Tækifæri fyrir íslenska leikmenn að láta til sín taka um helgina Aron Guðmundsson skrifar 4. janúar 2024 19:15 Ísland á margar framúrskarandi knattspyrnukonur og er Gonzalo Zamorano, talsmaður Woman Goal, yfir sig hrifinn af gæðastigin í fótboltanum hér á landi. Spennandi æfingarbúðir verða haldnar í Miðgarði um helgina. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Íslenskum knattspyrnukonum gefst gott tækifæri til þess að láta ljós sitt skína út í heim héðan af landi um komandi helgi. Woman Goal stendur fyrir æfingum í Miðgarði í Garðabæ um komandi helgi fyrir knattspyrnukonur, 17 ára og eldri, þar sem í boði er styrktarsamningur við Woman Goal og tækifæri til þess að komast út í atvinnumennsku. Markmið Woman Goal er að hvetja til eflingar kvennaknattspyrnu og er Ísland fyrsta Evrópulandið sem æfingabúðirnar verða haldnar í. Knattspyrnumaðurinn Gonzalo Zamorano, sem leikið hefur við góðan orðstír hér á landi undanfarin ár, er tengiliður Woman Goal hér á landi. Gonzalo Zamorano í leik með ÍA á móti Breiðabliki fyrir nokkrum árum síðanVísir/Daníel „Við sjáum að kvennaboltinn er í örum vexti og þurfum að auka sýnileika og gefa kvenkyns leikmönnum tækifæri. Það er í grunninn aðal markmið Woman Goal. Að gefa þeim vettvang til þess að sýna listir sýnar og veita þeim tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þær eiga það skilið.“ Um er að ræða verkefni á heimsvísu en sambærilegar æfingabúðir hafa farið fram í öðrum löndum og stendur þetta tækifæri kvenkyns leikmönnum yfir sautján ára aldri til boða þeim að kostnaðarlausu. Þer í gegnum tengingu Gonzalo við yfirmann íþróttamála hjá Woman Goal sem æfingabúðir verða haldnar hér á landi um helgina. „Ég hef sjálfur tekið eftir því yfir tíma minn á Íslandi, og sagði honum það, hversu hátt gæðastigið í fótboltanum hér á landi er. Það er mjög hátt. Þetta er lítið samfélag en gæðastigið er mjög hátt þrátt fyrir það, bæði í kvenna- og karlaboltanum. Í sameiningu þurfum við bara að gefa þessum leikmönnum sviðið og leyfa þeim að láta ljós sitt skína.“ Og vísar Gonzalo þar í vilja Woman Goal í að starfa með fótboltafélögum til þess að auka sýnileika og tækifæri fyrir kvenkyns leikmenn. „Það er mikilvægt að fólk á Íslandi viti að Womans Goal er ekki að fara halda þessar æfingabúðir á Íslandi í þeim tilgangi að stela leikmönnum. Þetta er ekki umboðsskrifstofa. Þetta snýst bara, eins og ég hef sagt áður um sýnileika og tækifæri.“ Klippa: Fá gullið tækifæri til að láta ljós sitt skína Nánari upplýsingar um æfingarbúðir Womans Goal má finna hér. Þá er hægt að skrá sig í æfingabúðirnar í gegnum þennan hlekk. Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Sjá meira
Woman Goal stendur fyrir æfingum í Miðgarði í Garðabæ um komandi helgi fyrir knattspyrnukonur, 17 ára og eldri, þar sem í boði er styrktarsamningur við Woman Goal og tækifæri til þess að komast út í atvinnumennsku. Markmið Woman Goal er að hvetja til eflingar kvennaknattspyrnu og er Ísland fyrsta Evrópulandið sem æfingabúðirnar verða haldnar í. Knattspyrnumaðurinn Gonzalo Zamorano, sem leikið hefur við góðan orðstír hér á landi undanfarin ár, er tengiliður Woman Goal hér á landi. Gonzalo Zamorano í leik með ÍA á móti Breiðabliki fyrir nokkrum árum síðanVísir/Daníel „Við sjáum að kvennaboltinn er í örum vexti og þurfum að auka sýnileika og gefa kvenkyns leikmönnum tækifæri. Það er í grunninn aðal markmið Woman Goal. Að gefa þeim vettvang til þess að sýna listir sýnar og veita þeim tækifæri til að láta ljós sitt skína. Þær eiga það skilið.“ Um er að ræða verkefni á heimsvísu en sambærilegar æfingabúðir hafa farið fram í öðrum löndum og stendur þetta tækifæri kvenkyns leikmönnum yfir sautján ára aldri til boða þeim að kostnaðarlausu. Þer í gegnum tengingu Gonzalo við yfirmann íþróttamála hjá Woman Goal sem æfingabúðir verða haldnar hér á landi um helgina. „Ég hef sjálfur tekið eftir því yfir tíma minn á Íslandi, og sagði honum það, hversu hátt gæðastigið í fótboltanum hér á landi er. Það er mjög hátt. Þetta er lítið samfélag en gæðastigið er mjög hátt þrátt fyrir það, bæði í kvenna- og karlaboltanum. Í sameiningu þurfum við bara að gefa þessum leikmönnum sviðið og leyfa þeim að láta ljós sitt skína.“ Og vísar Gonzalo þar í vilja Woman Goal í að starfa með fótboltafélögum til þess að auka sýnileika og tækifæri fyrir kvenkyns leikmenn. „Það er mikilvægt að fólk á Íslandi viti að Womans Goal er ekki að fara halda þessar æfingabúðir á Íslandi í þeim tilgangi að stela leikmönnum. Þetta er ekki umboðsskrifstofa. Þetta snýst bara, eins og ég hef sagt áður um sýnileika og tækifæri.“ Klippa: Fá gullið tækifæri til að láta ljós sitt skína Nánari upplýsingar um æfingarbúðir Womans Goal má finna hér. Þá er hægt að skrá sig í æfingabúðirnar í gegnum þennan hlekk.
Íslenski boltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Innbrot í Kaplakrika: „Tóku peningahirsluna og brutu hana upp“ Sport Fullnaðarsigur Arnars Íslenski boltinn Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Í beinni: Valur - FH | Stórleikur á Hlíðarenda Handbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Golf Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Körfubolti Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Fótbolti Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Enski boltinn Fleiri fréttir „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Dilja Ýr lagði Man United og Sædís Rún lagði upp Ólafur Ingi öruggur í starfi Martial á leið til Mexíkó Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum „Menn þurfa að fara að átta sig á því“ Eriksen búinn að finna sér nýtt félag Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fullnaðarsigur Arnars Annað af fórnarlömbum Asencio fyrirgefur honum Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Púaður á Prinsavöllum en fær góðar móttökur í Mílanó Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina „Gagnrýnið mig en ekki liðið“ „Þurftum að spila á móti dómurum, lögreglu og boltastrákum líka“ Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Stærsta lið Úkraínu samdi við aðdáanda Pútin Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Köstuðu kúk og hentu handsprengjum: „Allt sem suður-amerískur fótbolti á að standa fyrir“ Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Myndasyrpa: Borg ástarinnar stóð ekki undir nafni Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Sjá meira