Nýnasistar dæmdir fyrir yfirlýsingar um að „lóga“ ætti Archie prins Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. janúar 2024 19:22 Gibbons (til vinstri) og Patton-Walsh (til hægri) lýstu því yfir að það ætti að lóga Archie Mountbatten-Windsor, syni hertogans og hertogynjunnar af Sussex, Harry og Megan (fyrir miðju). Samsett/Metropolitan Police Tveir nýnasistar sem hótuðu Archie, syni Harry Bretaprins og Meghan Markle, ofbeldi í hlaðvarpi fyrir þremur árum hlutu í dag tíu og ellefu ára fangelsisdóm fyrir brot á hryðjuverkalögum. Mennirnir lýstu Archie sem veru sem ætti að „lóga“ og vildu að Harry yrði tekin af lífi fyrir landráð. Mennirnir voru sakfelldir í hæstarétti Bretlands í dag fyrir átta brot gegn hryðjuverkalögum. Hinn 40 ára gamli Cristopher Gibbons hlaut ellefu ára dóm og hinn 34 ára Tyrone Patten-Walsh hlaut tíu ára dóm. Undir dulnefnunum Cristopher White og Joseph Walsh héldu mennirnir úti öfgahægri hlaðvarpinu Lone Wolf Radio sem síðar varð að Black Wolf Radio. Þar viðruðu þeir hómófóbískar, rasískar og kvenfyrirlitnar skoðanir sínar. Þegar lögregla komst á snoðir um hlaðvarpið í júní 2020 voru áskrifendur að hlaðvarpinu 128 og áhorfendur um 9 þúsund. Lóga ætti Archie og dæma Harry til dauða Gibbons lýsti Archie í hlaðvarpinu sem „veru [sem] ætti að lóga“ og kallaði eftir því að Harry yrði „sóttur til saka og dæmdur til dauða fyrir landráð“. Mennirnir lýstu því yfir í hlaðvarpinu að „kynþáttur hvítra væri líklegur til að vera 'þurrkaður út' ef ekki væru tekin ákveðin skref til að berjast gegn þeirri þróun“. Einnig lýstu þeir yfir ánægju með „dag reipisins“ [e. day of the rope] þar sem „kynþáttasvikarar“ yrðu hengdir í massavís, sérstaklega þeir sem ættu í samböndum við aðra kynþætti. Þættir hlaðvarpsins voru með myndir sem endurspegluðu hatursfull viðhorf þeirra, meðal annars mynd af aftöku SS-sveita nasista á gyðingi og annarri af hengingu á Mandela. Gibbons hlaut lengri dóm fyrir að hafa deilt skjölum sem hvöttu til hryðjuverka á síðu sinni „The Radicalisation Library“ en áskrifendur að henni voru 2.191 í september 2020. Þar var fólk hvatt til að fremja hryðjuverk. Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira
Mennirnir voru sakfelldir í hæstarétti Bretlands í dag fyrir átta brot gegn hryðjuverkalögum. Hinn 40 ára gamli Cristopher Gibbons hlaut ellefu ára dóm og hinn 34 ára Tyrone Patten-Walsh hlaut tíu ára dóm. Undir dulnefnunum Cristopher White og Joseph Walsh héldu mennirnir úti öfgahægri hlaðvarpinu Lone Wolf Radio sem síðar varð að Black Wolf Radio. Þar viðruðu þeir hómófóbískar, rasískar og kvenfyrirlitnar skoðanir sínar. Þegar lögregla komst á snoðir um hlaðvarpið í júní 2020 voru áskrifendur að hlaðvarpinu 128 og áhorfendur um 9 þúsund. Lóga ætti Archie og dæma Harry til dauða Gibbons lýsti Archie í hlaðvarpinu sem „veru [sem] ætti að lóga“ og kallaði eftir því að Harry yrði „sóttur til saka og dæmdur til dauða fyrir landráð“. Mennirnir lýstu því yfir í hlaðvarpinu að „kynþáttur hvítra væri líklegur til að vera 'þurrkaður út' ef ekki væru tekin ákveðin skref til að berjast gegn þeirri þróun“. Einnig lýstu þeir yfir ánægju með „dag reipisins“ [e. day of the rope] þar sem „kynþáttasvikarar“ yrðu hengdir í massavís, sérstaklega þeir sem ættu í samböndum við aðra kynþætti. Þættir hlaðvarpsins voru með myndir sem endurspegluðu hatursfull viðhorf þeirra, meðal annars mynd af aftöku SS-sveita nasista á gyðingi og annarri af hengingu á Mandela. Gibbons hlaut lengri dóm fyrir að hafa deilt skjölum sem hvöttu til hryðjuverka á síðu sinni „The Radicalisation Library“ en áskrifendur að henni voru 2.191 í september 2020. Þar var fólk hvatt til að fremja hryðjuverk.
Kóngafólk Bretland Harry og Meghan Mest lesið Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent „Svona endaði baráttan vegna skiltisins umtalaða“ Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Innlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent Fleiri fréttir Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Sjá meira