Fékk ekki skilorð og réðst á dómarann Árni Sæberg skrifar 4. janúar 2024 09:07 Upptökur úr dómsal í Las Vegas eru ekki í háskerpu. Skjáskot Deobra Redden, þrítugur karlmaður frá Las Vegas í Bandaríkjunum, stökk yfir dómarabekkinn og réðst á dómarann í máli hans vegna líkamsárásar í gær. Hann virðist hafa verið ósáttur með ákvörðun dómarans um að fallast ekki á beiðni hans um skilorðsbundinn dóm. Redden hafði játað tilraun til stórfelldrar líkamsárásar og í gær fór fram þinghald til ákvörðunar refsingar hans. Verjandi Reddens óskaði eftir því við dómara málsins, Mary Kay Holthus, að hún veitti honum skilorðsbundna refsingu. „Ég skil þá ósk vel en ég held að það sé kominn tími á að hann fái almennilega refsingu. Ég einfaldlega get það ekki með þessa brotasögu,“ hefur The New York Times eftir dómaranum og reifar brotaferil mannsins stuttlega. Hann hefur meðal annars hlotið fangelsisdóma árin 2015 og 2021. Annars vegar fyrir tilraun til þjófnaðar og hins vegar heimilisofbeldi. Redden brást ókvæða við þeirri neitun dómarans, vippaði sér yfir dómarabekkinn og réðst á Holthus, sem er á sjötugsaldri. Myndskeið af árásinni má sjá hér að neðan: VIDEO: Judge Mary Kay Holthus was attacked inside her own courtroom Wednesday during a sentencing hearing. pic.twitter.com/ARzXOHJ8er— Law&Crime Network (@LawCrimeNetwork) January 3, 2024 Í frétt New York Times segir að Holthus hafi særst í árásinni og að fylgst sé með líðan hennar. Þá hafi dómsvörður einnig særst og líðan hans sé stöðug. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hvernig dómverðir og aðrir starfsmenn dómsins stökkva til og reyna að ná Redden af Holthus á meðan þeir láta högg dynja á honum. Dómstóllinn hefur þakkað þeim fyrir skjót viðbrögð. Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Sjá meira
Redden hafði játað tilraun til stórfelldrar líkamsárásar og í gær fór fram þinghald til ákvörðunar refsingar hans. Verjandi Reddens óskaði eftir því við dómara málsins, Mary Kay Holthus, að hún veitti honum skilorðsbundna refsingu. „Ég skil þá ósk vel en ég held að það sé kominn tími á að hann fái almennilega refsingu. Ég einfaldlega get það ekki með þessa brotasögu,“ hefur The New York Times eftir dómaranum og reifar brotaferil mannsins stuttlega. Hann hefur meðal annars hlotið fangelsisdóma árin 2015 og 2021. Annars vegar fyrir tilraun til þjófnaðar og hins vegar heimilisofbeldi. Redden brást ókvæða við þeirri neitun dómarans, vippaði sér yfir dómarabekkinn og réðst á Holthus, sem er á sjötugsaldri. Myndskeið af árásinni má sjá hér að neðan: VIDEO: Judge Mary Kay Holthus was attacked inside her own courtroom Wednesday during a sentencing hearing. pic.twitter.com/ARzXOHJ8er— Law&Crime Network (@LawCrimeNetwork) January 3, 2024 Í frétt New York Times segir að Holthus hafi særst í árásinni og að fylgst sé með líðan hennar. Þá hafi dómsvörður einnig særst og líðan hans sé stöðug. Í myndskeiðinu hér að ofan sést hvernig dómverðir og aðrir starfsmenn dómsins stökkva til og reyna að ná Redden af Holthus á meðan þeir láta högg dynja á honum. Dómstóllinn hefur þakkað þeim fyrir skjót viðbrögð.
Bandaríkin Erlend sakamál Mest lesið Muni eyða síðustu stundunum með sínum nánustu við slæmar aðstæður Innlent Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Erlent Ekki útilokað að það gjósi á næstu klukkustundum Innlent Áreitið hafði mikil áhrif Innlent Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Erlent 16 klukkutíma ferð 12 vörubíla með sex timburhús á Húsavík Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Hótað með hníf og rændur í miðbænum Innlent Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Sjá meira