Gegn þjóðarmorði? Guðjón Idir skrifar 6. janúar 2024 00:00 Það er ómögulegt að skilja að ekki sé búið að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Að ekki sé búið að nýta alþjóðavettvang til að tjá með skýrum hætti að þessi þjóð standi gegn þjóðarmorði Ísraela í Palestínu og gegn sálarlausri grimmd zíonistanna sem stjórna Ísrael og er heimsbyggðinni augljós. Að standa hjá er að styðja þjóðarmorð. Þessi illvirki marka djúp spor í sögu heimsins, sér í lagi því allir sjá og heyra sem vilja; myndir og myndbönd af myrtum börnum, blóðþyrst ummæli háttsettra zíonista, sprengda spítala, rústirnar. Undirlægjuháttur gagnvart vesturveldunum sýnir fullkomið mannleysi íslenskra stjórnmála- og embættismanna, án nokkurs sóma, alveg úr sambandi við heilbrigða samvisku. Eins og kom svo skýrt fram þegar Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðuþjóðanna um vopnahlé. Um árið buðu nokkrir herrar upp á notkun flugvallarins hér þegar Bandaríkin ákváðu að rústa Afganistan og í framhaldinu voru sendir íslenskir ,,friðargæsluliðar” til Afganistan. Þegar Bandaríkin ákvaðu að rústa Írak ákvað ríkisstjórnin hér að Ísland skyldi formlega styðja þau illvirki. Í meintu lýðræðisríki þegar svona gríðarlega stórar ákvarðanir eru teknar verður að ráðgast við þjóðina beint til að fá skýrt umboð. Að sama skapi þarf að fá fram vilja þjóðarinnar til að ákvarða hvort á því sé stætt að eiga í stjórnmálasambandi við ríki sem stendur fyrir þjóðarmorði. Og hvort og hvernig alþjóðavettvangur, eins og vettvangur Sameinuðuþjóðanna, skuli nýttur til að tjá afstöðu þjóðarinnar. Það má telja fram fjölmargt sem virðist ólýðræðislegt þegar kemur að rekstri ríkisins og þeim ákvörðunum sem um okkur og okkar samfélag eru teknar. En það að nokkrir aðilar tali fyrir hönd allrar þjóðarinnar til að styðja fjöldamorð á saklausum borgurum annarra landa eða þá fordæma ekki þjóðarmorð, eins og á sér nú stað, á ekkert skylt við merkingarbært lýðræði. Það sér það hver manneskja sem lítur ekki undan að þessi illvirki eru óverjanleg. Í þessu sem öðru veltir maður fyrir sér hversu djúp gjáin sé á milli vilja almennings og meintra lýðræðislegra ákvarðana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Það er ómögulegt að skilja að ekki sé búið að slíta stjórnmálasambandi við Ísrael. Að ekki sé búið að nýta alþjóðavettvang til að tjá með skýrum hætti að þessi þjóð standi gegn þjóðarmorði Ísraela í Palestínu og gegn sálarlausri grimmd zíonistanna sem stjórna Ísrael og er heimsbyggðinni augljós. Að standa hjá er að styðja þjóðarmorð. Þessi illvirki marka djúp spor í sögu heimsins, sér í lagi því allir sjá og heyra sem vilja; myndir og myndbönd af myrtum börnum, blóðþyrst ummæli háttsettra zíonista, sprengda spítala, rústirnar. Undirlægjuháttur gagnvart vesturveldunum sýnir fullkomið mannleysi íslenskra stjórnmála- og embættismanna, án nokkurs sóma, alveg úr sambandi við heilbrigða samvisku. Eins og kom svo skýrt fram þegar Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu Sameinuðuþjóðanna um vopnahlé. Um árið buðu nokkrir herrar upp á notkun flugvallarins hér þegar Bandaríkin ákváðu að rústa Afganistan og í framhaldinu voru sendir íslenskir ,,friðargæsluliðar” til Afganistan. Þegar Bandaríkin ákvaðu að rústa Írak ákvað ríkisstjórnin hér að Ísland skyldi formlega styðja þau illvirki. Í meintu lýðræðisríki þegar svona gríðarlega stórar ákvarðanir eru teknar verður að ráðgast við þjóðina beint til að fá skýrt umboð. Að sama skapi þarf að fá fram vilja þjóðarinnar til að ákvarða hvort á því sé stætt að eiga í stjórnmálasambandi við ríki sem stendur fyrir þjóðarmorði. Og hvort og hvernig alþjóðavettvangur, eins og vettvangur Sameinuðuþjóðanna, skuli nýttur til að tjá afstöðu þjóðarinnar. Það má telja fram fjölmargt sem virðist ólýðræðislegt þegar kemur að rekstri ríkisins og þeim ákvörðunum sem um okkur og okkar samfélag eru teknar. En það að nokkrir aðilar tali fyrir hönd allrar þjóðarinnar til að styðja fjöldamorð á saklausum borgurum annarra landa eða þá fordæma ekki þjóðarmorð, eins og á sér nú stað, á ekkert skylt við merkingarbært lýðræði. Það sér það hver manneskja sem lítur ekki undan að þessi illvirki eru óverjanleg. Í þessu sem öðru veltir maður fyrir sér hversu djúp gjáin sé á milli vilja almennings og meintra lýðræðislegra ákvarðana.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar