Bjarni: Stórskrýtið að spila ekki síðustu vikuna fyrir jól Andri Már Eggertsson skrifar 3. janúar 2024 21:29 Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur eftir leik Diego Haukar töpuðu fyrir toppliði Keflavíkur í Blue-höllinni 66-59. Þetta var jafn og spennandi leikur alveg þar til undir lok fjórða leikhluta þá tók toppliðið yfir og vann að lokum sjö stiga sigur. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, fannst sitt lið kasta leiknum frá sér í fjórða leikhluta og var einnig ósáttur við þá ákvörðun að ekki hafi verið spilað síðustu vikuna fyrir jól. Haukar töpuðu fyrir toppliði Keflavíkur í Blue-höllinni 66-59. Þetta var jafn og spennandi leikur alveg þar til undir lok fjórða leikhluta þá tók Keflavík völdin í leiknum. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur eftir leik. „Þegar að 3-4 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta fórum við að gera barnaleg mistök sem gerði það að verkum að Keflavík fékk þrjá þrista og það var helvíti dýrt.“ „Þetta var jafn leikur en þetta var ekki geggjaður körfubolti en við náðum að gera ágætlega og vorum með stjórn á mörgu sem gerði þeim erfitt fyrir en um leið og við gerðum barnaleg mistök þá refsaði Keflavík og kláraði leikinn.“ Haukar voru í kjörstöðu í upphafi fjórða leikhluta. Gestirnir voru einu stigi yfir þegar að fjórði leikhluti fór af stað og gerðu fyrstu tvær körfurnar í leikhlutanum. Bjarni var svekktur með kaflann sem fylgdi eftir því. „Við fórum úr því sem við vildum gera sóknarlega og mér fannst algjör óþarfi að við skildum gefa þeim þennan leik.“ Þetta var fyrsti leikur liðanna síðan 12. desember á síðasta ári. Leikurinn var ekki góður að mati Bjarna og hann var ekki ánægður með þessa löngu pásu sem liðin hafa verið í. „Ég skil ekki þetta fyrirkomulag að spila síðasta leik 12. desember og síðan kom heil vika þar á eftir fyrir jól. Það átti ekki að spila á milli jóla og nýárs. Ég skil að vissu leyti þá hugmynd en að spila ekki vikuna fyrir jól og þurfa að bíða í þrjár vikur á miðju tímabili og það er erfitt fyrir öll lið að halda takti.“ „Mér finnst það stórskrýtin ákvörðun en það sitja öll lið við sama borð. Það eru öll lið í fínu standi en þú dettur úr takti en það var tækifæri fyrir okkur að stela þessum leik í kvöld og ná í þessi tvö stig en mér fannst við henda því frá okkur á eigin klaufaskap,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum. Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira
Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, fannst sitt lið kasta leiknum frá sér í fjórða leikhluta og var einnig ósáttur við þá ákvörðun að ekki hafi verið spilað síðustu vikuna fyrir jól. Haukar töpuðu fyrir toppliði Keflavíkur í Blue-höllinni 66-59. Þetta var jafn og spennandi leikur alveg þar til undir lok fjórða leikhluta þá tók Keflavík völdin í leiknum. Bjarni Magnússon, þjálfari Hauka, var svekktur eftir leik. „Þegar að 3-4 mínútur voru eftir af fjórða leikhluta fórum við að gera barnaleg mistök sem gerði það að verkum að Keflavík fékk þrjá þrista og það var helvíti dýrt.“ „Þetta var jafn leikur en þetta var ekki geggjaður körfubolti en við náðum að gera ágætlega og vorum með stjórn á mörgu sem gerði þeim erfitt fyrir en um leið og við gerðum barnaleg mistök þá refsaði Keflavík og kláraði leikinn.“ Haukar voru í kjörstöðu í upphafi fjórða leikhluta. Gestirnir voru einu stigi yfir þegar að fjórði leikhluti fór af stað og gerðu fyrstu tvær körfurnar í leikhlutanum. Bjarni var svekktur með kaflann sem fylgdi eftir því. „Við fórum úr því sem við vildum gera sóknarlega og mér fannst algjör óþarfi að við skildum gefa þeim þennan leik.“ Þetta var fyrsti leikur liðanna síðan 12. desember á síðasta ári. Leikurinn var ekki góður að mati Bjarna og hann var ekki ánægður með þessa löngu pásu sem liðin hafa verið í. „Ég skil ekki þetta fyrirkomulag að spila síðasta leik 12. desember og síðan kom heil vika þar á eftir fyrir jól. Það átti ekki að spila á milli jóla og nýárs. Ég skil að vissu leyti þá hugmynd en að spila ekki vikuna fyrir jól og þurfa að bíða í þrjár vikur á miðju tímabili og það er erfitt fyrir öll lið að halda takti.“ „Mér finnst það stórskrýtin ákvörðun en það sitja öll lið við sama borð. Það eru öll lið í fínu standi en þú dettur úr takti en það var tækifæri fyrir okkur að stela þessum leik í kvöld og ná í þessi tvö stig en mér fannst við henda því frá okkur á eigin klaufaskap,“ sagði Bjarni Magnússon að lokum.
Haukar Subway-deild kvenna Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti Fleiri fréttir Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Sjá meira