Mikið fjölmiðlafár skapaðist í kringum leik Víkinga og Breiðabliks síðasta sumar þegar Blikarnir létu bíða lengi eftir sér fyrir leik. Þegar aðeins um hálftími var til leiks voru gestirnir ekki mættir en þá kom liðsrútan loks á staðinn og héldu Blikarnir úr henni beinustu leið út á völl og fóru að hita upp, án þess að koma við í búningsklefum gestaliðsins á Víkingsvelli.
Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, lét hafa eftir sér í viðtali eftir leik að klefinn væri ekki boðlegur. Hann væri nær ljóslaus og lyktin í honum væri vond. Víkingar tóku þessu ummæli mögulega til sín og hafa nú lokið endurbótum á klefanum fræga og fá Fylkismenn þann heiður að vígja klefann formlega síðar í dag.
Bjóðum Fylkismenn velkomna í fyrsta leik ársins í Víkinni á morgun, laugardaginn 6. janúar þar sem þeir munu vígja nýja klefa félagsins ætlaða gestaliðum sem koma á Heimavöll hamingjunnar.
— Víkingur (@vikingurfc) January 5, 2024
Hér að neðan má sjá myndir frá framkvæmdum og lokaniðurstöðuna.
Víkingar þakka Ljósbliki pic.twitter.com/UiNrViwQGW