástþór kveðst áður fyrr hafa talið að hægt væri að finna annan mann betri í verkið en sig sjálfan. Nú sé hann hins vegar viss um sjálfan sig. „Ég mun Virkja Bessastaði og gera embættið stærra og meira og um leið öfluga tekjulind fyrir Íslenska þjóð með því að laða til landsins alþjóðastofnanir friðar og mannréttinda,“ segir í tilkynningunni. Ástþór er númer tvö í dag til þess að tilkynna framboð en rétt fyrir hádegi greindi varaþingmaðurinn Arnar Þór Jónsson að hann vildi einnig inn á Bessastaði. Þeir eru þá orðnir fjórir sem hafa greint frá framboði sínu, það eru Arnar, Ástþór, Axel Pétur Axelsson og Dóri DNA. Framboð Dóra er reyndar háð því að það byrji eldgos 6. janúar næstkomandi, ef marka má Twitter-síðu hans. Að gefnu tilefni. Eftir að hafa ráðfært mig við mína nánustu hefur komið í ljós að þessi hugmynd mín, leggst ákaflega illa í fólk. Ég hef því ákveðið eftirfarandi. Muni gjósa aftur á þrettándanum (eins og ég finn á mér) - fer ég í framboð. Annars ekki.— Halldór Halldórsson (@doridna) January 2, 2024 Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16 Landlæknir, ráðherrar og rithöfundar orðaðir við Bessastaði Forystufólk í heilbrigðiskerfinu, ráðherrar og rithöfundar eru orðaðir við forsetaframboð í sumar. Almannatengill býst við fjörugum kappræðum og mörgum frambjóðendum. Hann telur að sagan muni fara mjúkum höndum um núverandi forseta og ákvörðun hans um að láta gott heita. 2. janúar 2024 21:30 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Ástþór greinir frá framboðinu á vefsíðu sinni, forsetakosningar.is. Þar segir hann að oft hafi verið þörf, en nú sé nauðsyn. Tæp þrjátíu ár séu liðin frá því hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 1996 og á þeim tíma hafi margt breyst. „Á þessu tímabili lýsti ég því hvernig styrjaldarástand myndi þróast sem gæti ógnað velsæld of framtíð okkar ef ekki yrði gripið í taumana með nýrri hugmyndafræði í alþjóða stjórnmálum. Því miður reyndist ég sannspár. Við erum nú komin í styrjöld við vinaþjóð okkar í Rússlandi. Í mið austurlöndum er allt á suðupunkti og margir telja að sú styrjöld muni breiða úr sér til nærliggjandi landa. Í raun er hætta á að þetta ástand þróist í heimsstyrjöld,“ segir í framboðstilkynningunni. Boðar heimsfrið Tilkynningin fjallar að miklu leyti um að stuðla að friði í heiminum en Ástþór hefur ítrekað kallað eftir heimsfrið og er stofnandi og stjórnandi samtakanna Friður 2000. „Það væri mjög vanhugsað af Íslenskri þjóð að kjósa inn á Bessastaði annan forseta með það hlutverk að fara í „opinberar heimsóknir“ á milli húsa í heimabyggð sinni. Nú þurfa Íslendingar að Virkja Bessastaði og nýta embætti Forseta Íslands til að stuðla að friði á alþjóðavettvangi,“ segir í tilkynningunni. Hélt það væri einhver betri Ástþór kveðst áður fyrr hafa talið að hægt væri að finna annan mann betri í verkið en sig sjálfan. Nú sé hann hins vegar viss um sjálfan sig. „Ég mun Virkja Bessastaði og gera embættið stærra og meira og um leið öfluga tekjulind fyrir Íslenska þjóð með því að laða til landsins alþjóðastofnanir friðar og mannréttinda,“ segir í tilkynningunni. Ástþór er númer tvö í dag til þess að tilkynna framboð en rétt fyrir hádegi greindi varaþingmaðurinn Arnar Þór Jónsson að hann vildi einnig inn á Bessastaði. Þeir eru þá orðnir fjórir sem hafa greint frá framboði sínu, það eru Arnar, Ástþór, Axel Pétur Axelsson og Dóri DNA. Framboð Dóra er reyndar háð því að það byrji eldgos 6. janúar næstkomandi, ef marka má Twitter-síðu hans. Að gefnu tilefni. Eftir að hafa ráðfært mig við mína nánustu hefur komið í ljós að þessi hugmynd mín, leggst ákaflega illa í fólk. Ég hef því ákveðið eftirfarandi. Muni gjósa aftur á þrettándanum (eins og ég finn á mér) - fer ég í framboð. Annars ekki.— Halldór Halldórsson (@doridna) January 2, 2024
Forsetakosningar 2024 Forseti Íslands Tengdar fréttir Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10 Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51 Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16 Landlæknir, ráðherrar og rithöfundar orðaðir við Bessastaði Forystufólk í heilbrigðiskerfinu, ráðherrar og rithöfundar eru orðaðir við forsetaframboð í sumar. Almannatengill býst við fjörugum kappræðum og mörgum frambjóðendum. Hann telur að sagan muni fara mjúkum höndum um núverandi forseta og ákvörðun hans um að láta gott heita. 2. janúar 2024 21:30 Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Axel Pétur og Dóri DNA mættir til leiks sem forsetaframbjóðendur Tveir hafa þegar riðið fram á völlinn og lýst yfir framboði til forseta Íslands. Guðni Th. Jóhannesson lýsti því yfir að hann hyggðist ekki sækjast eftir embættinu og þessir tveir biðu ekki boðanna. 2. janúar 2024 11:10
Arnar Þór ætlar á Bessastaði Arnar Þór Jónsson, hæstaréttarlögmaður og varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands. Þetta tilkynnti hann á blaðamannafundi á heimili sínu í Garðabæ rétt í þessu. 3. janúar 2024 11:51
Spáð í forsetaspilin Fréttastofa fór á stúfana í dag og ræddi við fólk á förnum vegi um þau tíðindi að Guðni Th. Jóhannesson forseti hefði ákveðið að láta gott heita eftir tvö kjörtímabil í embætti. Fólk var spurt hvaða manneskju það vildi sjá í embætti forseta Íslands næst. 2. janúar 2024 22:16
Landlæknir, ráðherrar og rithöfundar orðaðir við Bessastaði Forystufólk í heilbrigðiskerfinu, ráðherrar og rithöfundar eru orðaðir við forsetaframboð í sumar. Almannatengill býst við fjörugum kappræðum og mörgum frambjóðendum. Hann telur að sagan muni fara mjúkum höndum um núverandi forseta og ákvörðun hans um að láta gott heita. 2. janúar 2024 21:30