Bjarni: Stórskrýtið að spila ekki síðustu vikuna fyrir jól Andri Már Eggertsson skrifar 3. janúar 2024 21:29 Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur eftir leik Diego Haukar töpuðu fyrir toppliði Keflavíkur í Blue-höllinni 66-59. Þetta var jafn og spennandi leikur alveg þar til undir lok fjórða leikhluta þá tók toppliðið yfir og vann að lokum sjö stiga sigur. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, fannst sitt lið kasta leiknum frá sér í fjórða leikhluta og var einnig ósáttur við þá ákvörðun að ekki hafi verið spilað síðustu vikuna fyrir jól. Haukar töpuðu fyrir toppliði Keflavíkur í Blue-höllinni 66-59. Þetta var jafn og spennandi leikur alveg þar til undir lok fjórða leikhluta þá tók Keflavík völdin í leiknum. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur eftir leik. „Þegar að 3-4 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta fórum við að gera barnaleg mistök sem gerði það að verkum að Keflavík fékk þrjá þrista og það var helvíti dýrt.“ „Þetta var jafn leikur en þetta var ekki geggjaður körfubolti en við náðum að gera ágætlega og vorum með stjórn á mörgu sem gerði þeim erfitt fyrir en um leið og við gerðum barnaleg mistök þá refsaði Keflavík og kláraði leikinn.“ Haukar voru í kjörstöðu í upphafi fjórða leikhluta. Gestirnir voru einu stigi yfir þegar að fjórði leikhluti fór af stað og gerðu fyrstu tvær körfurnar í leikhlutanum. Bjarni var svekktur með kaflann sem fylgdi eftir því. „Við fórum úr því sem við vildum gera sóknarlega og mér fannst algjör óþarfi að við skildum gefa þeim þennan leik.“ Þetta var fyrsti leikur liðanna síðan 12. desember á síðasta ári. Leikurinn var ekki góður að mati Bjarna og hann var ekki ánægður með þessa löngu pásu sem liðin hafa verið í. „Ég skil ekki þetta fyrirkomulag að spila síðasta leik 12. desember og síðan kom heil vika þar á eftir fyrir jól. Það átti ekki að spila á milli jóla og nýárs. Ég skil að vissu leyti þá hugmynd en að spila ekki vikuna fyrir jól og þurfa að bíða í þrjár vikur á miðju tímabili og það er erfitt fyrir öll lið að halda takti.“ „Mér finnst það stórskrýtin ákvörðun en það sitja öll lið við sama borð. Það eru öll lið í fínu standi en þú dettur úr takti en það var tækifæri fyrir okkur að stela þessum leik í kvöld og ná í þessi tvö stig en mér fannst við henda því frá okkur á eigin klaufaskap,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjá meira
Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, fannst sitt lið kasta leiknum frá sér í fjórða leikhluta og var einnig ósáttur við þá ákvörðun að ekki hafi verið spilað síðustu vikuna fyrir jól. Haukar töpuðu fyrir toppliði Keflavíkur í Blue-höllinni 66-59. Þetta var jafn og spennandi leikur alveg þar til undir lok fjórða leikhluta þá tók Keflavík völdin í leiknum. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur eftir leik. „Þegar að 3-4 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta fórum við að gera barnaleg mistök sem gerði það að verkum að Keflavík fékk þrjá þrista og það var helvíti dýrt.“ „Þetta var jafn leikur en þetta var ekki geggjaður körfubolti en við náðum að gera ágætlega og vorum með stjórn á mörgu sem gerði þeim erfitt fyrir en um leið og við gerðum barnaleg mistök þá refsaði Keflavík og kláraði leikinn.“ Haukar voru í kjörstöðu í upphafi fjórða leikhluta. Gestirnir voru einu stigi yfir þegar að fjórði leikhluti fór af stað og gerðu fyrstu tvær körfurnar í leikhlutanum. Bjarni var svekktur með kaflann sem fylgdi eftir því. „Við fórum úr því sem við vildum gera sóknarlega og mér fannst algjör óþarfi að við skildum gefa þeim þennan leik.“ Þetta var fyrsti leikur liðanna síðan 12. desember á síðasta ári. Leikurinn var ekki góður að mati Bjarna og hann var ekki ánægður með þessa löngu pásu sem liðin hafa verið í. „Ég skil ekki þetta fyrirkomulag að spila síðasta leik 12. desember og síðan kom heil vika þar á eftir fyrir jól. Það átti ekki að spila á milli jóla og nýárs. Ég skil að vissu leyti þá hugmynd en að spila ekki vikuna fyrir jól og þurfa að bíða í þrjár vikur á miðju tímabili og það er erfitt fyrir öll lið að halda takti.“ „Mér finnst það stórskrýtin ákvörðun en það sitja öll lið við sama borð. Það eru öll lið í fínu standi en þú dettur úr takti en það var tækifæri fyrir okkur að stela þessum leik í kvöld og ná í þessi tvö stig en mér fannst við henda því frá okkur á eigin klaufaskap,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Enski boltinn Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Handbolti Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Enski boltinn Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Golf „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Íslenski boltinn Sjáðu Albert skora gegn Juventus Fótbolti Segir Arnór líta ruddalega vel út Fótbolti Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Enski boltinn Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Fótbolti Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy vann einvígið en Spaun fór í vatnið Segir Arnór líta ruddalega vel út Ramos rekinn út af fyrir að sparka í rass mótherja Fyrsta tap Cavs síðan fjórða febrúar Staðráðinn í að spila aftur: „Ég var nálægt því að deyja“ Útskýrði af hverju Burn var dekkaður af mun lægri manni Fyrirliði Kósóvó fór meiddur af velli „Vil ekki fara að sofa því mér líður eins og mig sé að dreyma“ Sjáðu Albert skora gegn Juventus Neyddir til að spila í miðri þjóðarsorg Stefán benti á tattúið og minntist frænku sinnar Ari afmælisbarn búinn að semja við Elfsborg „Rjóminn á kökuna fyrir okkur“ Hættu leik eftir að áhorfendur kveiktu í stúkunni Players endar í einvígi: „Halda allir að hann vinni“ Dagskráin í dag: Íslandsmóti í keilu og Lögmál leiksins Liverpool leiði kapphlaupið um Guehi Meiðslin muni að öllum líkindum teygja sig inn í landsleikjapásuna Atalanta mistókst að hirða toppsætið af Inter Fulham nær Evrópu eftir sigur á Tottenham Georgíumenn í góðum málum í íslenska riðlinum Ótrúleg endurkoma skaut Börsungum á toppinn „Við áttum skilið að vinna í dag“ Martin stigahæstur í stórsigri United nálgast efri hlutann Hinrik farinn til Noregs frá ÍA Strákarnir hans Dags völtuðu yfir Tékka Mikilvægur sigur Eyjakvenna Stólarnir sóttu sinn fyrsta sigur Albert gulltryggði sigurinn gegn Juventus Sjá meira