Ósátt með að maðurinn væri að rækta fíkniefni með annarri konu Jón Þór Stefánsson skrifar 5. janúar 2024 11:31 Mestur hluti fíkniefnanna sem lögreglan haldlagði fundust í húsleit í Mosfellsbæ. Vísir/Vilhelm Par, karlmaður og kona, hafa hlotið fangelsisdóma í Héraðsdómi Reykjavíkur vegna fíkniefnalagabrota og peningaþvættis vegna nokkurra mála. Karlmaðurinn hlaut fimmtán mánaða fangelsisdóm, en þar af eru fjórtán mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára. Konan hlaut fimm mánaða dóm, einnig skilorðsbundin til tveggja ára. Dómurinn ákvað að gera peningatalningavél mannsins upptæka, sem og aðra muni sem hafa líklega verið notuð við ræktun fíkniefna, sem og sjálf fíkniefnin. Maðurinn mótmælti því að peningatalningavélin yrði gerð upptæk. Kröfu ákæruvaldsins um upptöku á tveimur Louis Vuitton-töskum konunnar var hafnað. Upplýsingar í stílabók Í nóvember 2019 gerði lögreglan húsleit í Mosfellsbæ, en þar var lagt hald á sjötíu kannabisplöntur og rúmlega eitt og hálft kíló af kannabislaufum. Fram kemur að maðurinn sem málið varðar hafi verið handtekinn ásamt öðrum manni á vettvangi. Frekari leit lögreglu hafi síðan leitt í ljós að maðurinn væri með lykla að húsnæðinu, og þá fannst stílabók í bíl hans með upplýsingum um kannabisplöntur og kannabisræktun, sem og upplýsingar um peningalegar fjárhæðir. Einnig fannst talsvert reiðufé í bílnum. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í skýrslutöku hjá lögreglu vildi maðurinn meina að hann hefði ætlað sér að búa til kannabisolíu úr afurðunum og ætlað að gefa hana til lækninga. Dómnum þótti þær skýringar mannsins ótrúverðugar og sakfelldi hann fyrir umrædd brot. Símanúmerið fundið eftir fíkniefnafund Í mars 2020 kom erlendur ríkisborgari til landsins. Á Keflavíkurflugvelli var hann stöðvaður af tollgæslunni sem fann tæplega tvö kíló af kókaíni og örfá grömm af metamfetamíni í farangri hans. Rannsókn málsins leiddi í ljós að í síma erlenda mannsins voru tvö íslensk símanúmer, en maðurinn sem málið varðar var rétthafi annars númersins. Hann var ákærður fyrir innflutning á efnunum, en Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væru næg haldbær gögn fyrir því að lögfull sönnun væri fyrir því að hann hefði staðið í innflutningnum. Afbrýðisemi vegna ræktunnar með annarri konu Lögregla fann rúmlega tvö hundruð grömm af maríjúana í húsleit á heimili mannsins og konunnar í Reykjavík í maí 2020. Bæði voru ákærð fyrir vörslu efnanna, en konan var sýknuð og maðurinn sakfelldur vegna þess. Í kjölfar sömu húsleitar hóf lögreglan rannsókn á símum parsins, sem og á einum síma til viðbótar, sem fannst í húsleitinni en þau sögðu annan mann eiga hann. Í símunum fundust gögn og myndefni sem bentu til kannabisræktunnar. Svo virðist sem konan hafi orðið afbrýðisöm út í manninn. Í símagögnunum kom fram að hún væri ósátt með að hann stæði í kannabisræktun með annarri manneskju, vinkonu hans. Mikill munur á bankareikningum og skattframtali Lögreglan rannsakaði einnig bankagögn parsins, en í ljós kom að mikill munur var á tekjum sem fóru inn á bankareikninga þeirra og uppgefnum árstekjum í skattframtölum. Bæði voru ákærð fyrir peningaþvætti. Maðurinn var fundinn sekur um peningaþvætti sem nam ágóða af fíkniefnasölu, og nam samtals rúmlega 47 milljónum króna. Konan var sakfelld fyrir að hafa, að minnsta kosti látið sér í léttu rúmi liggja, að taka við, nýta og umbreyta ávinningi fíkniefnasölu. Fjárhæð hennar brota vörðuðu rúmlega sjö milljónir króna. Líkt og áður segir hlaut maðurinn fimmtán mánaða fangelsisdóm, þar af fjórtán mánuði skilorðsbundna, og konan fimm mánaða skilorðsbundin dóm. Manninum var gert að greiða tæplega fjórar milljónir í sakarkostnað og konunni gert að greiða rúmlega tvær milljónir í sakarkostnað. Fíkniefnabrot Reykjavík Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira
Karlmaðurinn hlaut fimmtán mánaða fangelsisdóm, en þar af eru fjórtán mánuðir skilorðsbundnir til tveggja ára. Konan hlaut fimm mánaða dóm, einnig skilorðsbundin til tveggja ára. Dómurinn ákvað að gera peningatalningavél mannsins upptæka, sem og aðra muni sem hafa líklega verið notuð við ræktun fíkniefna, sem og sjálf fíkniefnin. Maðurinn mótmælti því að peningatalningavélin yrði gerð upptæk. Kröfu ákæruvaldsins um upptöku á tveimur Louis Vuitton-töskum konunnar var hafnað. Upplýsingar í stílabók Í nóvember 2019 gerði lögreglan húsleit í Mosfellsbæ, en þar var lagt hald á sjötíu kannabisplöntur og rúmlega eitt og hálft kíló af kannabislaufum. Fram kemur að maðurinn sem málið varðar hafi verið handtekinn ásamt öðrum manni á vettvangi. Frekari leit lögreglu hafi síðan leitt í ljós að maðurinn væri með lykla að húsnæðinu, og þá fannst stílabók í bíl hans með upplýsingum um kannabisplöntur og kannabisræktun, sem og upplýsingar um peningalegar fjárhæðir. Einnig fannst talsvert reiðufé í bílnum. Dómurinn féll í Héraðsdómi Reykjavíkur.Vísir/Vilhelm Í skýrslutöku hjá lögreglu vildi maðurinn meina að hann hefði ætlað sér að búa til kannabisolíu úr afurðunum og ætlað að gefa hana til lækninga. Dómnum þótti þær skýringar mannsins ótrúverðugar og sakfelldi hann fyrir umrædd brot. Símanúmerið fundið eftir fíkniefnafund Í mars 2020 kom erlendur ríkisborgari til landsins. Á Keflavíkurflugvelli var hann stöðvaður af tollgæslunni sem fann tæplega tvö kíló af kókaíni og örfá grömm af metamfetamíni í farangri hans. Rannsókn málsins leiddi í ljós að í síma erlenda mannsins voru tvö íslensk símanúmer, en maðurinn sem málið varðar var rétthafi annars númersins. Hann var ákærður fyrir innflutning á efnunum, en Héraðsdómur komst að þeirri niðurstöðu að ekki væru næg haldbær gögn fyrir því að lögfull sönnun væri fyrir því að hann hefði staðið í innflutningnum. Afbrýðisemi vegna ræktunnar með annarri konu Lögregla fann rúmlega tvö hundruð grömm af maríjúana í húsleit á heimili mannsins og konunnar í Reykjavík í maí 2020. Bæði voru ákærð fyrir vörslu efnanna, en konan var sýknuð og maðurinn sakfelldur vegna þess. Í kjölfar sömu húsleitar hóf lögreglan rannsókn á símum parsins, sem og á einum síma til viðbótar, sem fannst í húsleitinni en þau sögðu annan mann eiga hann. Í símunum fundust gögn og myndefni sem bentu til kannabisræktunnar. Svo virðist sem konan hafi orðið afbrýðisöm út í manninn. Í símagögnunum kom fram að hún væri ósátt með að hann stæði í kannabisræktun með annarri manneskju, vinkonu hans. Mikill munur á bankareikningum og skattframtali Lögreglan rannsakaði einnig bankagögn parsins, en í ljós kom að mikill munur var á tekjum sem fóru inn á bankareikninga þeirra og uppgefnum árstekjum í skattframtölum. Bæði voru ákærð fyrir peningaþvætti. Maðurinn var fundinn sekur um peningaþvætti sem nam ágóða af fíkniefnasölu, og nam samtals rúmlega 47 milljónum króna. Konan var sakfelld fyrir að hafa, að minnsta kosti látið sér í léttu rúmi liggja, að taka við, nýta og umbreyta ávinningi fíkniefnasölu. Fjárhæð hennar brota vörðuðu rúmlega sjö milljónir króna. Líkt og áður segir hlaut maðurinn fimmtán mánaða fangelsisdóm, þar af fjórtán mánuði skilorðsbundna, og konan fimm mánaða skilorðsbundin dóm. Manninum var gert að greiða tæplega fjórar milljónir í sakarkostnað og konunni gert að greiða rúmlega tvær milljónir í sakarkostnað.
Fíkniefnabrot Reykjavík Dómsmál Mosfellsbær Mest lesið Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Deilur um fæðingarorlofið, erfið staða fjölmiðla og nýir lögreglubílar Þörf neytendavernd eða aðför að eignarrétti? Kynnir stóran pakka um fjölmiðla í næstu viku Lækningastjóri undirbýr starfsemi nýs Landspítala Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Sjá meira