Sprautaði kryddvökva úr heimagerðu vopni í andlit leigubílstjóra Jón Þór Stefánsson skrifar 4. janúar 2024 14:34 Leigubílstjóri varð fyrir barðinu á manninum. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Karlmaður með langan sakaferill hefur hlotið sjö mánaða fangelsisdóm í Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir að brjóta á leigubílstjóra, sem og önnur minniháttar brot. Manninum var gefið a sök að hafa, í október 2021, blekkt leigubílstjóra til að aka sér frá Laugavegi í Reykjavík að ótilgreindum stað, með viðkomu í Holtagörðum, án þess að geta eða ætla sér að greiða fyrir farið. Hann hafi greitt lítinn hluta fjargjaldsins, en síðan ráðist á leigubílstjórann og spreyjað kryddvökva í andlit hans með heimagerðu úðavopni. Síðan hafi hann tekið spjaldtölvu leigubílstjórans ófrjálsri hendi og hlaupið á brott. Maðurinn var einnig ákærður fyrir þrenn brot til viðbótar. Í fyrsta lagi fyrir að taka bíl í heimildarleysi og aka henni án ökuréttinda og undir áhrifum amfetamíns í Reykjavík. Í öðru lagi fyrir að spenna upp glugga að íbúð í Reykjavík og ryðjast inn í hana í heimildarleysi. Og í þriðja lagi fyrir að stela vörum úr Nettó Mjóddinni að andvirði tæplega fimm þúsund króna. Maðurinn játaði sök og þótti dómnum sannað með játningunni og öðrum gögnum málsins að hann hefði framið þann verknað sem honum var gefið að sök. Líkt og áður segir á maðurinn langan sakaferill að baki. Síðast hlaut hann dóm í desember. Þá var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi vegna sérlega hættulegrar líkamsárásar. Í dómi héraðsdóms er farið yfir fleiri dóma sem maðurinn hefur hlotið. En honum var dæmdur hegningarauki vegna einhverra brotanna. Hann hlaut sjö mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða tæpar 800 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Reykjavík Leigubílar Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira
Manninum var gefið a sök að hafa, í október 2021, blekkt leigubílstjóra til að aka sér frá Laugavegi í Reykjavík að ótilgreindum stað, með viðkomu í Holtagörðum, án þess að geta eða ætla sér að greiða fyrir farið. Hann hafi greitt lítinn hluta fjargjaldsins, en síðan ráðist á leigubílstjórann og spreyjað kryddvökva í andlit hans með heimagerðu úðavopni. Síðan hafi hann tekið spjaldtölvu leigubílstjórans ófrjálsri hendi og hlaupið á brott. Maðurinn var einnig ákærður fyrir þrenn brot til viðbótar. Í fyrsta lagi fyrir að taka bíl í heimildarleysi og aka henni án ökuréttinda og undir áhrifum amfetamíns í Reykjavík. Í öðru lagi fyrir að spenna upp glugga að íbúð í Reykjavík og ryðjast inn í hana í heimildarleysi. Og í þriðja lagi fyrir að stela vörum úr Nettó Mjóddinni að andvirði tæplega fimm þúsund króna. Maðurinn játaði sök og þótti dómnum sannað með játningunni og öðrum gögnum málsins að hann hefði framið þann verknað sem honum var gefið að sök. Líkt og áður segir á maðurinn langan sakaferill að baki. Síðast hlaut hann dóm í desember. Þá var hann dæmdur í fjögurra mánaða fangelsi vegna sérlega hættulegrar líkamsárásar. Í dómi héraðsdóms er farið yfir fleiri dóma sem maðurinn hefur hlotið. En honum var dæmdur hegningarauki vegna einhverra brotanna. Hann hlaut sjö mánaða fangelsisdóm og er gert að greiða tæpar 800 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Reykjavík Leigubílar Mest lesið „Ég get horft í augun á ykkur“ Innlent Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Innlent Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Innlent Ellert B. Schram er fallinn frá Innlent Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Innlent „Það á auðvitað að fara að lögum“ Innlent Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Innlent Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Innlent Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Innlent Sautján ára máli Amöndu Knox lýkur með sakfellingu Erlent Fleiri fréttir „Nemendur með þroskahömlun geta svo sannarlega komist inn í Listaháskólann“ Íhugar formannsframboð Lögðu fram tilboð sem var ekki svarað Fjórir fluttir með þyrlu eftir árekstur Guðrún íhugar framboð og Guinness-æði skekur íslenska djammið Lýsa yfir miklum vonbrigðum með stöðu viðræðna „Ég get horft í augun á ykkur“ Eldur í bíl í Strýtuseli Valt inn á byggingarsvæði eftir árekstur við strætó Anna, Anna og Sveinbjörn aðstoða ríkisstjórnina Hrikalega spenntur að spreyta sig á nýjum vettvangi Ellert B. Schram er fallinn frá „Það á auðvitað að fara að lögum“ Segir borgina hafa unnið að lausn mála hjá Maríuborg um nokkurt skeið Maðurinn hafi talið sig vera að fara að hitta stúlku á fermingaraldri Boða til allsherjarfundar samninganefnda Kennarasambandsins Lögregla rannsakar tálbeituaðgerð ungmenna Grjóthörð sparnaðarráð til Kristrúnar með ástarkveðju frá FA Lenti í kófi og ók í veg fyrir tvo vörubíla Óttast að íbúar utan Reykjavíkur festist í gistiskýlunum Fimm ára leyfi frá borginni til að fara á þing Foreldrar sextíu barna vilji leikskólastjórann burt Farinn af vettvangi en fannst með áverka stuttu síðar Hús varð fyrir tjóni vegna eldingar Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn „Við erum algjörlega komin á endastöð“ „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Sjá meira