Átján prósenta verðhækkun ólíðandi að mati bæjarstjóra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. janúar 2024 16:44 Íris Róbertsdóttir hefur áhyggjur af verðhækkunum í Vestmannaeyjum. Vísir/Egill HS veitur segja að skortur á raforku í landinu hafi leitt til 18 prósenta verðhækkunar á heitu vatni í Vestmannaeyjum. Bæjarstjóri segir ekkert í hendi um að ríkið komi til móts við Eyjamenn. Greint var frá því á heimasíðu HS Veitna þann 29. desember verðskrá hitaveitu í Eyjum myndi hækka um átján prósent. Ástæðan var sögð hækkun orkukostnaðar vegna raforkuskorts í landinu. Því þurfi að hækka verðið á heitu vatni til að mæta þeirri kostnaðarhækkun. Orkukaup nema um 90 prósentum af framleiðslukostnaði hitaveitunnar í Eyjum. Hún sker sig úr hvað varðar önnur þjónustusvæði HS Veitna að heitt vatn er framleittí Vestmannaeyjum með rafmagni. Olía er notuð þegar raforka er skert. „Búast má við að stjórnvöld muni hækka niðurgreiðslur til íbúa í Vestmannaeyjum um sömu prósentutölu,“ sagði á heimasíðu HS veitna. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum er full efasemda. Nýbúið að hækka verð „Þetta eru kaldar kveðjur,“ segir Íris í færslu um verðhækkunina á Facebook. Eyjamenn minnast þess að gjaldskrá HS veitna hækkaði um 7,39 prósent þann 1. september síðastliðinn. Fjórir mánuðir liðu á milli hækkana. Þá kom einnig fram að orkusparandi breyting á kyndistöðinni myndi skila vatni allt að fjórum gráðum kaldara en nú er. Sem kallar á kaup á heitu vatni í meira mæli. Tilkynnt var um breytingarnar föstudaginn 29. desember og tók verðhækkunin gildi á mánudaginn, 1. janúar. „Það er ólíðandi að þessum hækkunum sé skellt á með þessm hætti á sama tíma og erið er að biðla til fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga að gæta hófs í gjaldskrárhækkunum,“ segir Íris. Óvíst sé um niðurgreiðslu frá ríkinu. Fullyrða að stjórnvöld ætli að hækka niðurgreiðslu „Ríkið hefur ekki tilkynnt um að komið verði til móts við íbúa og því er ekkert í hendi um niðurgreiðslu á mót þessari miklu hækkun.“ HS veitur segjast lengi hafa bent á að rafkyntar hitaveitur, eins og Vestmannaeyingar nota, búi við afar erfitt rekstrarumhverfi og kallað eftir lagfæringum á því þannig að notendur þeirra búi við sambærilegan kostnað af húshitun og aðrir. „Eitt þessara atriða er að ríkið hækki niðurgreiðslu til notenda rafkyntra hitaveitna til jafns við þá sem nota beina rafhitun. Samkvæmt upplýsingum HS Veitna stefna stjórnvöld að hækkun niðurgreiðslna strax á nýju ári. Sú breyting mun þá skila sér beint til notenda hitaveitunnar í Vestmannaeyjum og ætti þannig hlífa þeim að miklu leyti við þeirri hækkun orkukostnaðar sem hitaveitan er að verða fyrir.“ Orkumál Vestmannaeyjar Verðlag Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Greint var frá því á heimasíðu HS Veitna þann 29. desember verðskrá hitaveitu í Eyjum myndi hækka um átján prósent. Ástæðan var sögð hækkun orkukostnaðar vegna raforkuskorts í landinu. Því þurfi að hækka verðið á heitu vatni til að mæta þeirri kostnaðarhækkun. Orkukaup nema um 90 prósentum af framleiðslukostnaði hitaveitunnar í Eyjum. Hún sker sig úr hvað varðar önnur þjónustusvæði HS Veitna að heitt vatn er framleittí Vestmannaeyjum með rafmagni. Olía er notuð þegar raforka er skert. „Búast má við að stjórnvöld muni hækka niðurgreiðslur til íbúa í Vestmannaeyjum um sömu prósentutölu,“ sagði á heimasíðu HS veitna. Íris Róbertsdóttir bæjarstjóri í Eyjum er full efasemda. Nýbúið að hækka verð „Þetta eru kaldar kveðjur,“ segir Íris í færslu um verðhækkunina á Facebook. Eyjamenn minnast þess að gjaldskrá HS veitna hækkaði um 7,39 prósent þann 1. september síðastliðinn. Fjórir mánuðir liðu á milli hækkana. Þá kom einnig fram að orkusparandi breyting á kyndistöðinni myndi skila vatni allt að fjórum gráðum kaldara en nú er. Sem kallar á kaup á heitu vatni í meira mæli. Tilkynnt var um breytingarnar föstudaginn 29. desember og tók verðhækkunin gildi á mánudaginn, 1. janúar. „Það er ólíðandi að þessum hækkunum sé skellt á með þessm hætti á sama tíma og erið er að biðla til fyrirtækja, ríkis og sveitarfélaga að gæta hófs í gjaldskrárhækkunum,“ segir Íris. Óvíst sé um niðurgreiðslu frá ríkinu. Fullyrða að stjórnvöld ætli að hækka niðurgreiðslu „Ríkið hefur ekki tilkynnt um að komið verði til móts við íbúa og því er ekkert í hendi um niðurgreiðslu á mót þessari miklu hækkun.“ HS veitur segjast lengi hafa bent á að rafkyntar hitaveitur, eins og Vestmannaeyingar nota, búi við afar erfitt rekstrarumhverfi og kallað eftir lagfæringum á því þannig að notendur þeirra búi við sambærilegan kostnað af húshitun og aðrir. „Eitt þessara atriða er að ríkið hækki niðurgreiðslu til notenda rafkyntra hitaveitna til jafns við þá sem nota beina rafhitun. Samkvæmt upplýsingum HS Veitna stefna stjórnvöld að hækkun niðurgreiðslna strax á nýju ári. Sú breyting mun þá skila sér beint til notenda hitaveitunnar í Vestmannaeyjum og ætti þannig hlífa þeim að miklu leyti við þeirri hækkun orkukostnaðar sem hitaveitan er að verða fyrir.“
Orkumál Vestmannaeyjar Verðlag Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira