Fékk ekki skilorð og réðst á dómarann Árni Sæberg skrifar 4. janúar 2024 09:07 Upptökur úr dómsal í Las Vegas eru ekki í háskerpu. Skjáskot Deobra Redden, þrítugur karlmaður frá Las Vegas í Bandaríkjunum, stökk yfir dómarabekkinn og réðst á dómarann í máli hans vegna líkamsárásar í gær. Hann virðist hafa verið ósáttur með ákvörðun dómarans um að fallast ekki á beiðni hans um skilorðsbundinn dóm. Redden hafði játað tilraun til stórfelldrar líkamsárásar og í gær fór fram þinghald til ákvörðunar refsingar hans. Verjandi Reddens óskaði eftir því við dómara málsins, Mary Kay Holthus, að hún veitti honum skilorðsbundna refsingu. „Ég skil þá ósk vel en ég held að það sé kominn tími á að hann fái almennilega refsingu. Ég einfaldlega get það ekki með þessa brotasögu,“ hefur The New York Times eftir dómaranum og reifar brotaferil mannsins stuttlega. Hann hefur meðal annars hlotið fangelsisdóma árin 2015 og 2021. Annars vegar fyrir tilraun til þjófnaðar og hins vegar heimilisofbeldi. Redden brást ókvæða við þeirri neitun dómarans, vippaði sér yfir dómarabekkinn og réðst á Holthus, sem er á sjötugsaldri. Myndskeið af árásinni má sjá hér að neðan: VIDEO: Judge Mary Kay Holthus was attacked inside her own courtroom Wednesday during a sentencing hearing. pic.twitter.com/ARzXOHJ8er— Law&Crime Network (@LawCrimeNetwork) January 3, 2024 Í frétt New York Times segir að Holthus hafi særst í árásinni og að fylgst sé með líðan hennar. Þá hafi dómsvörður einnig særst og líðan hans sé stöðug. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hvernig dómverðir og aðrir starfsmenn dómsins stökkva til og reyna að ná Redden af Holthus á meðan þeir láta högg dynja á honum. Dómstóllinn hefur þakkað þeim fyrir skjót viðbrögð. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira
Redden hafði játað tilraun til stórfelldrar líkamsárásar og í gær fór fram þinghald til ákvörðunar refsingar hans. Verjandi Reddens óskaði eftir því við dómara málsins, Mary Kay Holthus, að hún veitti honum skilorðsbundna refsingu. „Ég skil þá ósk vel en ég held að það sé kominn tími á að hann fái almennilega refsingu. Ég einfaldlega get það ekki með þessa brotasögu,“ hefur The New York Times eftir dómaranum og reifar brotaferil mannsins stuttlega. Hann hefur meðal annars hlotið fangelsisdóma árin 2015 og 2021. Annars vegar fyrir tilraun til þjófnaðar og hins vegar heimilisofbeldi. Redden brást ókvæða við þeirri neitun dómarans, vippaði sér yfir dómarabekkinn og réðst á Holthus, sem er á sjötugsaldri. Myndskeið af árásinni má sjá hér að neðan: VIDEO: Judge Mary Kay Holthus was attacked inside her own courtroom Wednesday during a sentencing hearing. pic.twitter.com/ARzXOHJ8er— Law&Crime Network (@LawCrimeNetwork) January 3, 2024 Í frétt New York Times segir að Holthus hafi særst í árásinni og að fylgst sé með líðan hennar. Þá hafi dómsvörður einnig særst og líðan hans sé stöðug. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hvernig dómverðir og aðrir starfsmenn dómsins stökkva til og reyna að ná Redden af Holthus á meðan þeir láta högg dynja á honum. Dómstóllinn hefur þakkað þeim fyrir skjót viðbrögð.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Fleiri fréttir Litháar saka rússnesku leyniþjónustuna um íkveikju í Ikea Unglingspiltur alvarlega særður eftir skotárás Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Sjá meira