Skjálftinn þýði lítið sem ekki neitt Bjarki Sigurðsson skrifar 4. janúar 2024 20:00 Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur segir skjálftann sem varð í gær þýða lítið sem ekki neitt. Vísir/Arnar Bæjarstjóri Hafnarfjarðar segir ekki tímabært að ræða varnargarða við bæinn þrátt fyrir að eldfjallafræðingar segja það skynsamlegast. Jarðeðlisfræðingur segir stóran skjálfta sem varð í gær, í raun og veru þýða lítið sem ekki neitt. Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði eldfjallafræðingur að það þyrfti að skoða að reisa eldgosavarnir við Hafnarfjörð eftir skjálfta sem varð í Trölladyngju. Annar eldfjallafræðingur tók svo undir með honum hvað varðar garðana þar sem það væri skynsamlegast. Sviðsstjóri almannavarna segir hins vegar að það sé ekki tímabært að ræða varnargarða þar. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir orð eldfjallafræðinganna þannig séð ekki hafa komið henni á óvart þar sem menn hafi ályktað um ýmislegt síðustu mánuði. Hún sé þó sammála almannavörnum, það sé ótímabært að fara að skoða varnargarða þar sem enn er unnið að hættumati fyrir svæðið. „Við munum bara núna, áfram, eins og hingað til, treysta sérfræðingunum og þeirra mati á áhættu. Og hvort mál þróist með þeim hætti að það sé tilefni til þess að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir. Þá munum við í Hafnarfirði ekki láta okkar eftir liggja í þeim efnum og verðum tilbúin fyrir aðgerðir,“ segir Rósa. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði.Vísir/Arnar Bíða og sjá Hún forðast stórar yfirlýsingar. „Það er ekki hægt að vera með einhverjar yfirlýsingar núna. Það þarf heildstætt hættumat fyrir svæðið allt sem verið er að vinna að. Þar koma að allir okkar fremstu vísindamenn og sérfræðingar. Við verðum bara að bíða eftir því og taka þessu bara með ró og stillingu,“ segir Rósa. Ekkert sérstaklega stór Jarðskjálftinn mældist 4,5 að stærð og fannst vel hér á höfuðborgarsvæðinu. En hvað þýðir þessi skjálfti fyrir framhaldið? Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur hann þýða afar lítið. „Þetta er bara jarðskjálfti á flekaskilum Reykjanesskagans og hefur enga sérstaka afgerandi þýðingu í túlkun á atburðarrásinni sem er búin að vera í fjögur ár. Það eru búnir að vera miklu stærri skjálftar á svipuðum slóðum síðan árið 2020. 4,5 er ekkert sérstaklega stór skjálfti. Það hefur verið talað um að ef Brennisteinsfjallakerfið tekur þátt í þessu, þá getur því fylgt skjálftar upp á jafnvel sex eða stærra. Það eru alvöru skjálftar sem munu hafa veruleg áhrif í Reykjavík. Ef mönnum þótti þessi skjálfti stór eiga menn eftir að finna eitthvað merkilegra seinna,“ segir Páll. Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira
Í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær sagði eldfjallafræðingur að það þyrfti að skoða að reisa eldgosavarnir við Hafnarfjörð eftir skjálfta sem varð í Trölladyngju. Annar eldfjallafræðingur tók svo undir með honum hvað varðar garðana þar sem það væri skynsamlegast. Sviðsstjóri almannavarna segir hins vegar að það sé ekki tímabært að ræða varnargarða þar. Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarstjóri Hafnarfjarðar, segir orð eldfjallafræðinganna þannig séð ekki hafa komið henni á óvart þar sem menn hafi ályktað um ýmislegt síðustu mánuði. Hún sé þó sammála almannavörnum, það sé ótímabært að fara að skoða varnargarða þar sem enn er unnið að hættumati fyrir svæðið. „Við munum bara núna, áfram, eins og hingað til, treysta sérfræðingunum og þeirra mati á áhættu. Og hvort mál þróist með þeim hætti að það sé tilefni til þess að skoða fyrirbyggjandi aðgerðir. Þá munum við í Hafnarfirði ekki láta okkar eftir liggja í þeim efnum og verðum tilbúin fyrir aðgerðir,“ segir Rósa. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði.Vísir/Arnar Bíða og sjá Hún forðast stórar yfirlýsingar. „Það er ekki hægt að vera með einhverjar yfirlýsingar núna. Það þarf heildstætt hættumat fyrir svæðið allt sem verið er að vinna að. Þar koma að allir okkar fremstu vísindamenn og sérfræðingar. Við verðum bara að bíða eftir því og taka þessu bara með ró og stillingu,“ segir Rósa. Ekkert sérstaklega stór Jarðskjálftinn mældist 4,5 að stærð og fannst vel hér á höfuðborgarsvæðinu. En hvað þýðir þessi skjálfti fyrir framhaldið? Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur hann þýða afar lítið. „Þetta er bara jarðskjálfti á flekaskilum Reykjanesskagans og hefur enga sérstaka afgerandi þýðingu í túlkun á atburðarrásinni sem er búin að vera í fjögur ár. Það eru búnir að vera miklu stærri skjálftar á svipuðum slóðum síðan árið 2020. 4,5 er ekkert sérstaklega stór skjálfti. Það hefur verið talað um að ef Brennisteinsfjallakerfið tekur þátt í þessu, þá getur því fylgt skjálftar upp á jafnvel sex eða stærra. Það eru alvöru skjálftar sem munu hafa veruleg áhrif í Reykjavík. Ef mönnum þótti þessi skjálfti stór eiga menn eftir að finna eitthvað merkilegra seinna,“ segir Páll.
Hafnarfjörður Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Varnargarðar á Reykjanesskaga Mest lesið Komst ekki á toppinn og bótakröfunni hafnað Neytendur Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Fyrstu þreifingar áramótaveðurspár Veður Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Fær íshellaferð ekki endurgreidda Neytendur Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Fleiri fréttir Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér í fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sjá meira